Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Síða 20
20
DV. MANUDAGÚR 5.MAKS 1984.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Bassastöðum (úr landi Úlfarsfells), Mos-
felishreppi, þingl. eign ísafoldar Aðalsteinsdóttur, fer fram á eigninni
sjálfri fimmtudaginn 8. mars 1984 kl. 15.15.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 109., 112. og 114. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Skál, ióð úr Reykjahvolslandi, Mosfelishreppi, þingl. eign
Jóns Steinars Árnasonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka
tslands og Arnar Höskuldssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn
8. mars 1984 kl. 16.00.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 109., 112. og 114. töiublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Grundartanga 9, Mosfellshreppi, þingl. eign Einars Þórs
Þórssonar, fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs og Veðdeildar Lands-
banka ísiands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 8. mars 1984 kl. 16.30.
Sýsiumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 109., 112. og 114. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Víði (spildu úr landi Hrisbrúar), Mosfellshreppi, þmgl. eign
Eygerðar Ingimundardóttur, fer fram eftir kröfu Brunabótafélags
Islands, Veðdeildar Landsbanka Islands og innheimtu rikissjóðs á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 8. mars 1984 kl. 17.00.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið i Lögbbl. á fasteigninni Kirkjuvegi 45, efri bæð
og risi, Keflavík, þingi. eign Þóris Magnússonar, fer fram á eigninni
sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl., Ævars Guðmundssonar hdl.,
Hafsteins Sigurðssonar hrl. og Vilhjálms Þórballssonar hrl. fimmtu-
daginn 8.3.1984 kl. 11.00.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbbl. á fasteigninni Sóltúni 3, neðri hæð, í
Keflavík, þingl. eign Sigurðar Guðjóns Jónssonar, fer fram á eigninni
sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl. og Vilhjálms Þórhallssonar hrl.
fimmtudaginn 8.3.1984 kl. 11.15.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Garðavegi 3, neðri hæð, í Keflavík,
þingl. eign Aðalsteins Aðalsteinssonar, fer fram á eigninni sjálfri að
kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. og Ásgeirs Thoroddsen hdl.
fimmtudaginn 8.3.1984 kl. 11.15.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð
'sem auglýst hefur verið í Lögbbl. á fasteigninni Hafnargötu 24, rishæð,
í Keflavík, þingl. eign Guðrúnar Hauksdóttur, fer fram á eigninni
sjálfri að kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl. fimmtudaginn 8.3.1984 kl.
11.30.
Bæjarfógetinn í Keflavik.
SsffIANTAR m
// EFTimUN Æ
/ HVFRFI: Z®
• SKIPHOLT
• KLEPPSHOLT
• HRAUNBÆ
HAFH) SAMBAMO VIÐ AFGRBOSIUNA OG SKRIFID YKKUR A BffiUSi A.
AFGREIÐSLA fc SÍMI27022
Cp|fficca
VEL HUGSAÐ UM ALDRAÐA
Snemma í haust fór ég með
Heiðdísi Gunnarsdóttur, skrifstofu-
stúlku hjá Selfossbæ, að skoða hin
nýju hús í Heiðmörk 3 Selfossi, sem
eru leigð eldri borgurum og var flutt
í þau 28. maí sl. Við hittum Guðrúnu
Guðbrandsdóttur, 75 ára, sem bauö
okkur Heiðdisi inn í íbúð sína og þar
drukkum við besta kaffi sem við
höfum smakkað. Já, eldri konur
kunna alltaf að búa til gott kaffi þrátt
fyrir að þær séu hættar að brenna
baunimar sjálfar. Guðrún gat þess
að sér fyndist hún aldrei geta
smakkað eins gott kaffi síðan hún
hætti að brenna sjálf en einræðiö er
orðið svo mikið í okkar verslunar-
háttum að enginn fær keyptar
baunir.
Ibúð einstaklings er 42 fermetrar
og hjónaíbúðir eru 54 fermetrar. Þær
voru sammála því, Heiðdís og
Guðrún, að það þyrftu að vera fleiri
einstaklingsibúðir. Það eru 4
einstaklingsíbúöir og 4 hjónaíbúðir í
húsi en Guðrún sagði okkur að það
væru bara ein hjón núna í Grænu-
mörk 3. Guörún sagði jafnframt að
hjón gætu verið lengur í sinni íbúð en
einhleypingar, sérstaklega ef íbúð
þeirra væri á jarðhæð því stigar
væru hættulegir fyrir eldra fólk.
Guðrún lét mjög vel af íbúð sinni og
dásamaði hve samkomulagið væri
gott og hver íbúð væri út af fyrir sig
og ef menn vildu spila og skemmta
sér færu þeir í dagstofuna og þar
væri oft mjög fjörugt. Eldhús er í
öllum íbúðunum. Þar er öllu mjög
vel fyrir komið og Guðrún sagði jafn-
framt að ef fólkið vildi halda veislu
og upp á afmæli væri drukkiö í dag-
stofunni. Guðrún sagði að lokum að
okkur eldri borgurum heföi fæstum
dottið það í hug hér áöur fyrr að þaö
yrði gert eins mikið fyrir eldri
borgarana og gert er í dag og hún
ályktaði að hvergi væri gert eins
mikiö fyrir þá eins og í Selfossbæ.
Fólkinu væri ekki smalað saman í
2—4 fermetra herbergiskytrum eins
og á Grund og víða á öðrum elli-
heimilum.
Við eldri borgararnir á Selfossi
fórum í ferö síðastliðið haust og
komum víöa við á Reykjanesi. A
einum stað komum við við á elli-
heimili sem var byggt sem verbúðir
fyrir nokkrum árum en útgerðar-
menn seldu hreppnum það og var
útbúið þar elliheimili. Herbergin eru
það stór að einn maöur getur haft
mikið af sinum húsgögnum þar inni.
Þarna var besta veður og sátu
margir fyrir utan heimilið, heilsaði
ég þeim öllum og spurði þá hvernig
þeim líkaöi þama. Þá svaraði einn
eldri borgari á tíræðisaldri: „Það er
ekki annað hægt en aö kunna vel við
sig því hér fær maður nóg að boröa
og umhugsunin góð á öllum sviðum.
En þar fyrir væru sumir óánægöir,
en guð hjálp þeim mönnum, því áður
fyrr þegar ég var ungur var verið að
koma eldra fólkinu fyrir á miður
góðum heimilum, eða þar sem
minnst var tekiö fyrir það og leið
fólki þar misjafnlega vel. ”
-Regína/Selfossi.
Samstarf við alþjóðastofn-
un á sviði heilbrigðismála
Frá undirritun samningsins i Kaupmannahöfn. Matthias Bjarnason heil-
brigðismáiaráðhena og dr. Leo A. Kaprio, framkvæmdastjóri svæðisskrif-
stofu WHO i Evrópu, sitjandi. Að baki þeim eru Almar Grímsson, annar frá
vinstri, og við hlið hans er Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri.
Heilbrigöismálaráöherra undirritaði
fyrir nokkru samning í Kaupmanna-
höfn við Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unina (WHO) um samstarf er miði að
því að draga úr tíðni langvinnra sjúk-
dóma svo sem hjarta- og æöasjúk-
dóma, krabbameins, sykursýki,
geðrænna kvillaog slysa.Áhættuþættir
slíkra sjúkdóma eru oft hinir sömu og
forvamir hafa því víðtæk áhrif.
I ávarpi sem Matthías Bjamason
heilbrigðis- og tryggingaráðherra
flutti við undirritun samningsins lýsti
hann því yfir að á Islandi væri nú
ákveðin stefna aðefla heilsuvernd og
forvarnir og greiningu sjúkdóma á
frumstigi með það markmið í huga að
lækka kostnaö sjúkrahúsþjónustu.
Ráðherra lýsti því yfir að Island
væri reiðubúiö að vinna náið með
öðrum þjóðum og alþjóðastofnunum til
að ná markmiðum í heilbrigöismálum.
Island var kjörið til að tilnefna
fulltrúa í framkvæmdastjórn WHO
1983 til 1986 sem er Almar Grímsson,
deildarstjóri í heilbrigðismálaráðu-
neytinu.
Fyrstu aðgerðir vegna samnings
þessa hér á landi verða stofnun sam-
starfshóps til að stjórna verkefninu og
ráðning sérstaks framkvæmdastjóra.
Hefur ríkisstjómin heimilað að læknir
verði ráðinn í það starf næstu árin. Má
vænta aö stjórnamefnd verkefnisins
verði skipuö á næstunni en verkefnið
hefur þegar veriö kynnt viðkomandi
aðilum.
Hannes Jónsson, sendiherra ís-
lands i Bonn, og kona hans, Karen
Hjálmarsdóttir, fá sér á diskinn i
þorrablóti sem þau héldu fyrir ís-
lendinga i Bonn og nágrenni.
Það var glatt á hjalla íþorrablótinu og að vanda tóku menn hraustlega lag-
ið við undirleik Hjálms Sighvatssonar.
KÁTUR SENDI-ÞORRI
Frá Hans Sætran, fréttaritara DV í
Þýskalandi:
Þaö var glatt á hjalla þegar sendi-
herrahjónin í Bonn í Þýskalandi, þau
Hannes Jónsson og Karen Hjálmars-
dóttir, buðu íslendingum til þorrablóts
þann ll.febr.sl.
Um 50 manns mættu á staðinn og
áttu góða kvöldstund í fjörlegum
félagsskap að ógleymdu ljúffengu lost-
ætinu sem fáir, utan frónskir, kunna
svo vel aö meta.
Hannes sendiherra bauð gesti vel-
komna og kvaöst vænta góðs sam-
bands og tengsla við Islendinga í
Þýskalandi í framtíöinni.
Hannes hefur reyndar áður starfað
við sendiráðið í Bonn þvi á árunum
1955—1957 var hann þar sendiráðs-
ritari og átti m.a. duglegan þátt í
uppbyggingu embættisbústaðarins á
þeimtima.
Á staðnum sannaðist að maöur er
manns gaman enda ekki svo oft að
dreifðir landar safnist saman og fyrr
en varði var sönggleðin á fullu þegar
Hjálmur Sighvatsson tók lipra fingra-
spretti á nótnabretti píanós staðarins
og sló strengi ættjarðarsönglaganna.