Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Qupperneq 2
2 DV. MANUDAGUR 26. MARS1984. Dagsbrún og ríkið gengu frá samningum ígærmorgun: Getur þýtt fimm flokka hækkun Verkamannafélagiö Dagsbrún og fjármálaráðherra undirrituöu formlega samkomulag sín á milli í gærmorgun. Að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Dagsbrúnar, verður áfram unnið að nánari samningum við ríkið og taldi hann vel geta komið til greina að Dagsbrúnarmenn hjá ríkinu fengju hækkun um einn flokk eftir þrjú ár í starfi, annan eftir fimm. ár, þann þriðja eftir 9 ár og svo fjórða og fimmta eftir 15 ár. Þetta verða þá betri samningar en Dagsbrún náði við VSI og Vinnu- málasamband Sambandsins þar sem aðeins samdist um tveggja flokka hækkun eftir 15 ár hjá sama vinnuveitanda. -GS. Austurbæjarbíó var um þaö bil hálf- setið og kenndu ýmsir góðviðrinu eða enska boltanum um. DV-mynd S. „Við höíum sprengt ASt samningana og það verður að hreinsa tíl i ASt- forystunni,” sagði Pétur Tyrfingsson. DV-mynd S. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, á f élagsf undi í gær: Enginn friður eftir fyrsta september — ef ekki næst árangur f endurskoðun f lokkaskipunar A félagsfundi Dagsbrúnar í gær, þar sem samningar Dagsbrúnar við VSI, Sambandið og ríkið voru kynntir, lýsti Guðmundur J. Guömundsson, formaöur Dags- brúnar, gangi samninga á áhrifa- ríkan og á stundum harmþrunginn hátt. Þar fullyrti hann að ríkisstjórnin hefði gripið inn í samningana og harðbannað VSI og Sambandinu að semja við Dagsbrún aðeins til 1. september: „Þar sórust Vinnumála- samband Sambandsins, VSI og ríkis- stjómin í fóstbræðralag gegn Dags- brún,” sagði hann. Þá vék hann aö þætti ASI- forystunnar og stjómar Verka- mannasambandsins og lýsti undrun sinni á aögeröaríeysi þessara aöila í baráttu Dagsbrúnar. Sendi hann þeim nokkur vel valin orð og sagði að Dagsbrúnar þaö sky ti nokkuð skökku við aö þegar Dagsbrún hefði náö fram samningum um afnám sérstakra taxta fyrir 16 til 18 ára verkafólk að ASI hefði þá komiö eftir á og beðið um að fá það líka eins og Dagsbrún. Dagsbrúnarsamningarnir em hliðstæðir samningum ASI og VSI hvað áfangahækkanir, gildistíma og uppsagnarákvæði varðar. En þar fyrir utan samdist um afnám lægri launa til handa 16 til 18 ára ungling- um. Þá samdi Dagsbrún nú í fyrsta skipti um afturvirkni kauphækkana. Þær verða 5 prósent frá 21. febrúar. Eftir 15 ára starf hjá sama vinnuveitanda hækka viðkomandi um tvo launaflokka. Tveir neðstu launaflokkar, 7. og 8. flokkur, eru felldir niöur og 9. flokkur verður lægsti flokkur. Sex mánaða reynslutími vegna tekjutryggingar verður felldur niður. Ymsar sér- kröfur á mörgum vinnustöðum náðust fram. Má þar nefna að fram- vegis verða kvenmenn í Mjóikur- samsölunni á sömu launum og karl- menn, steypustöðvar leggja starfs- mönnum til aukinn vinnufatnað o.s.frv. Síðast en ekki síst samdist svo um að öll flokkaskipan Dagsbrúnar skuli endurskoðuð og þeirri endurskoðun lokið eigi síðar en 31. ágúst. „Eg lofa engu um niðurstöður þessarar endurskoðunar nú en ef ekkert já- kvætt kemur út úr henni verður hér enginn friður eftir 1. september,” sagöi Guðmundur J. Austurbæjarbíó var um það bil hálfsetiö og var hvað eftir annað geröur góöur rómur aö máliGuðmundar. -GS. „16 til 18 ára verkamenn fé nú sömu laun og aðrlr og þar með er barnasalan afnumin,” sagði Guðmundur J. og klappað var í salnum. DV-mynd. S. Pétur Tyrf ingsson, trúnaðarráðsmaður í Dagsbrún: Þurfum að sparka Asmundi Stefánssyni úr stjóm ASÍ — ASÍ f orystan hef ur af hjúpað veikleika sinn „Meö þessum samningum hefur verið afsannað það sem forysta ASI hefur haldið fram í níu mánuði aö fólk væri ekki tilbúið til harðra aðgerða og að ekki væri hægt að ná meiru fram en ASI náði nema með höröumaðgerðum. Þessar fullyrðingar voru grundvöllur undanhalds ASI- forystunnar viö samningsgeröina. En viö náðum hins vegar fram mun betri samningum án teljandi að- gerða svo þessar röksemdafærslur ASI-forystunnar eru bara hreint píp,” sagði Pétur Tyrfingsson trúnaðarráðsmaður á Dagsbrúnar- fundinumígærdag. Reyndar gagnrýndi hann ýmislegt við framkvæmd Dags- brúnarforystunnar við samningana og þá sérstaklega ýmsa leynisamninga við einstaka vinnu- veitendur en lagði þó til aö þeir yrðu samþykktir. Hann sleppti ASI-forystunni ekki með upphafsorðin hér ein: „Það verður aftur farið af stað í haust og þar sem við höfum þegar sprengt ASI-samningana og sýnt fram á veikleika ASI-forystunnar þurfum við að sparka Ásmundi Stefánssyni og öðrum fulltrúum sjálfstæðis- og framsóknarmanna úr stjórninni á ASl-þinginu í vetur. ” -GS. Twin Otter Arnarflugs í flugtaki af Blönduósflugvelli. DV-mynd: Kristján Már Unnarsson. Fljúgum áfram innanlands — segir forstjóri Arnarflugs „Eins og staðan er í dag tel ég yfir- gnæfandi líkur til þess að við höldum innanlandsflugi áfram,” sagði Agnar Friðriksson, forstjóri Amarflugs, í samtali við DV í gær. „Flest bendir til þess aö flugi verði haldið áfram til allra þeirra staða sem við fljúgum nú til, að minnsta kosti fyrst í stað,” sagöi Agnar. Hann sagði að í ráði væri aö fækka þeim flugvélategundum sem félagið notaði nú í innanlandsflugi. Þrjár flug- vélar eru nú notaðar, hver af sinni tegund. Slikt væri óhagkvæmt. Agnar sagði að stefnt væri að því að nota ein- vöröungu vélar af gerðinni Cessna 402 og hugsanlega eina Twin Otter á staði þar sem um væri að ræða stutta flug- braut og þröngt aðflug. -KMU. FLUGLEIÐAÞOTUM SKIPT í FARRÝMI Farrýmisskipting veröur tekin upp í áætlunarvélum Flugleiða á Evrópuleiðum frá 1. april næst- komandi. Farþegar, sem ferðast á hæsta fargjaldi, sitja fremst í vélinni í aðskildu farrými sem hlotið hefur nafnið Saga Class. Farþegar á Saga Class fá aukið rými með því móti að ekki fleiri en tveir sitja í þriggja sæta röð þegar vélin er ekki þéttsetin. Ekki verður meira rými milli sæta. Drykkjarföng verða inni- falin í fargjaldi. Þessum farþegum verður auk þess heimilt að taka með sér þyngri farangur en aðrir án auka- gjalds. Flugleiðir taka fram að ekki verði á neinn hátt dregið úr þjónustu við aðra farþega. -KMU. Vestmannaeyjar: Nýi báturinn tók niðri Nýr og glæsilegur bátur kom til Vest- mannaeyja fyrir helgina frá Póllandi þar sem hann var smíðaður. Ber báturinn nafið Gideon VE og er hið glæsilegasta skip. Þegar farið var í smáprufusiglingu á bátnum tók hann niöri rétt viö norðurkantinn á Friðarhöfninni. Þar er sandbotn svo báturinn skemmdist ekkert og losnaði hann af strandstað skömmusíðar. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.