Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Blaðsíða 23
DV. MANUDAGUR 5. MARS1984. 23 Iþróttir Iþróttir íþróttir jlþróttir Hvar eru 260 þús. frankar? Mútaði Standard Liege einnig dómara leiksins gegn Waterschei? Frá Kristjáni Bemburg — frétta- manni DV í Belgíu: — Hvað varð af 260 þús. belgísk- um frönkum? Þetta er spuraing sem brennur nú á vörum þeirra manna sem rannsaka mútumálið i Belgíu. Leikmenn Standard Liege voru tekn- ir til yfirbeyrslu á föstudaginn og eft- ir þær yfirheyrslur kom í ljós að upp- hæð sú sem um var að ræða í sam- bandi við mútur til leikmanna Waterschei var 680 þúsund frankar en ekki 420 þúsund eins og talið var í fyrstu. Það er vitað að leikmenn Water- schei skiptu milli sín 420 þús. frönk- um. Hvert fóru þá 260 þús. frankar? Fóru þeir peningar til dómara leiksins, til Eric Gerets eða til þjálf- arans, Reymond Goethals, sem bað Gerets að ræða viö Ronald Jenssen hjá Waterschei. Nú er verið að rannsaka hvar þess- ir peningar eru. Margir eru á því að Standard Liege hafi einnig mútað dómara leiksins. Það hefur komið fram á sjónvarpsmynd frá leik Standard og Waterschei að dómar- inn var „heimadómari” eins og það er oft kallað þegar dómarar dæma leikmönnum heimaliösins i hag. Þaö kom fram á myndinni að í upphafi leiksins hefði einn leikmaður Stand- ard brotiö gróflega á Islendingnum Lárusi Guðmundssyni inni í vítateig Standard án þess að dómarinn sæi ástæðu til að lyfta flautunni. Menn eru sammála um að þarna hafi verið um vítaspyrnu aö ræða. Hvers vegna lokaði dómarinn augunum fyrir þessu broti? Fékk hann peninga frá Standard eins og leikmenn Water- schei? Svar við þessum spurningum fæst nú í vikunni en þá verður dómari leiksins kallaður fyrir og yfirheyrð- ur. -KB/-SOS Hver verða örlög Standard Liege? Verður félagið sent niður Í2. deild eða látið borga háar sektir? Frá Kristjáni Bernburg — frétta- manni DV í Belgíu: — Hver verða örlög Standard Liege og Waterschel? Verða félögta dæmd niður í 2. deild eða verða þau dæmd i sektir og leik- menn liöanna sem tóku þátt í mútu- málinu? Allt bendir til að Standard Liege veröi sent niður i 2. deild. Einnig hefur verið rætt um að þar sem svo langt sé síðan atvikið átti sér stað sé ekki rétt að dæma félagið niður i 2. deild. Rætt hefur verið um að 10% af öllum tekjum Standard Liege í eitt ár renni til belgíska knattspyrnusambandsins. Einnig hefur verið rætt um að, það sé þungur dómur að dæma Waterschei niður í 2. deild þar sem forráðamenn félagsins hafi ekki vitað um múturnar — ef félagiö yrði dæmt niöur í 2. deild væri verið að refsa þvi fyrir gerðir leikmanna þess. Mönnum finnst það ekki rétt- mætt. Ljóst er að leikmenn Water- schei, sem tóku þátt í leiknum gegn Standard Liege, veröi dæmdir í keppnisbann og dæmdir til að greiða sektir. Leikmenn Waterschei eiga að koma fyrir dómstóla nú í vikunni til yfirheyrslu vegna málsins. -sos. Láras Guðmundsson — sést hér i leik með Waterschei. íþróttir íþróttir ítalir mörðu sigur — yfir Tyrkjum 2:1 ílstanbul Paolo Rossi—var lélegur. Heimsmeistarar ftaliu náðu að merja sigur 2—1 yfir Tyrkjum í vin- áttulandsleik í knattspyrnu sem fór fram i Istanbul á laugardaginn. Enzo Bearzot, þjálfari ítalíu, tefldi fram sex lelkmönnum sem unnu heimsmeist- aratitilinn á Spáni og tveir þeirra skor- uðu mörk italíu, en liðið lék ekki sóknarknattspyrau sem hægt væri að hrópa húrra fyrir. Italir fengu óskabyrjun þegar Sandro Altobelli skoraði með föstum skaila — eftir aðeins tvær mínútur. Það var svo bakvörðurinn Antonio Cabrini sem skoraði 2—0 á 19. mín. eft- ir sendingu frá Bruno Conti. Tyrkir náöu síðan að rjúfa varnarmúr Itala á 70. mín. — þá skoraöi Ilyas við mikinn fögnuð þeirra 40.315 áhorfenda sem sáu leikinn sem þótti slakur. Það bar lítið á Paolo Rossi í leiknum. Hannvartekinnútaf. -SOS Olyrrqpla compact Rafeindaritvél í takt við tímann Hraði, nákvœmni og ýtrasta nýtni á skrifstofurými. Vél fyrir þá sem gera kröfur um afköst og hagkvœmni ekki síður en heilsusamlegan og hljóðlátan vinnustað. Prenthjólið skilar áferðarfallegri og hreinni skrift. Leiðréttingarminnið hefur 46 stafi. Pappirsfœrslu og dálkasetningu er stjómað án pess að fœra hendur af lyklaborði. Endurstaðsetning, leturþétting og ýmsar leturgerðir. KJARAINI ÁRMÚLI 22 - REYKJAVÍK - SlMI 83022 Jjggja Öll helstu bókaforlög landsins Bóka^ pakkar á hagstæðu verði Notið tækifærið... VISA og ©% EUROCARD Opið frá kl. 9—20 í kvöld. Markaðshús Bókhlöðunnar Fjöldi bóka í síðasta skipti á hagstæðu verði ársins 1984 29. febr.—11. marz MAGN AFSLÁTTUR Auka 5% ef verslað er fyrir meira en kr. 1.000.— Auka10% ef verslað er fyrir meira en 3.000.— Nú er hægt að gera góð kaup og finna marga fáséða bókina á lágu verði! Laugavegi 39 j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.