Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Qupperneq 14
Kjallarinn DV. MÁttÚíjÁÖUR5. MARS1984' GUÐJÓN JENSSON PÓSTAFGREIDSLUMAÐUR. Sú þjóömálaumræða sem einna hæst hefir risiö meöal landsmanna síöustu misseri hefur einkum verið tengd dýr- tíð og launamálum. Eðlilegt er aö umræöur um þessi mál veröi fyrir- ferðarmiklar og jafnvel langdregnar og leiðinlegar enda mun dýrtíöarvand- inn vera vandleystur, einkum þegar þjóöin er ekki allskostar sammála um hvernig eigi aö standa aö lausn þessa vandamáls. Dýrtíöin var hreint djöfulleg oröin, einkum á fyrstu mán- uöum valdatíma núverandi ríkis- stjórnar. Þá var dýrtíðardraugnum sleppt algjörlega lausum, einkum hækkaði opinber þjónusta upp úr öllu valdi. Láglaunafólk með galtómar buddur sínar hefur þar af leiðandi þurft að leysa sín fjárhagsvandræði með sívaxandi lántökum og aukinni notkun á greiöslufrestsskirteinum (kreditvítakortum). Nú hefir hol- skeflan loks náö aö hjaöna sem afleiðing einhverrar þeirrar harðn- eskjulegustu kjaraskeröingar sem lslendingar minnast frá því aö þeir liföu á tómu loftinu og skinnpjötlum sem þeir lásu Islendingasögurnar af lengi vel. Nú er sú tíö flestum ef ekki öllum gleymd en kominn tími grjónagrautsáts: Þykkur Steingríms- vellingur meö kanilsykri og niður- greiddri framsóknarmjólk. Á þessu skal þjóöin lifa gegnum þykkt og þunnt hvað sem tautar, a.m.k. svo lengi sem fólk fær ekki meira borgað en sem kemur rammagerð ríkisstjómarinnar að gagni. Spuming er hvort Stein- grímur vilji beita sér jafnframt fyrir niöurgreiöslu á kanilsykrinum og ef til vill rúsínum líka svo unnt sé að reka heimilin í landinu sem næst þessum margfræga núllpunkti. Samningsréttur Þá hafa verkalýösfélögin fengið rétt til samninga á nýjan leik en heldur þykir mörgum vera þröngt fyrir sínum dyrum þegar þessi rammaslagur meöal ráðamanna setur samninga- mönnum línumar. Þrátt fyrir marg- ítrekaöar óskir ráðamanna, t.a.m. for- sætisráðherra, um aö þeir lægstu eigi aö fá mest verður annað í framkvæmd- inni. Allir eiga að fá sömu pró- sentuhækkun upp úr en láglaunamenn sitja eina feröina enn eftir meö sára- lítiö í höndunum, sem skiptir litlu til eöa frá. Vitanlega ber að taka þá stefnu aö rammagerð ríkis- stjómarinnar veiti þeim lægst launuöu helst allt, sem er til skiptanna, þannig að hækkuninn þynnist út þegar ofar sækir í launastigana. Mætti t.d. hugsa sér að öllum væri þá veitt sama krónutala en þá er unnt aö færa lægstu laun mun meira upp, jafnvel upp í 15.000,- á mánuöi eins og háværar kröfur eru uppi um í þjóðfélaginu í dag. Hvernig unnt er aö bæta aftur versnandi hag láglaunafólks á Islandi á sem hagfelldastan og viövarandi hátt er allerfitt að segja til um. Stefna nú- verandi stjómvalda og langsamlega flestra atvinnurekenda hefur einkum mótast af þeim viöhorfum aö laun þeirra sem aumkunarverðustu störfin vinna, svo sem verkamanna, bænda og sjómanna, iönaöarmanna og þeirra sem vinna við framleiöslu, svo sem fiskvinnslu, séu of há og fyrirtækin standi ekki undir meiri launum. Hver kannast ekki viö þau viðhorf aö hækkun á lágu laununum leiöi til auk- innar dýrtíðar? Hins vegar hefi ég aldrei rekist á þá skoðun aö háu launin geti á sama hátt verið hvati aö aukinni TÓNAR ERU ERFITT EFNIAÐGÓMA — viötal við Jón Nordal tónskáld Við snúum talinu nú aö öörum verkefnum Jóns en hann er einnig skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík og lék talsvert opinber- lega á píanó fyrstu árin eftir aö hann kom frá námi erlendis. — Skólastjórastaðan hefur verið skemmtileg, þar hef ég horft á bylt- inguna veröa til. Það hefur oröið bylting hér í tónlistinni á síðustu ár- um. Fjöldi hljóöfæraleikara og tón- skálda er nú mjög mikill og tónlistar- lífið hér hefur eflst ótrúlega. En píanóleikurinn hefur lent útundan hjá mér. Mig langar alltaf aö æfa píanóleikinn upp aö nýju því þegar maður hefur einu sinni stundaö nám og æfingar vel finnst manni alltaf eitthvaö vanta ef maður er ekki í góöriæfingu. Enþaöertímafrekt. Aö lokum víkjum viö talinu aö flutningi á nýrri tónlist og tekju- möguleikum tónskálda. — Tónskáld sem semja þessa tegund tónlistar geta hvergi lifaö af verkum sínum. Þau hafa öll tekjur einhvers staöar annars staöar frá. Nú geta menn aö vísu fengið styrki úr sjóðum hér en þaö er mjög lítið. Þaö þyrfti aö hafa sjóð, svipaðan launasjóöi rithöfunda. Eitt af því leiöinlegasta sem tónskáld eiga viö aö stríöa er þaö aö þegar þau hafa samiö verk og fengið það flutt geta liðiö mörg ár þar til verkin heyrast aönýju. En hvað þá um plötuútgáf u? — Þaö er nauðsynlegt fyrir tón- skáld að ný verk séu gefin meira út á plötum svo fólk geti kynnst tónlist- inni betur Meö því aö gefa út plötur meö nýrri tónlist kemst hún til þeirra sem vilja hlusta og þar aö auki er nútímatónlist oft erfiö að melta og hlustendur þurfa meiri tíma til að venjast henni en þeir fá á meðan flutningur er aöeins bundinn við tónleika. Og með þessu létum viö samtalinu lokiö. Jón Nordal tónskáld hefur lengi veriö eitt virtasta tónskáld þjóöar- innar þó hljótt hafi um hann verið. Bæði er að Jón hefur ekki verið af- kastamikiö tónskáld, enda haft í mörgu ööru aö snúast þar sem hann er skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, og svo er þaö aö Jón er hlédrægur maður og lítiö fyrir aö hafa sig í frammi. Þó hefur meira borið á tónskáldinu síöustu tvö ár en oft áður og er skemmst aö minnast sellókonsertsins eftir Jón sem Sin- fóníuhljómsveitin frumflutti ásamt Erling Blöndal Bengtssyni sellóleik- ara fyrr í vetur, en þaö var m.a. fyrir þaö verk sem Jón Nordal hlaut menningarverölaun DV fyrir áriö 1983. Jón féllst vinsamlega á aö veita DV viötal nú fyrir nokkrum dögum og þegar ljósmyndarinn haföi lokiö sínu verki snerum viö okkur beint aö efninu, tónsmíöum Jóns. — Eg hef alltaf samið lítiö og þaö hafa komið löng tímabil þegar ég hef ekkert látiö frá mér fara. En nú síð- ustu tvö árin hef ég samiö mikið. Aö semja hefur veriö frístundagaman hjá mér enda er ég í ööru starfi og mest af því sem ég hef gert, hefur verið eftir pöntun þar sem ég hef þurft aö skila verkum á ákveönum tíma. Öll mín verk undanfarin ár hafa veriö samin eftir pöntun. En er ekki erfitt að vinna þannig undir ströngum tímatakmörkum? — Þaö hefur verið spenna í kringum þetta og ég hef heitið sjálfum mér að taka ekki viö pöntun- um nú um tíma. Eg er aö vísu með eitt verk í smíðum sem ég mun ljúka á þessu ári, kórverk viö texta eftir Matthías Johannessen sem ég er aö skrifa fyrir Tónmenntasjóö kirkj- unnar. En það er ekki tímabundið. Viö snúum nú umræðunum aö vinnubrögðum tónskálda og Jón er fljótur til aö segja aö þaö veröi ekk- ert alhæft umþau. — Mín vinnubrögö eru alls ekki til fyrirmyndar. Mín vinna er öll mjög tilfinningabundin og þaö vill verða svo þegar ég er aö semja aö verkið er meira og minna óljóst þar til í lokin aö það kemur hratt. Eg verö aö hafa góðan tíma til aö melta með mér verkið og það verður allt aö hafa að- draganda. Tónar eru erfitt efni aö góma og það tekur ekki bara tima aö semja, það tekur lika huga manns. Þess vegna er erfitt aö vinna aö þessu meö ööru. Tónskáld sem semja þessa tegund tónlistar geta hvergi iifað af verkum sínum. Menning Menning Menning

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.