Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Síða 27
DV. MANUDAGUR 5. MARS1984. 27 íþróttir íþróttir íþróttir j Iþróttir Áhugamennimir stóðu í Bayem Leik Bremen og Stuttgart frestað Frá Hilmari Oddssyni, fréttaritara DV íÞýskalandi: Aöeins tveir leikir voru háöir um helgina í þýsku knattspymunni. Þeir voru báöir í bikarnum en fresta varð hinum leikjunum tveimur í undanúr- slitunum vegna snjókomu, þar á meðal leik Stuttgart gegn Werder Bremen sem margir höföu beöið eftir. Hannover 96, sem stendur illa að vígi í 2. deild, er í 16. sæti, fékk Borussia Mönchengladbach í heimsókn og 63 þúsund áhorfendur uröu vitni aö sigri Bundesliguliösins. Þaö var Rahn sem skoraöi sigurmarkiö á 67. mínútu úr þvögu. Uppselt var á leikinn og uröu margir áhorfendur frá aö hverfa. Áhugamannaliðið FC Bocholt, sem af mörgum er talið besta áhuga- mannalið Þýskalands, veitti snilling- unum í Bayem mikla mótspyrnu og áttu atvinnumennirnir í hinu mesta bash í leiknum. Bayem fékk óskabyrj- un þegar Dremmler gaf fyrir markið á 1. mín. leiksins á Dieter Höness sem hreinlega gekk á knöttinn og af maga hans fór hann yfir marklínuna. Ekki gott að segja hvernig leikurinn heföi endað ef leikmenn Bayem heföu ekki skorað svo snemma. Og það átti ekki af leikmönnum Bocholt að ganga. Rétt fyrir leikhlé tókst Naehtweih að skora annaö mark fyrir Bayern og staðan í leikhléi því 2—0 Bayern í vil. Bocholt náði aöeins að rétta sinn hlut á fyrstu mínútu síöari hálfleiks og það var Tönnies sem skoraöi fyrir Bocholt. Áhugamennirnir fengu fleiri tækifæri til að skora í leiknum en létu þau úr greipum ganga. Ahorfendur voru átján þúsund og er það verulegur hluti íbúa bæjarins Bocholt. -SK Karl-Heinz Rummenigge — liöi Bayem og landsliðs V-l lands. Fer hann frá Bayera? Beckenbauer skorar á Karl- Heinz Rummenigge Frá Hilmari Oddssyni, fréttaritara DVíÞýskalandi: Mikiö hefur veriö rætt um hugs- anlega sölu Bayern Miinchen á kappanum fræga Karl Heinz Rummenigge í blööum og öörum fjölmiöium hér undanfariö. Vitað er að ítalska liðiö Florentina hefur boðiö Rummenigge svimandi upphæðir. Á laugardag var viðtal við hinn fræga Franz Beckenbauer í einu blaðanna hér og þar skoraði hann opinberlega á Rummenigge að taka tilboði Florentina sem hljóðar — að taka tilboði frá italska liðinu Florentina upp á 2 milljónir marka. Becken- bauer sagði að það væri ekkert vit í því fyrir Rummenigge að neita þessu boði. „Þetta er tækifæri sem Rummenigge fær ekki aftur á ferli sínum. Eg skora á hann að taka þessu tilboöi,” sagði Beckenbauer. -SK V-Þjóðverjar dauðhræddir Frá Hilmari Oddssyni, fréttaritara DV íÞýskalandi: Eins og menn muna eflaust eftir braut hinn kunni markvörður, Tony Schumacher, illa á Frakkanum Batti- ston í undanúrslitaleik Frakka og Þjóðverja í síðustu heimsmeistara- keppni i knattspyrnu. Brotnuöu tennur í Battiston og hann fékk einnig heila- hristing. Þjóðverjar óttast nú mjög aö til ein- hverra vandræða muni koma þegar Þjóðverjar leika í Evrópukeppninni í Frakklandi í sumar. Frakkar hafa nefnilega ekki gleymt þessu fólskubroti Schumachers og eru Þjóð- verjar hræddir um aö Frakkar hyggi á hefndir og þá einkum og sér í lagi ef Schinnacher stendur í þýska markinu sem þykir mjög líklegt. -SK Schumacher fékk bréf — f rá form. þýska knattspyrnusambandsins þar sem stóð að hann væri sá besti og hafa báðir sagt að um einstæðan grínviðburð sé að ræða. -SK Diisseldorf Atli Eövaldsson og Pétur Ormslev léku með Fortuna Diisseldorf í Soul í S- Kóreu á laugardaginn. Diisseldorf tapaði gegn landsliði S-Kóreu 0—2. Þaö voru Lee Kil-Young (52. mín.) og Kim Jong-Bu (84. min.) sem skoruðu mörk heimamanna. -SOS, íþróttir íþróttir tapaði í S-Kóreu Frá Hilmari Oddssyni, fréttaritara DV iÞýskalandi: Stólpagrin er nú gert aö bréfi nokkru sem hinn heimsfrægi markvörður Tony Schumacher fékk frá Neuberger, formanni þýska knattspyrausam- bandsins, í síðustu viku. Neuberger hafði heyrt það á skot- spónum að Schumacher hefði af því þungar áhyggjur að hann væri ekki besti markvörður Þjóðverja, ekki markvörður númer eitt. Bréf það sem Neuberger ritaði Schumacher og í stóð að hann væri sá besti í Þýskalandi í dag yrði það í nánustu framtíð, er sagt hafa lagað sálarástand þessa kunna markvaröar og er mikið grín gert að þessu bréfi. Hinir kimnu þjálfarar Udo Lattek og Benthaus hafa báðir hæðst aö þessum bréfaskriftum formannsins Tony Schumachcr — markvörður- inn snjalli. ÞVOTTAVEL 14,730, (leyftverð 16.734,-) SPARI 3 við kaup á þessum !Kjarasamninflar 1/3 verðs greiðist við móttöku. Afgangur greiðist á 6-8 mánuðum. ZEROWATT eru hagkvæmar - úrvalsvélar, og umfram allt - mjög ódýrar 12.250,- (leyftverð 14.080,-) IBANDSINS ÁRMÚIA 3 SÍMAR 38900 - 30903

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.