Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Side 17
DVjMANUnAGUR^MABS 1984.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Liverpool
er best
Tómas Tómasson hringdi:
Ekki get ég veriö sammála Henry A.
Henryssyni sem skrifar í lesenda-
dálkinn þann 27. febrúar og segir of
mikiö sýnt frá leikjum Liverpool í
ensku knattspyrnunni. Liverpool er
besta liðið í knattspyrnuheiminum í
dag og kröfur um að sýna í staðinn lið
eins og Arsenal, sem ekkert hefur get-
að síöan 1971, eru í hæsta máta óraun-
sæjar.
Hitt er svo aftur annað mál að það
þýðir lítið að vera að panta hina og
þessa leiki í sjónvarpið því það er svo
lítið undir forráðamönnum stofnunar-
innar komið hvaða leiki þeir fá senda.
En það er skiljanlegt að mest sé um
Liverpool þar sem það er besta liðiö.
Eg vil svo að lokum koma á framfæri
þökkum til íþróttafréttamanna DV
sem eru með stórgóða opnu daglega og
fyrir knattspymusíðuna í helgarblaðinu.
Graham Rix (Arsenal) og Alan
Kennedy ILiverpooli i baráttu um
knöttinn. Tómas Tómasson er ekki
sammála Henry um að of mikið sé
sýnt af leikjum Liverpool.
Áskorun til Samvinnu-
ferða-Landsýnar:
Gefið
stað-
greiðslu-
afslátt
Jón Sigurðsson skrifar:
Hálf fannst mér það snubbótt svarið
sem Samvinnuferöir-Landsýn gaf
einum lesanda við fyrirspurn þann 24.
febrúar síöastliöinn. Fyrirspurnin var
um hvort feröaskrifstofan veitti ekki
fimm prósent staðgreiðsluafslátt á
ferðum sínum. Sagði talsmaður SL að
því hefði verið hætt vegna þess að þessi
möguleiki hefði verið lítið notaður.
Eg minnist þess að á síðasta ári var
þetta auglýst sem ein leið lækkunar á
feröakostnaði og var það vel.
Nú auglýsir ferðaskrifstofan sama
verð og á síðasta ári en með því að af-
nema staðgreiðsluafsláttinn eru ferðimar
í raun réttri að hækka frá síðasta ári fyrir
þá sem á annað borð geta staðgreitt.
Nú eru sumar ferðaskrifstofanna aö
auglýsa 10—20% lækkun á ferðum og
afslátt meö því að ganga í klúbba o.fl.
og þetta er vissulega spor í rétta átt.
Eg hef talsvert gert af því að ferðast
með Samvinnuferðum-Landsýn og
líkað vel sú þjónusta sem ég hef fengið
þar og vil því skora á forráðamenn
fyrirtækisins að taka aftur upp þennan
staðgreiðsluafslátt. Aö lokum væri
gaman aö fá álit lesenda á þessu.
:
Frá sýningu á islenskum þjóðbúningum sem haldin var fyrir nokkru. Bréfritari lofar þetta framtak.
Lofsvert f ramtak
Guðbjörg Hannesdóttir skrifar:
Sýning hjá Islenskum heimilisiðnaöi
og samstarfsnefnd um íslenska þjóð-
búninga, sem haldin er þessa daga, er
lofsvert framtak. Otrúlegt hvað hægt
hefur verið að finna dýrmæta muni og
fallega búninga frá ýmsum tímum.
I ár er 40 ára afmæli lýðveldisins á
Islandi og nú ættu allar konur að taka
sig til og leita uppi á háalofti eða ann-
ars staðar þar sem geymdir eru hlutir
frá liðnum árum og tína saman, því
hægt er að finna ótrúleg verömæti t.d. í
búningasilfri. Síðan hvet ég konur til
að koma sér upp upphlut, peysufötum
eða skautbúningi. Námskeiö eru
haldin til að kenna búningasaum og
mjög falleg efni fást til búningasaums.
Svo er hægt meö smábreytingum að
nota gamla búninginn sem við fundum
í fórum okkar. Hægt er lika að fá
bæklinga um tilsögn á saumi upphluts
og peysufata.
Konur, hugsiö nú alvarlega um þetta
mál og hafið það í huga að kona í fall-
egum þjóðbúningi vekur alls staðar
athygli þar sem hún mætir á mann-
fagnaði.
Brœðraborgarstíg 43
Sími 14879 ««
17
I KVARTANIR
ÁSKRIFENDUR ERU
VINSAMLEGAST BEÐNIR
AÐ HAFA SAMBAND VIÐ
AFGREIÐSLUNA,
EF BLAÐIÐ BERST EKKI.
Við höfum nú opið lengur:
Virka daga kl. 9-21.
Laugardaga kl 9-15.
SIMINN ER 27022
AFGREIÐSLA
Þverholti 11 - Sími 27022 i
sm
hdrið?
Já — nýja
lagningarskúmið
frá L'ORÉAL SRH
og hárgreiðslan
verður leikur einn.