Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Blaðsíða 30
30
DV. MANUÐAGUROaMABS.1984.,,,T
/ þessu húsi sem Magnús smiðaði i sumar er svepparæktin. Húsið er gluggalaust og mjög vel einangrað
enda þarfað ná inni iþvi 60 stiga hita.
SVEPPARÆKT ER
EKKERTGRÍN
Þar sem svepparækt er stunduð i mjög stórum stil eru ekki notaðir plast-
pokar, heldur hillur. Magnús lætur sér pokana nægja ennþá og hér er hann
að úða. Það er sko alls ekki sama hvernig er úðað, nákvæmnin verður að
vera þar eins og i öðru i sambandi við svepparæktunina.
Flestir halda líklega aö þaö sé auö-
velt að rækta sveppi, þeir vaxa jú villt-
ir úti um allt. En Magnús Sigursteins-
son í Ölafsfirði komst að ööru þegar
hann byrjaði á svepparækt sinni. Upp-
skeran brást hvað eftir annað en ekki
gafst hann upp og nú boröa marglr
Norðlendingar sveppi sem framleiddir
eru í Úlafsfirðl.
Svepparæktin er aðallega í litlu húsi
sem Magnús kom sér upp síðastliðið
sumar. Þar eyðir hann miklum tíma
við ræktunina og nýtur góðrar hjálpar
eiginkonunnar, Kristjönu Sigurjóns-
dóttur, og barna. DV átti spjall við
Magnús þarna inni á milli sveppapok-
anna.
Það eru svona tvö ár síðan ég byrjaði
að fikta við þetta. Eg útvegaði mér
kornhálm en þetta er ræktað í honum
og hrossaskit. Undir Eyjafjöllum er
ræktaö korn og þegar búið er að
þreskja það eru stönglarnir eftir.
Hálminum og hrossaskítnum er
blandaö saman og látið gerjast. Síðan
eru ýmis næringarefni sett í. Ur þessu
efni sem maður býr til taka sveppirnir
næringu sína, annars staöar geta þeir
hvergi fengiö hana.
Þennan fyrsta haug minn blandaöi
ég sem sagt fyrir tveimur árum en
fékk enga uppskeru. Astæðan var sú að
ég hafði ekki tök á að gera hauginn rétt
sem stafaði af þekkingarleysi. Þegar
ég fór af stað var ég búinn að lesa mér
tU um þetta eins og hægt var. Það var
lítið tU á Islandi svo ég náði mér í bók
frá Svíþjóð. Eftir það geri ég annan
haug en allt fer á sömu leið, ég fékk
enga uppskeru. Eg ákvað að prófa
aftur og varð mér úti um meiri hálm.
Gróin þarf ég að fá frá útlöndum, í
þessum tUfeUum voru þau frá Svíþjóö.
Og það fer enn eins með þennan þriðja
haug. Eg var búinn að þræia mér út við
þetta og leggja í heilmikinn kostnaö.
Það var mikið búiö að hugsa um hvað
væri aö, allt í einu datt ég ofan á raun-
verulega iausn og gat leiðrétt þaö sem
að var.
Það sem í rauninni geröist var það
að sveppimir köfnuðu hjá mér, súr-
efnið sem þeir fengu var ekki nóg og
vatnsmagnið í haugnum ekki heldur.
Það þarf að vera mjög nákvæmt.
önnur ástæða var aö gróin sem ég fékk
voru orðin það gömul að þau þurftu
fullkomin skilyrði.
Eg átti þama hálm í f jórðu lögunina
og dreif í aö gera hana. Hún var ívið
stærri en sú síðasta og þá pantaði ég
gróin frá Bretlandi. Sem betur fer átti
ég líka gró frá Svíþjóð þvi þegar ég
ætlaði aö fara aö sá á tUteknum degi
fannst ekki neitt, gróin áttu þá að vera
komin fyrir viku. Eg sáöi þessum
sænsku gróum sem ég hélt að væru
mjög léleg en fékk samt uppskeru úr
því. Þarnæsta uppskera varö svo bara
nokkuð góð en þá var ég kominn með
breskugróin.
Gróin þurfa alltaf að koma utan-
lands frá og ég þarf að vita fyrirfram
hvenær ég ætla aö sá. Það tekur
nokkra daga að fá þetta og gróin em
vara sem geymist ekkert. Þau er hægt
að fá í bæði þurm formi og röku. Þessi
þurru geymast nokkuð vel en gefa
lélega uppskeru.
í svepparækt
má hvergi slaka á
Næsta lögun hjá mér varö dálitiö
stærri en hinar, á minn mælikvarða
stór haugur. Eg var með 109 poka, að
vísu var minna í þeim en þessum sem
nú eru hér inni. Gróin komu frá Svíþjóð
en það tókst ekki betur til en svo að þau
stoppuðust á Tollstofunni fyrir sunnan
í fjóra eöa fimm daga og komu
skemmd. Sennilega hafa þau verið í
hita. Afleiöingarnar voru þær að ég
fékk enga uppskeru.
Þessi lögun núna er svo næst og ég
fékk mjög góð gró frá Danmörku.
Aðferðin er líka orðin önnur hjá mér en
áöur. Annars fer þetta þannig fram að
þegar búið er að gera þennan rotmassa
úr hálminum, hrossaskítnum og
áburðinum, hleður maður haugnum
upp. Siöan líða nokkrir dagar og þetta
hitnar mikið. Þá er allt rifið sundur
aftur og hlaöið upp að nýju en vatni
bætt í eftir þörf um. Þetta er endurtekið
f jórum til fimm sinnum eftir ástandi
massans. Eftir þetta er hann fluttur í
húsið og kyntur upp í 60°C. Því hita-
stigi er haldiö nokkra daga og svo kælt
niður í 24—25 gráður. Þegar því er náð
fer sáningin fram og þá verða gróin að
vera á staðnum.
Það er sagt að svepparæktin sé hálf-
gert hernaðarleyndarmál en ætii
leyndarmálið sé nú bara ekki það, að
hvergi má slaka á? Þetta eru ótal
atriði og ekkert þeirra má klikka á
neinn hátt, þá er allt ónýtt.
Það er þrælavinna að umtuma
rotmassanum, hrista hann sundur strá
fyrir strá og hlaða upp að nýju. Síðan
er heilmikil moldarvinna, það þarf að
vinna moldina, mylja hana og blanda
saman ýmsum efnum, kalki, sandi og
mó til dæmis. Hluta af þessari mold
gróf ég frammi í sveit en fékk lika
Magnús er bifvélavirki og svepparæktin er ennþá litið meira en timafrekt
tómstundagaman. Hann sagði að allir byrjunarerfiðleikarnir hefðu bara
hert sig i þvi að ná tökum á ræktuninni. fílú er farið að selja afrakstur
erfiðisins i búðum og veitingahúsum á Norðuríandi.
DV-myndir JBH.
mold frá Finnlandi gegnum Sölufélag
garðyrkjumanna. Þetta er finnskur
mór, hann er lausari og loftmeiri en
moldin sem maður finnur hérna.
Sveppirnir vaxa í hrinum
Það sem hér er í húsinu er í því
ástandi að það er verið aö rækta faliö
eða ræturnar. Þegar búið er að sá
byrja gróin að vaxa og verða eins og
þræðir um allan massann. Þetta tekur
tvær til þrjár vikur, þá er hulið með
moldarlagi og eftir vissan tíma er hita-
og rakastigi breytt. Sveppirnir byrja
þá að sýna sig og koma bókstaflega í
haugum upp úr þessu, þaö er meö
ólikindum hvað þeir vaxa hratt. Og ef
allt er eðlilegt og ég fengi eins mikla
uppskeru og þeir fá best erlendis eiga
þetta að vera um 10—12 kíló á tveimur
mánuðum frá þvi að sveppirnir byrja
aðkoma.
Hitastigið héma inni er svona 18
gráöur og í pokunum 27 gráður vegna
þess að ennþá er rotnun í þeim. Þegar
maður er búinn að rækta þetta er hita-
stiginu breytt niður í 15—16 gráður.
Sveppirnir vaxa í hrinum. Fyrst
verður moldin krökk af sveppum og ég
týni þá alla. Þá kemur aftur og þaö
líður svona vika til 10 dagar milli hrin-
anna. Eftir því sem liður lengra á
ræktunina koma færri sveppir í hrin-
unum. Maður hendir þessu þegar
vöxturinn er orðinn svo lítill að það
borgar sig ekki að eyða tíma í að tína
og halda húsinu fyrir ræktunina.
Þennan massa get ég ekki notað
aftur og þarf að koma honum helst sem
lengst frá rætkunarstaðnum. Þegar
sveppirnir hætta að vaxa er komin
eitrun í efnið ög ný ræktun má ekki
komast í snertingu viö þaö.
Kostnaður við hitun er dálítill og eins
við gerilsneyðinguna. Húsinu þarf aö
halda 60 stiga heitu í aö minnsta kosti
vikutima. Og meðan maður er að
rækta sveppina þarf góða loftræstingu
og mikinn hita.
Sótti hrossaskítinn
á vélsleða
Hér í Olafsfirði er svolítið erfið
aðstaða, meðal annars vegna snjóa.
Allir aðdrættir eru erfiðir, þennan
haug gerði ég til dæmis á sveitabæ
héma framfrá og hrossaskítinn náði ég
í hinum megin við fjörðinn og dró
hingaö á vélsleða. Þaö er því mikið
bras við þetta, sérstaklega meðan ég
er ekki búinn að koma mér upp betri
aðstöðu. Það þarf vinnuaðstöðu fyrir
moldarvinnu og rotmassagerðina. Yfir
því þarf að vera eitthvert skýli því ekki
má vera rigning eða sterkur vindur
sem næðir í gegnum þetta. Einnig þarf
náttúrlega geymslu fyrir hálminn því
hann þarf að fá að hausti til fyrir allt
árið. Síöan þarf ræktunarpláss og
vinnuaðstöðu fyrir sveppina á eftir og
geymslu meö kæli. Þetta kallar því á
þó nokkum húsakost.
Eiginlega væri nauðsynlegt að hafa
þrjárlaganir ígangiíeinu.Egermeð
þennan klefa hér sem var komið upp
síðastliðið sumar, svo hef ég flutt
pokana heim í bílskúrinn meðan ég er
aö koma næstu lögun í gang, til þess aö
framleiðslan detti ekki alveg niður.
Meiningin hjá mér er að koma upp
þremur klef um í sumar og haf a jafnvel
þennan hér ekki fyrir annað en geril-
sneyöingu.
Sveppir verða að vera nýir
Eg er bjartsýnn á aö ég hefði laun út
úr þessu ef ég stækkaði við mig og
fengi þrjá klefa. Framleiðslan mætti
ekki vera minni en svona þrjú til f jögur
tonn yfir árið. Eg held að almenningur
eigi eftir að nota sveppi mikið meira en
gert er og þeir sem hafa á annaö borð
komist upp á lag með að nota ferska
sveppi líta ekki við öðru. En svo er
náttúrlega það vandamál að þetta er
vara sem geymist mjög illa. Helst þarf
að vera búið að selja hana innan
þrigg ja daga.
Eg sel aöallega á Akureyri, hér í
Olafsfirði er nú ekki mikið notað af
sveppum. Eg varð annars fyrir von-
brigðum með markaöinn, hélt nefni-
lega að Akureyringar myndu borða
mikið meira af sveppum en þeir gera.
Það er ekki aöeins að þeir hafi ekki
lært að boröa þetta heldur hitt aö
fersku sveppirnir sem þar hafa verið
eru engin vara. Þeir eru útlendir og
það tekur tima að flytja þá til landsins.
Við það bætist geymsla hér innanlands
og flutningar og þegar varan er komin
í búðir á Akureyri er hún orðin hund-
gömul.
Áhuginn á sveppum kom þannig aö
maður var að tína villta, sveppi og fór
að hugsa um hvemig þetta yxi og sáði
sér. Eg greip allt tiltækt lesefni og ein-
hvem veginn þróaðist þetta. Erlendis
er hægt að fá kassa sem búið er að
rækta falið i og siðan er þaö þurrkaö og
moldin látin ofan á. Fólk vökvar þetta
eftir ákveðnum reglum og þá koma
sveppir. Systir mín sem lika hafði
áhuga fyrir sveppum fékk sér svona,
mér fannst þetta svo athyglisvert að ég
fór að prófa og gera haug. Sveppakass-
inn og svo villtu sveppirnir má segja
að sé kveikjan að þessum áhuga
mínum.
-JBH/Akureyri.