Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Qupperneq 16
vr
16
Spurningin
Kemurðu til með að sakna
Dallas?
Guðmunda Reynisdóttir: Já, já, ef-
laust á maður eftir að gera það.
Kristín Hraundai: Nei, ég held ekki.
Þó eru þetta orðnir hálfgerðir vinir
manns. Maður passar að hafa það
rólegt á miðvikudagskvöldum svo
maður geti fylgst með.
Magnea Lilja Haraldsdóttir: Nei, og
ég efast um að þjóðin geri það yfirleitt.
Jón örn Stefánsson: Eg horfi stundum
á Dallas en mér finnst hann leiðinlegur
og á ekki eftir að sakna hans.
Vigdís Viðarsdóttir: Nei, alls ekki, ég
er búin að fá hundleið á þessu og ég
held að svo sé um flesta.
Einar Ásgeirsson: Nei, hlífið mér við
því. Þjóðinni er alveg sama held ég.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
DOPtÐ,
TILHVERS?
Guðjón Bragi Benediktsson skrifar:
Undanfarna mánuöi hefur fólkið á
eyjunni okkar rætt fíkniefnavanda-
málið af miklu kappi. Eftir umræðun-
um aö dæma viröist vandamáliö einna
helst vera síaukið framboð ólöglegra
vímugjafa á landinu.
Fáum hefur dottið í hug að spyrja
hver sé orsök sívaxandi eftirspumar
eftir ólöglegum fíkniefnum, þó vita
allir að ekkert þýöir að berjast viö
vandamálin ef orsök þeirra er óþekkt.
Það er augljóst mál að eftirspurnin
mun haldast hvort sem notast verður
við læknadópiö, áfengið, sniffefni eða
ólöglega vímugjafa. Þess vegna er til-
gangslítiö aö fást sífellt viö afleiðingar
vandans, sem er síaukið framboð, og
fólk sem hefur farið illa á neyslu sinni.
Ti/ hvers?
Vímugjafar hjálpa unga fólkinu
okkar að flýja þann tómleika sem það
finnur vaxa innra með sér. Þessi tóm-
leiki er til staðar vegna þess að sú kyn-
slóð sem er að vaxa úr grasi í dag sér
ekki tilgang í neinu. Þaö finnur von-
leysið og óhamingjuna aukast í
kringum sig og finnst það litil áhrif
geta haft til aö bæta umhverfi sitt. Þar
er allt í föstum skorðum. Einangrun og
sambandsleysi eykst og lítið er oröið
um raunveruleg mannleg tengsl og
hlýj u í garö náungans sem er þó grund-
vallaratriði þess að fólki geti liðið vel
saman.
Nei, þaö er ekki að furöa þótt unga
fólkið í dag sé aö gefeast upp á þessu
öllu saman og leiti auðveldra und-
ankomuleiða í draumaheimi
vímunnar.
Hvað getum við gert?
Hvað þyrftum við Islendingar að
gera til þess að veröa fyrsta þjóöin í
heimi sem ræðst að orsök vímugjafavand-
ans?
I fyrsta lagi þyrftum viö að hugsa
um hvað það er sem færir okkur
raunverulega hamingju og miöa
gjöröir okkar út frá því (íhugið þetta
nánar).
Frá hasspartíi. Lesandi segir fólk leita á náðir vimugjafa til að fíýja tóm-
leika.
I öðru lagi: Við þurfum að gera
okkur grein fyrir því að ef fólkiö í
landinu getur ekki leyst vandamáliö þá
gerir þaö enginn fyrir það. Hvorki sál-
fræðingar, tollgæslumenn, hasshund-
ar, félagsfræðingar, AA-menn, lögg-
urnar, meðferðarstofnanir SAA eöa
neinn annar sem tekst á við afleiöingar
vandans.
Við öll saman getum leyst vanda-
málin meö því aö sjá orsakirnar, finna
lausnir og framkvæma þær síðan öll
saman. Ekki bara tala um hlutina hver
í sínu horni eða fást við afleiðingar eins
ognúer gert.
Virðum okkur sjálf og aðra í verki og
sköpum þjóðfélag þar sem öllum líður
of vel til þess að þurfa að flýja á náðir
vímunnar.
Byrjum strax í dag.
Byrgjum brunninn
— lesandi vill námskeið áður en til skilnaðar kemur
Ein tvískilin hringdi:
Eg rakst á grein í blaðinu ykkar
þann 27. febrúar um skilnaðarnám-
skeið sem á að hleypa af stokkunum í
Reykjavík á næstunni.
Mér datt svona í hug viö lestur þess-
arar greinar hvort ekki væri sniöugra
að koma af stað námskeiði í upphafi
sambúðar um fyrirbyggjandi aðgerðir
fyrir fólk sem er að byrja sambúð.
Það er staðreynd að upp koma
vandamál sem fólk á í erfiðleikum með
að leysa vegna reynsluleysis. Þarna
kæmu þessi námskeið að góðu haldi og
hægt væri til dæmis að fá fólk til að
vitna sem lent hefur í vandræðum í
sínu hjónabandi og tekist aö leysa úr
þeim. Við sætum ábyggilega uppi með
færri hjónaskilnaði heldur en raunin er
í dag ef fólk vissi fyrirfram hvernig
ættiaðleysa vandamálin.
A þessum námskeiðum væri hægt að
fá uppeldisfræðinga til að gefa góð ráð
um uppeldi barna og hvernig hægt er
að samræma mismunandi uppeldis-
hugmyndir í stað þess að foreldrar fari
að rífast um hvernig best verður að því
staöið. Eg veit um dæmi þess að fólk
hefur endað með því að rífast fyrir
framan barnið um þaö sjálft og svo
endar allt með skilnaöi og þar höfum
við örugglega ranga uppeldisaðferð.
Einnig væri hægt að fá einhverja til
að ráöleggja fólki hvernig best væri að
koma sér saman um hvernig á að eyða
þeim litla afgangi sem það hefur á
milli handanna þegar búiö er að greiða
fyrir alla nauðsynjavöru og þjónustu.
Það mætti áreiðanlega hafa mikið
gagn af svona námskeiðum því þarna
værum við að byrgja brunninn áður en
barniö dytti ofan í hann en ekki eftir á
eins og í tilfellinu meö skilnaöarnám-
skeiðin.
Enginn má þó skilja þaö sem svo að
þessi námskeið séu ekki góöra gjalda
verð úr því fólk er á annað borð búiö aö
ákveða aö skilja. Eg er núna i minni
þriðju sambúö og mín reynsla í
þessum málum er að framtíð sam-
búðarinnar ráðist á þriðja og fjórða ári
en svona námskeið gætu örugglega
hjálpaö fólki.
Fórnarlamb
óveðursins
Fyrirbyggjandiaðgerðir kæmu sér vel.
allt sem því fylgir. Það eru nefnilega
við á litlu bílunum sem gerum það.
Sjáið til, í ófærö um daginn vildi svo
illa til aö ég festi mig í götu sem ekki
var búið að ryðja svo ég varð að ná í
hjálp. Eg kom svo aftur eftir um þaö
bil 3 tíma en þá var bíllinn horfinn.
Eg hélt að enginn myndi nenna að
stela bO sem væri fastur í miðjum
snjóskafli. Svo ég hringdi ekki til lög-
reglunnar til aö tilkynna bílstuld
heldur til að grennslast fyrir um
hvort þeir vissu eitthvað um bílinn.
Þá kom það upp úr kafinu að lög-
. reglan hafði látið flytja bílinn burt af
veginum og hann væri niðri á lög-
reglustöð.
Svo kom ég að ná í bílinn en það
kostaði mig 700 krónur sem
ég þurfti að borga í flutningskostnaö.
Eg borgaði eftir miklar mótbárur
sem voru gagnslausar svo ég fékk
bílinn að lokum. En þaö var ekki nóg.
Eftir 3 vikur fæ ég reikning upp á
rúmar 500 krónur fyrir að leggja
ólöglega og er hann dagsettur sama
dag og ég festi mig. Eg varð aö borga
svo að það kostaöi mig, fátækan
skóladreng, í lokin rúmar 1.200 krón-
ur aö festa bílinn í ófærðinni sem við
Islendingar búum viö.
Gylfi Þór Þórisson, nemi í Fjölb. í
Breiðh., skrifar:
Við Islendingar búum við miklar
vetrarhörkur og oft teppast vegir svo
að ekki er hægt að aka á þeim. Allur
þessi snjór kostar talsvert í sam-
bandi við snjómokstur og salt-
dreifingu á vegum en þaö er allt í
lagi því að ríkið er búið að finna góða
leið til að fjármagna snjómokstur og
Nemi i FB þurfti aðstoð við að losa
bil sinn úr snjó og brá sér frá. Er
hann kom tilbaka varbillinn horfinn.
Afbrotaunglingar
ofvemdaðir
Konahringdi:
Mig langar að koma á framfæri
fyrirspurn til ráðamanna
þjóðarinnar hvort ekkert sé hægt
að refsa afbrotaunglingunum sem
ganga lausir um götur og stræti.
Það viröist ekkert vera hægt aö
gera því þessir afbrotamenn ganga
um algerlega vemdaðir af lögum í
samfélaginu.
Það er til að mynda ekki hægt að
kæra þá, ekki hægt að gera foreldr-
ana ábyrga og þeir geta gert þaö
sem þeim sýnist vitandi þaö að
þeim mun ekki verða refsað.
Eg hef sjálf orðið fyrir aðkasti
þessara unglinga og verandi búinn
að lifa af þá reynslu tel ég réttast
að loka þetta hyski bak við lás og
slá, þetta gengur um.slasar fólk og
brýst inn í ibúðir með því hugarfari
einu að stela og eyðileggja
húsgögn.
Sennilega væri þó besta lausnin
aö krakkarnir væru látnir vinna
sjálfir fyrir því sem þeir skemmdu.