Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Side 12
12
Dv; MANUDAGUR 5. MARS 1984.
Frjálst,óháð dagblað
Utgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍOUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verö í lausasölu 22 kr.
Helgarblaö 25 kr.
DV
Albert á ekki aðhætta
Enn er ekki útséö um eftirköst og afleiöingar sem sam-
komulag Alberts Guðmundssonar viö Dagsbrún kann að
hafa. Bæði vinnuveitendur og verkalýðsforingjar telja að
komið sé aftan aö þeim þegar ráðherra í ríkisstjórninni
semur sérstaklega við það félag, Dagsbrún, sem hefur
haft forystu um andstöðu gegn heildarkjarasamningun-
um. Framsóknarflokkurinn telur ákvörðun Alberts svik í
stjórnarsamstarfinu, þingflokkur sjálfstæðismanna er
greinilega mjög ósáttur við gerðir fjármálaráðherra og
Morgunblaðið telur þaö frumhlaup sem eigi að kosta Al-
bert Guðmundsson ráöherrastólinn.
Nú kann sumt af þessari gagnrýni að eiga rétt á sér og
vel er skiljanlegt aö samþingsmenn Alberts í eigin flokki
vilji gera þá lágmarkskröfu að haft sé viö þá samráð um
ákvarðanir og stjórnarathafnir sem hafi víðtæk áhrif og
stórpólitískar afleiðingar.
Undir þaö má einnig taka að Dagsbrún eigi síst skilið
að fá sérstaka umbun fyrir að hlaupast undan merkjum
Alþýðusambandsins, einmitt þegar mest á ríður fyrir
þing og þjóð að friður skapist á vinnumarkaönum.
Aö þessu leyti er ekki hægt að verja vinnubrögð ráð-
herrans. Hann verður að taka tillit til samstarfsmanna í
mikilvægum málum, rétt eins og hann sjálfur verður að
treysta á tillitssemi þeirra gagnvart sér. Oánægjan er því
skiljanleg og enginn þarf að vera hissa á því þótt sam-
komulag Alberts og Dagsbrúnar hafi verið tekið fyrir inn-
an þingflokks sjálfstæðismanna. Það heitir ekki rann-
sóknarréttur eða yfirheyrsla. Það nefnist lýðræðisleg
vinnubrögð enda þótt betra hefði verið að umræðan hefði
farið fram á undan en ekki eftir að samkomulagið var
undirritað.
Hitt er fjarri allri skynsemi að hafa í hótunum við Al-
bert Guðmundsson og telja hann brottrækan úr ríkis-
stjórn. Til þess hefur hann ekki unnið og engin efnisrök
standa til slíkra málaloka. Albert á heldur ekki að segja
af sér af þeim ástæðum enda mála sannast að samkomu-
lagið við Dagsbrún hefur orðið honum til uppsláttar og
pólitísks framdráttar.
I rauninni má það heita furðulegt að ekki skyldi vera
búið að því fyrir löngu að leiðrétta það misræmi sem ver-
ið hefur á launakjörum Dagsbrúnarmanna, til samræmis
við kjör annarra sem vinna hliðstæð störf hjá hinu opin-
bera. Að því leyti stendur Albert vel að vígi að hann er að
eyða misrétti hjá láglaunuðu verkafólki. Ætlar einhver að
höggva höfuðið af ráöherranum fyrir þá sök?
Þau rök hafa og nokkuð til síns máls að Dagsbrún eigi
erfiðara um vik að efna til atlögu gegn ríkisstjórn og
kjarasamningum eftir að félagsmönnum Dagsbrúnar
hefur verið rétt sáttarhönd og áratugagamalt baráttumál
komist í höfn fyrir tilstuðlan f jármálaráðherra.
Ef það er rétt hjá f jármálaráðherra að samkomulagið
við Dagsbrún kosti ekki meira en eina milljón króna, ef
allt er saman talið, þá er það ekki dýr fórn. Talað er um
að samkomulagið sé slæmt fordæmi því aðrir verði að
fylgja á eftir. En hver segir að það sé nauðsynlegt? Þetta
eilífa tal um hættuleg fordæmi hefur einmitt verið stærsti
þrándur í götu stjórnvalda og ráðherra að gera eitthvað
af viti. Stjórnmálamenn eiga ekki að stjórnast af tregðu-
lögmálum. Þeir eru þvert á móti til þess að taka af skariö,
segja já og segja nei í krafti pólitískrar stöðu sinnar. Það
hefur Albert gert — og það ósvikið.
ebs
íslenski laxinn
vannýttur?
Sótt er aö íslenska laxinum úr
tveimur áttum, ef svo má taka til
orða. Menn vilja taka upp veiöi á laxi
í sjó hér viö land og veiöa meira af
laxi í ánum en gert hefur verið. Því
er haldiö fram, að laxinn sé vannýtt-
ur í sjó og sömuleiöis eftir að hann er
genginn í ámar. Ogetiö er þá um út-
hafsveiðar á laxi, sem talið er aö taki
toll af laxinum okkar.
Islenski laxinn hefur alla tíö verið
landbúnaöarfiskur, ef svo má segja.
Laxveiöinytjar hafa einvöröungu
tengst jöröum, sem land eiga aö ám
og vötnum. Þá var laxveiði í sjó
bönnuö í löggjöf áriö 1932, en einmitt
um þær mundir var veriö aö gera til-
raunir í smáum stíl meö veiðiskap á
laxi í sjó. Víst má ætla, aö þessar til-
raunir heföu getað oröið upphaf að
öðru meira, ef ekki heföi verið spymt
viö fæti áriö 1932, sem m.a. skuld-
bindur okkur til aö stunda ekki
veiðar á laxi í sjó utan 12 mílna.
Bannið viö laxveiði í sjó er því
tvíneglt utan 12 mílna.
Raddir hafa heyrst um það og
greinar í blööum sýna, aö menn telja
aö viss hluti af laxinum, sem í sjó
gangi, komi aldrei í ámar. Þess
vegna eigi aö veiöa þennan fisk, sem
ekki skilar sér, hvort sem er. Almenn
vitneskja um lífsferil laxins segir
okkur hins vegar að mikil afföll verði
á laxaseiöum í sjávardvöl. Afföllin
á laxinum verði mest fyrst eftir að
seiðin komi í sjó. Eðli laxins er, eins
og aikunna er, aö ganga í lok sjávar-
dvalar í árnar til aö hrygna, en þaö
heppnast aðeins i fersku straum-
vatni.
Gert út á afföllin!
Laxveiöiúthald í sjó er því aöeins
vitglóra aö samkomulag takist viö
laxinn, sem hvort eð er drepst, aö
láta veiða sig áöur en hann drepst!
Menn mega ekki gleyma, að laxinn
sem dvelur í sjó, bætir ört við lengd
og þyngd sína og kemur fullvaxinn í
árnar. Þess vegna er talið skynsam-
legast aö nytja laxinn í ánum. Þaö
hljómar vissulega ekki gáfulega að
ætla aö gera út á afföllin í hafinu. En
þaö er einmitt þaö, sem þeir vilja,
sem ætla ekki aö skerða hlut ánna,
en veiða lax-í sjó til aö fullnýta laxa-
auölindina, eins og það er nefnt.
Vannýtingartalið órökstutt
Á hinum endanum em svo þeir,
sem vilja taka meira af laxi úr ám og
vötnum en fæst í net og á stöng. Full-
yrt er aö ámar séu ofsetnar laxi eftir
aö veiöitíma lýkur aö haustinu.
Sumir hafa meira aö segja reiknaö
út verðmætin, sem glatast hafi
vegna vannýtingar á laxastofninum
(sbr. frétt hér í blaðinu fyrir
skömmu)! Ur þessu ástandi þurfi aö
bæta meö aukinni veiði. Bent er þá
stundum á kistuveiöi sem lausn eöa
taka eigi laxinn í ádrátt í lok veiði-
tímans. Hvaö slíkur búnaöur og
fyrirhöfn kostar viröist ekki skipta
máli.
Allt er þetta gott og blessað, enda
er sagt að fæöan í ánum takmarki
seiðafjöldann! Þetta hljómar
stundum þannig, eins og þaö sé verið
aö vekja athygli á þessu í fyrsta
skipti. Rökstuðning, sem öllu máli
skiptir, skortir hins vegar fyrir full-
yrðingu um vannýtingu ánna. Al-
hæfing um vannýttan laxastofn hér á
landi stenst einfaldlega ekki. Auövit-
aö er unnt aö benda á einstakar lax-
veiðiár einstök ár, að meira sé af laxi
í einn tíma en annan að haustinu.
Hitt er einnig vel þekkt, einmitt í
sambandi viö klaköflun, sem hefur
veriö töluverð í ýmsum ám og
mönnum hættir til aö gleyma yfir-
leitt aö minnast á, aö litið sé af laxi.
Seinustu ár hafa víða verið
erfiöleikar á aö ná klaklaxi, því að
lítið hefur verið um lax í ánum og
hann dreifður.
Sérfróöir menn telja að þaö sé
ákaflega breytilegt frá einni á til
Kjallarinn
Laxastigi i Einarsfossi i Ögur-
hreppi; hæðarmunur er 7,5 metr-
ar. Hönnuður stigans er Guð-
mundur Gunnarsson verkfræð-
ingur. Ljósm. Einar Hannesson.
laxveiöi hér á landi seinustu áratugi
hvaö ástand veiði snertir og arösemi
hennar, hefur verið leitast viö að afla
gagna um veiðiálag, stofnstærð og
fleiri atriöi. Þetta hefur veriö gert til
þess aö fá úr því skorið, hvort ekki
megi nýta betur laxinn en gert hefur
veriö hingað til. I þessu skyni hefur
m.a. veriö unnið aö gerö og þróun
laxateljara, til þess aö fá örugga
vitneskju um laxagöngur í ár og
kannað hefur veriö ástand laxa-
stofns í mörgum ám að ööru leyti,
svo sem meö rafveiði á laxaseiðum
og fleiru. Árlegar kannanir, sérstak-
EINAR HANNESSON,
FULLTRÚI HJÁ
VEIÐIMÁLASTOFNUN.
• „Laxveiðiúthald í sjó er því aðeins vit-
glóra að samkomulag takist við laxinn,
sem hvort eð er drepst, að láta veiða sig áður
en hanndrepst!”
annarrar, hversu mikiö þurf i aö vera
eftir af laxi í ánni til að hrygna svo aö
vel sé séö fyrir fullri nýtingu á fram-
leiðslugetu vatnasvæðisins. Þess
vegna þurfi aö rannsaka hverja á
fyrir sig og fá niðurstööu í þessu efni.
Stangarveiði 70%
Laxveiði hér á landi er stunduö
bæöi í net og á stöng, eins og kunnugt
er. Um langt skeið hefur um 70% af
laxi verið veiddur á stengur en hitt
fengist í net. Á tveimur mestu lax-
veiðisvæðum landsins, í Borgarfiröi
og Ámessýslu, fæst nær öll neta-
veiöin á landinu. Þannig veiöast í net
á Hvítársvæðinu í Borgarfiröi um
50% veiöinnar á þvi svæði, en hitt
fæst á stengur í Hvítá og þverám
hennar. Hlutfall þetta hefur veriö
stööugt um langt skeið og segir þaö
sína sögu um jafnvægi þaö er ríkir í
þessum efnum. I Ámessýslu er veiði-
hlutfall neta á svæöunum hins vegar
mun hærra en í Borgarfirði eöa um
85—90% og varðar þaö ölfusá, Hvítá
og Þjórsá.
Mikil verðmætaaukning
Róttæk breyting á fyrirkomulagi
nýtingar íslenska laxastofnsins
hefur oröiö á seinustu 40—50 árum.
Netaveiöi hefur víöa verið hætt og
stangaveiöi tekin upp í staðinn. Sú
veiðiaöferö jókst hrööum skrefum.
Jafnframt hafa verðmæti laxins
aukist mikiö, vegna þess aö mun
hærra verð er greitt fyrir stang-
veiddan lax en fisk, sem veiðist í net,
og veiðiaukning hefur orðiö mikil
seinustu áratugi. Aö vísu hafa blikur
verið á lofti seinustu ár, sem augljóst
er að rekja má til óhagstæörar veö-
ráttu, þó að fleira komi til. A sl. ári
rofaöi heldur til í þessum efnum þar
sem veiöin lyfti sér upp úr öldu-
dalnum.
Þrátt fyrir hina hagstæðu þróun
lega hin seinustu ár, hafa hafa veriö
framkvæmdar í ýmsum laxveiðiám í
öllum landshlutum. Margt fróðlegt
hefur komiö fram, svo sem um skort
á smáseiðum í ýmsum ám vegna
þess aö hrogn virtust ekki hafa klak-
ist út á eðlilegan hátt vegna lágs
vatnshita í ánum. Ljóst er aö úr
þessu má bæta með seiðasleppingu,
eins og annars staðar á svæöum í ám
þar sem skortur er á seiðum. Á hinn
bóginn gefa þessar kannanir vitn-
eskju um ársvæði þar sem seiða-
fjöldi viröist vera eðlilegur og þar
þurfi því ekki aö setja sleppiseiði.
Varasamur áróður
Aróöur fyrir aukinni veiði vegna
vannýtingar laxins í ánum er vara-
samur því aö hann ýtir óbeint undir
sjávarveiöikröfur, þ.e. fyrst ekki sé
veitt nægilega í ánum, geri ekki til
þótt eitthvað sé tekið af laxi í sjó.
Vannýtingartaliö tel ég sprottiö af
þeirri þörf að yfirbjóöa. I vissum til-
vikum getur það skapað óánægju
meöal einstakra veiðieigenda, sem
telja sig ekki fá nægar tek jur úr sam-
eiginlegum sjóði veiöifélagsins,
sem til skipta kemur. Jafnframt
getur það truflað ræktunar-
framkvæmd eins og seiðasleppingu.
Hún er einkennileg þessi græögi
manna aö nytja allar auölindir í botn
og betur þó, hvað sem þaö kostar,
sbr. suma sjávarfiska. Víst er að lax-
veiðar í sjó leysa engan vanda fyrir
sjávarútveg, heldur valda tjóni í at-
vinnugrein sem hefur verið byggð
upp og gefur góöan arö.
Aukin veiöi á laxi, eins og hér hefur
verið gerö aö umtalsefni, myndi
ógna íslenska laxastofninum. Þaö
yrði til tjóns fyrir þá f jölmörgu, sem
nytjaö hafa laxinn. Þaö varðar
raunar öll umsvif í sambandi viö
veiöiskapinn, eins og feröaþjónust-
unailandinu.