Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Side 7
DV. MANUDAGUR 26. MARS1984. 7 Gosdrykkjaframleiðendur eru ekki ánægðir með þau gjöld sem eru lögð á verð gosdrykkja og vilja að úrþvi verðibætt. > . Neytendur Neytendur hattar IMY SENDING Filthattar - angóruhattar - alpahúf- ur, 3 stærðir - angóruhúfur, 15 litir - fashionhúfur, 11 litir. Höfuðklútar - fermingarslæður - krep- og leðurhanskar Refa- og minkaskottin komin. HATTABÚÐIN Frakkastíg 13, sími 29560. Drykkjarvörur: Gjaldjöfnun fyrirhuguð „Það er mjög misjöfn skattlagning á drykkjarvönun hér. Sumar hafa 17 prósent og 24 prósent vörugjald og að auki söluskatt. Aðrar hafa hluta af þessum gjöldum eða ekki neitt af þeim. Þaö er nú verið að vinna að því að þessi gjöld verði jöfnuð á þann veg að allir sitji við sama borð hvað snertir markaöinn og aö eðlileg samkeppni geti átt sér stað,” sagði Geir Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, er DV spurði hann hvernig málin stæöu í sambandi viö fyrirhugaöa jöfnun gjalda á gosdrykkjum. Ríkisstjórnin hefur nú heimilað fjármálaráðherra að ja&ia gjald á drykkjarvörum. Ástæðurnar fyrir þessu eru þær að nokkur óánægja hef- ur ríkt meðal aðila sem framleiða og flytja inn slíkar vörur. Sérstaklega , hafa gosdrykkjaframleiöendur verið óánægöir með það fyrirkomulag sem þeir verða að fara eftir. Þeir verða að greiöa tvöfalt vörugjald, 17 og 24 pró- sent, og einnig söluskatt. Geir sagöi aö ekki væri búið að ákveða hvaða leið yrði valin til lausnar á þessu máli. Margir valkostir lægju fyrir. Búast mætti við því að ákvörðun um þetta yrði tekin á næstunni. -APH Er samráð bankanna um gjaldheimtu óheimilt? Að sögn Eggerts Olafssonar, lög- fræðings hjá Verðlagsstofnun, hefur verðiagsráð nýlega sent bréf til bank- anna. 1 þessu bréfi er gerð athuga- semd viö núgildandi verðskrá bank- anna. Allir bankar hérlendis standa sameiginlega að gerð verðskrár. Þessi verðskrá hefur að geyma tvenns konar gjöld. Gjöld sem eru tengd vöxtum og gjöld sem eru tekin fyrir þá þjónustu sem bankarnir veita viöskiptavinum sínum. Verðlagsráðhefurgertathuga- semd viö þau gjöld sem snúa að gjald- töku fyrir þessa þjónustu sem bank- arnir veita. Verðlagsráð telur að slíkt samráð sem bankamir hafa um þessa gjaldtöku brjóti í bága við 21. grein laga um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, sen þar segir: Samningar, samþykktir og ann- að samráð milli fyrirtækja um verð og álagningu er óheimilt, þegar verðlagn- ingerfrjáls. Eggert sagði að óskað hefði verið eftir áliti bankanna á þessu atriði. Þess ber þó að gæta að Verðlagsstofn- un hefur ekki meö höndum eftirlit meö gjaldskrám bankanna. Bankarnir hafa samráð sín á milli við gerð þess- ara gjaldskráa. Hjá Seðlabankanum fengum viö þær upplýsingar aö þessi mál hefðu verið rædd og yrði svar sent til verð- lagsráös von bráðar. Að svo stöddu var ekki hægt að fá upplýsingar um efnislegt innihald svarsins. -APH FKRRAR SNORRABRAUT 56 SIMI 1 35 05 GLÆSIBÆ SIMI 27211 Vesti kr. 595.-------- Buxur kr. 990.- Ullarjakki kr. 1.690.- Jakkaföt kr. 2.450.- Skyrtur kr. 595.- Leðurbindi kr. 295.- Skór kr. 895.---------

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.