Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Blaðsíða 22
íþróttir (þróttir 22 DVÍ'litóítjÍ'bÁGttós: íiiitó 1984? íþrótt (þróttir Nýjustu f réttir af mútumálinu í Belgíu: Ásgeir Sigurvinsson. Þegar leikmenn Standard Liege komu á æfingu kl. 10 sl. föstudags- morgun tók lögreglan á móti þeim og þeir voru allir meö tölu færöir til yfir- heyrslu í Brussel. Sú yfirheyrsla stóð í sjö klukkustundir. Þar viöurkenndu þeir aö hafa vitað um aö leikmenn Waterschei heföu fengið bónus- greiðslur þeirra. Það er ljóst aö leikmenn Standard Eric Gerets — fyrrum fyrirliði Standard Liege, sést hér hampa bikarnum í Belgíu þegar Standard varð bikar- meistari 1971. Hann mun ekki handleika slíka gripi oftar. AC Mílanó vill losa sig við Eric Gerets — sem á yfir höfði sér lífstíðarbann í Belgíu Dómarinn fékk morð- hótun... Forseti Standard er flúinn til Frakklands! —og þjálfarinn farinn til Sviss. Leikmenn Standard Liege í sjö tíma yf irheyrslu Frá Kristjáni Bernburg — fréttamanni DV í Belgíu: — Standard Liege, eitt frægasta félagslið Belgíu, er nú algjörlega í sárum eftir að mútumálið kom upp. Roger Petit, forseti félagsins og aðaleigandi, sem sagði starfi sínu lausu fyrir helgina, er farinn til Frakklands og Reymond Goethals, þjálfari félagsins og fyrrum landsiiðsþjálfari, er farinn til Sviss. og Waterschei, sem tóku þátt í málinu á sínum tíma, eiga yfir höföi sér fjársektir og jafnvel leikbönn vegna þáttar síns í málinu. Þaö mun koma í ljós nú næstu daga. -KB/-SOS. Reymond Goethals — þjálfari Standard Liege, er nú flúinn til Sviss. Leikmenn Standard í yfírheyrslu Petit á hús í Frakklandi — þangað fór hann til aö jafna sig eftir áfallið sem hann hefur orðið fyrir en hann og Goethals báðu Eric Gerets, fyrrum fyrirliða Standard, að bjóða leikmönnum Waterschei peninga fyrir að tapa gegn Standard 1982. • „Eg var eingöngu sendisveinn þeirra. Goethals bað mig í fimm daga aö ræöa við Ronald Janssen. Eg neitaði fyrst en á fimmta degi gaf ég eftir og fór til Janssen sem bjó í sama þorpi og ég átti heima í,” sagði Gerets. Gerets sagði að það heföi aðeins veriö tilviljun að hann var notaður í þetta hlutverk. Ef einhver annar leikmaður en ég hefði átt heima rétt hjá Janssen hefði hann lent í þessu. Ásgeir yrði tekinn til yf ir- heyrslu — ef hann kæmi inn fyrir landamæri Belgíu Frá Kristjáni Bemburg — frétta- manni DV í Belgíu: — Blöð hér í Belgíu segja að allt bókhald Standard Liege undanfar- in ár verði tekið til gaumgæfilegrar skoðunar af skattaiögreglunni í Belgíu. Blöðin segja að það sé eins gott fyrir fyrrum leikmenn Stand- ard Liege að fara að gæta sín — og þeim lcikmönnum sem hafa leiklð með féiaginu og eru nú erlendis er ráðlagt að koma ekki inn fyrir landamæri Belgíu á næstunni. Þelr yrðu þá strax teknir til yfirheyrslu. Nokkur nöfn ielkmanna eru talin upp og i þeim hópl eru nöfn Ásgelrs Sigurvlnssonar, sem Standard Liege seldi til Bayera Munchen, og Ralf Edström, sem félagið seldi til Monaco í Frakklandi. -sos Frá Kristjáni Beraburg — frétta- manniDVíBelgíu: — Allt bendir til að knattspyrau- ferill Eric Gerets, fyrirliða belg- íska iandsliðsins, sé á enda. Þessi snjalli leikmaður, sem lék með Standard Liege en leikur nú með AC Mílanó, er nú niðurbrotinn maður eftir mútumálið sem komið er fram í dagsljósið hér í Belgíu. Gerets var sendimaður Roger Petit, forseta Standard, og þjálfar- ans Reymond Goethals, sem báðu hann að fara og bjóða Ieikmönnum Waterschei peninga fyrir að tapa leik gegn Standard Liege. Forráðamenn AC Mílanó vinna nú að því að rifta samningnum við Gerets. Félagið lenti í miklu mútu- Lárus fer fyrir rétt — íBrusselá morgun Frá Kristjáni Beraburg — frétta- manniDVíBelgíu: — Lárus Guðmundsson og félagar hans hjá Waterschei, sem léku hinn afdrifaríka leik gegn Standard Liege 1982, þegar lelkmenn Waterschei þáðu mútur, koma fyrlr rétt á morg- un (þriðjudag) í Brussel. Þá fara fram yfirheyrsiur yfir þeim vegna mútumálslns. máli á Italíu fyrir nokkrum árum og var þá dæmt niður í 2. deild. For- seti félagsins sagði um helgina að hann vildi að menn væru réttu megin við línuna — taki ekki þátt í ólöglegu athæfi eins og Gerets. Þjálfari AC Mílanó vill halda í fyrirliða belgíska landsliðsins en forráðamenn féiagsins hafa til- kynnt að Gerets leiki ekki framar með aðalliðinu. Frá Kristjáni Beraburg — frétta- manni DV í Belgíu: — Erast Kunnecke, fyrrum þjálf- ari Waterschei, vissi ekki um greiðslur þær sem leikmenn hans fengu fyrir leikinn gegn Standard Liege. — Það er hreint ótrúlegt að leikmenn minir hafi getað tekið við peningum rétt við nefið á mér án þess að ég vissi um það, sagði Kunnecke í viðtali í blaði hér um Hvert fer Gerets ef hann fær ekki að leika á Italíu? Ekki til Belgíu, þar sem hann á lífstíöarleikþann yfir höfði sér. Allt bendir því til að keppnisferli Gerets sé lokið, en Gerets er 29 ára gamall. • „Ef Goethals segir sannleik- ann hef ég trú á að refsing mín verði ekki eins þung. Eg féll í þá gryfju að láta aðra nota mig,” sagði Gerets. -KB/-SOS. helgina. Kunnecke sagðist ekki hafa getað gert sér grein fyrir að leikmenn sínir léku ekki á fullu. — Eg gerði mér ljóst að margir þeirra myndu ekki taka mikla áhættu þar sem við áttum að leika úrslitaleikinn í bikarkeppn- inginni á Heysel helgina eftir. Þaö er draumur allra leikmanna aö leika á Heysel, sagði Kunnecke. — Það voru tveir leikmenn sem Frá Kristjáni Bernburg — fréttamanni DV í Belgíu: — Dómari sá sem stjórnar rannsókn mútumálsins í Belgíu fékk í gær senda morðhótun frá einum stuðningsmanna Stand- ard Liege. öflugur lögreglu- vörður er nú um heimili dómarans. lögðu sig alla fram í þessum leik og léku eins og þeir voru vanir. Það var Islendingurinn Lárus Guðmundsson og markvörðurinn Klaus Pudelko. — Eg tók Lárus út af vegna þess að ég vildi hvíla hann fyrir bikarúrshta- leikinn, vildi ekki hætta á að hann meiddist í leiknum gegn Standard Liege, sagði Kunnecke. -KB/-SOS. íþróttir íþrótt íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.