Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Síða 20
20 DV. MANUDAGUR 26. MARS 1984. Byggung Reykjavík Aðalfundur Byggung, Reykjavík, heldur aöalfund á Hótel Sögu, Súlnasal, mánudaginn 2. apríl kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf. STJÓRNIN. Setur þú blöðin þín í safnmöppur? Það borgar sig. Safnmöppur undir blöð og tímarit. SAFNMOPPUR Fást í næstu bókabúð. tfl y »Scotch« SPRAY - LÍM EINANGRUNARBÖND PÖKKUNARLÍMBÖND MÁLNINGARLÍMBÖND MÁLNINGARGRÍMUR RYKGRÍMUR - SANDPAPPÍR PRENTVÖRUR - DISKETTUR TELEFAX OG LJÓSRITUNARTÆKI SJÚKRAVÖRUR ARVIK Styrkið og fegrið fíkamann DÖMUR OG HERRAR! NÝ NÁMSKEIÐ HEFJAST2. APRÍL. HINIR VINSÆLU HERRATÍMAR Í HADEGINU Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértimar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar i baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufu- böð — kaffi — og hinir vinsælu sólarium-lampar. Hátt uppi íHótel Húsavík: VÍN MEÐ MATNUM í HLIÐSKJÁLF — nýja veitingasalnum á 4. hæð Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur, frétta- ritara DV á Húsavík. Nýr veitingasalur var opnaöur á 4. hæö Hótel Húsavíkur fyrir helgi. Salurinn er hinn vistlegasti og tekur 60—80 manns í sæti og auk þess er rúmgóöur bar fyrir framan. Salurinn heitir Hliöskjálf og þaöan er gott út- sýni bæði til fjalls og sjávar. Hönnun húsnæöisins er mjög smekkleg og var hún unnin á teiknistofunni Armúla af Jósep Reynis arkitekt. Ágústa Rósmundsdóttir annaöist teiknivinnu. Trésmiðjan Borg h/f sá um trésmíði, vélaverkstæöið Foss h/f um loftræsti- kerfi o.fl. Tækniþjónustan, Máiara- þjónustan og fleiri unnu einnig viö framkvæmdir. Stólarnir í salnum eru frá 3K og borðin frá Stálhúsgagnagerö Steinars. Salurinn tók áöur um 25 manns í sæti og var þremur gistiherberg jum fórnaö fyrir stækkunina. Gistirými hótelsins mun þó aöeins minnka um eitt her- bergi því sjónvarpsstofu á þriöju hæð verður breytt í tvö herbergi. Góö aðstaða veröur í salnum til fundahalda, magnarakerfi og sýningartjald til staðar. Saiurinn veröur opinn almenningi á föstudags- og laugardagskvöidum og verður þá boöiö upp á rétti af matseðli og heimilt veröur aö veita vín meö mat. Ekki er áfengisútsala á Húsavík og hér hefur aðeins verið opinn bar í lokuðum samkvæmum. Ef Húsvíkingar hugsa sér aö fá sér í glas um helgi þarf aö panta vín frá áfengisútsölunni á Akureyri fyrir há- degi á miðvikudegi og fá sent meö pósti. Hefur því margur hér í bæ velt fyrir sér hvaö yröi taliö matur í nýja salnum. Aöspurö sagði Auöur Gunnarsdóttir hóteistjóri að ekki nægöi að kaupa sér súpudisk til aö fá aðgang aö barnum en aðalréttur af matseöli myndi duga. Einnig veröa ýmsir smáréttir á mat- seðli. A sunnudag sótti fjöldi fólks kaffi- hlaöborö í nýja salnum og líkaöi vel. Blár opal aftur á markaðnum Sigtryggur Albertsson, fyrrum hótelstjóri, og Auður Gunnarsdóttir, hótelstjóri á Húsavik, eru greiniiega ánægð með nýja veitingasalinn, Hliðskjálf, á 4. hæð hótelsins. D V-mynd Ingibjörg Magnúsdóttir. Nýr og endurbættur blár opal er nú kominn á markað eftir eins og hálfsárs hlé og framleiðir þá Sælgætisgerðin Opal aftur fjórar gerðir af opali, rauðan, grænan, gulan og bláan. Hætt var framleiðslu á bláum opal vegna óf mikils innihalds af bragöefn- inu chloroform. Nýi opalinn inniheldur hins vegar ekki nema 1,4 prósent af chloroformi og á samt ekki aö hafa tapað neinu af sínu upprunalega bragði. Þennan árangur þakka þeir hjá Opai samstarfi sínu viö svissneska fyrirtækið Givaudan í Ziirich sem er eitt kunnasta fyrirtæki heims í sinni j grein. Starfsmenn Sælgætisverksmiðjunnar Opal við pökkun á bláum opal sem kemur í verslanir á næstu dögum eftír töluvert hló.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.