Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Side 1
Galdrakariinn ábakviSHart — sjábls. 10 Umferoarongþveitifl leynir sér ekki á þessari mynd enda hafa líklega aldrei komifl fleiri i Bláfjöllin á einum degi en í gær. DV-mynd GVA. Umferðaröngþveiti i Bláfiöllum ígær — aðsóknin sú mesta í vetur Allmikill fjöldi íbúa á höfuðborgar- svæðinu og víöar var sammála um að bregða sér á skíði á þessum dýrðar- sólardegi sem var hér í gær. Leið flestra lá upp í Bláfjöll og var snemma dags stöðugur straumur bíla frá Reykjavík þangað upp eftir. Þegar líða tók á daginn og sumir voru búnir að fá nóg af útiverunni kom í ljós að það var hægara sagt en gert aö komast burtu. Algjört umferðaröngþveiti hafði myndast á veginum upp í Bláfjöll og gátu bílarnir sig hvergi hreyft. Ástæðan fyrir þessari teppu var m.a. sú að margir bileigendur höfðu lagt bíl sínum við vegarkantinn með þeim afleiðingum að erfitt var fyrir aðra bíla að komast fram hjá þeim. Um þrjúleytið sá lögreglan þann eina kost að loka allri umferð upp eftir af- leggjaranum til Bláfjallasvæðisins. Eftir að þessar ráðstaf anir höfðu verið gerðar gekk umferðin strax mun greiðlegar fyrir þá sem voru á leið frá svæðinu. Að sögn manna sem voru staddir þama var veðriö mjög gott og skíða- færi hið besta. Einn skiðamaður sagði okkur að svo virtist sem allir sem ættu skíöi hefðu dregið þau fram úr pússi sínu og brugðið sér upp í BláfjöD. Ekki var hægt að fá nákvæmar upplýsingar um hversu margir voru staddir þarna en aðsóknin sem var í gær var sú mesta sem verið hefur í vetur og lík- lega sú mesta um árabil. -APH Tómas Árnason, alþingismaður og forstjóri Framkvæmdastofn- unar, var einn þeirra sem lögðu leið sina í Bláfjöllin i gær. DV/GVA. Framkvæmdastjóri VSI um Dagsbrúnarsamningana: mnan sama ramma og hjáVSÍ og ASÍ „Meginatriðið í þessu er að við höfum náð samkomulagi við Dagsbrún og að það fellur innan þess ramma sem ASI og VSI sömdu. Samiö var um sömu prósentuhækkanir, sömu dag- setningar og sama samningstíma,” sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VSl, er DV leitaði áDts hans á samningi VSI og Dagsbrúnar sem samþykktur var á félagsfundi Dagsbrúnar í gær. Var sam- komulagiö samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn átta mót- atkvæðum. Samkomulagiö viö VSI og ríkið var borið upp saman. „Astæða þess að við felldum niður starfsaldursþrep fyrir 16 til 17 ára verkamenn er sú andstaöa sem við höfum orðið varir við bæði úr röðum verkamannaog vinnuveitenda. Hins vegar er það nokkurt áhyggjuefni að hvar sem nokkurt atvinnuleysi er og byrjendur fá sömu laun og þjálfaðir menn hefur þaö leitt af sér aukið at- vinnuleysi unglinganna,” sagði Magnús. -GS. Sjá bls. 2. mmm Emn Dallasþáttur íviðbóttil — sjábls.3 AmarfSug flýguráfram innanlands -sjábls.2 Laugavegur63 flyturá Framnesveginn — sjábls.4 Úrslitískákinni íNeskaupstaö — sjá bls.40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.