Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Page 44
44 DV. MANUDÁGUR 26. MARS Íá84. Dæmalaus Veröld Pæmalaus Veröld Pæmalaus Veröld LEIÐARLJÓS Allterbetra íútlöndum Það er dæmalaust hvað getur gerst þegar Islendingar leggja land undir fót og bregða sér til útlanda. Engu er líkara en fólk umhverfist, veröi nær því| óþekkjanlegt. Þá er ekki átt við að fjarlægöin geri fjöllin blá og svo framvegis, heldur frekar hitt sem lesa má um hér á síðunni til hliðar. Fiskverkunarkona hjá Bæjarútgerðinni þarf ekki nema 6 tíma flug vestui um haf til að breytast í stórglæsi-t legan mótorhjólatöffara og bruna á milli skotæfinga- staða. Oli blaðasali, sem vanur er að standa í Austurstræti hvemig sem viörar og selja dagblöð, líkist einna helst húfulausum, arabískum sjeik þegar hann bregður sér í dag- stund til Afriku. Veitingamaður í Lúxem- borg, sem sá sér hag í | að starfa utan heimalands- ins, gerir sér lítið fyrir, bruggar islenskt brennivín og j setur í h'kkistur með þeim árangri að Evrópa stendur! nær því á öndinni. Það er sárgrætilegt til þess aö vita að Islendingar þurfi alltaf að fara til útlanda j til að kreista það besta úr líf- inu og tilverunni. Hvers vegna geta fisk- verkunarkonumar hjá J Bæjarútgerðinni ekki mætt á | mótorhjólum til vinnu og, skotiö hausana af þorsknum með skammbyssum? Hvers vegna getur Oli blaðasali ekki selt DV af úlfaldabaki í Austurstræti? Og hvers vegna má ekki j drekka brennivín úr lík- kistum á Islandi? Svarið er einfalt: Kaupiö er of lágt, veðrið of vont og áfengislöggjöfin vitlaus. Fjölmennum til sólar- landa. -EIR. Dagfríöur Pétursdóttir vinnur hjá BÚR og er... Besta skyttan í Bæjar- ÚtS —: Dagfríður Pétursdóttir i villta vestrinu á reiðskjóta sinum og með byssu i belti. Svona er ekki lifið i Bæjarútgerð- inni. DV-mynd Sveinn. Hún Dagfríður Pétursdóttir er örugglega besta skyttan sem vinnur í fiski hjá Bæjarútgerðinni í Reykjavík. Daglega handfjatlar hún þorska og frændur hans af mikilli leikni en í sumarfríum tekur hún til höndum á öörum sviöum og ekki af minni leikni. Meðfylgjandi mynd tók Sveinn Þor- móðsson í Tuscon í Arisonafylki í Bandaríkjunum af Dagfríði á stærstu og dýrustu gerð af Harley Davidson mótorhjóli með byssu í belti og reynd- ar á hún byssuna sjálf. Dóttir Dag- fríðar býr í Tuscon þar sem hún rekur skartgripaverslun á flugvelli staöarins og i landi frelsisins reka menn ekki slíkar verslanir án þess að vera með byssuleyfi. I sumarleyfum Dagfríðar þeysa þær mæðgur um á mótorhjólum og taka gjarnan stefnuna á skotæfinga- svæði skammbyssuklúbbsins þar sem þær reyna með sér í skotfimi. Að sögn kunnugra er dóttirinn frábærlega snögg upp á lagið en sú gamla úr Bæjarútgerðinni gefur henni lítið eftir. Dagfríður keypti skammbyssuna í verslun í Tuscon en þar í bæ getur hver sem komist yfir slíkan grip án mikillar fyrirhafnar. Að vísu er tveggja daga afgreiðslufrestur og það kallar Kaninn „Cool Off Day”, þ.e.a.s. viðskiptavinum er gefinn kostur á að renna bræðin áður en glappaskot hvína í lofti. Skammbyssa Dagfríðar er að öllu jöfnu í öruggri geymslu hjá dótturinni í Arisona og hefur því aldrei í Bæjarút- gerðina komið — sem betur fer. -EIR. BRENNIVÍN í LÍKKISTUM —Evrópa stenduralltaöþví á öndinni Óli og úlfaldinn „Ég skrapp til Afríku eina dagstund sl. sumar og leit þá við í Marokkó,” segir Oli blaðasali, aðspurður um Spánarferð sína í fyrra. n „Ég varö m.a. þeirrar á- nægju aðnjótandi aö fá að ríöa úlfalda og það verður að segjast eins og er að það var ágætt. Verst er að ég sat eitthvað svo asnalega en svoleiðis á það kannskiaðvera.” Myndin er tekin er Oli stígur af úlfaldabaki eftir ánægjulegan reiðtúr í Afríku. Valgeir Sigurðsson veitingamaður í Lúxemborg hefur aö undanförnu stað- ið yfir heitum potti í Móseldalnum og blandað eigin útgáfu af íslensku brennivíni. I frístundum dundar hann svo við að smiða litlar, svartar lík- kistur, sem brennivínsflöskumar eru svo settar í, og allt er þetta merkt á smekklegan hátt: Biack Death, Pleasure of the North. Styrkleiki mjaðarinser45%. ,,Ég er þegar búinn að blanda 2000 flöskur og vinn baki brotnu við kassa- smiðina. Að vísu verða ekki allar flöskumar í líkkistu, aðeins lúxusút- gáfan, og ég hef hugsað mér að hafa þetta í öllum stærðum: 1000 cl, 750 cl, 500 cl og svo miniútgáfuna í 100 cl,” segir Valgeir veitingamaður alls óbanginn enda hef ur hann þegar fengið pantanir frá Þýskalandi, Bretlandi og danskt fyrirtæki hefur óskaö eftir einkarétti á dreifingu Svarta dauðans í Skandinavíu. Valgeri er ófús að ljóstra upp leynd- armálinu um innihald „dauöans i lík- kistunni” en segist hafa prófaö sig áfram þar til hann náði endanlegu bragði. Smakkdeild DV játar aöspurð að Svarti dauðinn nái allt að því bragöi íslenska brennivínsins — gott ef ekki rúmlega það. „Eg hef áhuga á aö staösetja þessa Valgeir Sigurðsson með brennivinið í líkkistunni: — Hef nóg að gera við blöndun og smiðar. DV-mynd GVA. starfsemi hér á Islandi,” segir Valgeir og strýkur likkistinum sínum, „og hef sent viðskiptaráðherra svo og öllum þingmönnunum bréf þar að lútandi. Það er staðreynd að hvergi í veröldinni er betra aö fást viö þessa iðju en á hverasvæði þar sem hitinn er nógur og vatnið gott.” Aðspurður hvers vegna vínið sé selt á likkistum, segir Valgeir það gert til að þóknast templurum... -EIR. HEIMSLJÓS Lennoní Central Park I síöustu viku var opnaður minningarreitur um John Lenn- on í Central Park í New York, gegnt Dakotabyggingunni þar sem hann bjó og var myrtur. Reiturinn, sem er þríhyrndur, hefur hlotið nafniö Strawberry Fields og í gangstéttina sem um- lykur hann er greypt oröið Imag- ine, nafn á einu þekktasta lagi Lennons. „Hér gengum við okkar síð- asta spöl rétt fyrir morðið,” sagði Yoko Ono er reiturinn var vígður að viðstöddu miklu fjöl- menni sem lét hellirigningu og kulda ekki aftra sér f rá þátttöku. Nureyev í fíkjublaði Rússneski ballettdansarinn, Rudolf Nureyev, sem er Ustrænn stjómandi Parisarballettsins, flaug til New York í fyrri viku til að dansa í nýjasta balletti Mörtu Grahams, Phaedra’s Dream, og var einungis um þessa einu sýn- ingu að ræða. Rudolf, sem nú er 45 ára, er í góðu ásigkomulagi eins og öllum var ljóst sem sýn- inguna sáu því að hann dansaöi í gylltu fíkjublaði einu klæða. „Eg hef aldrei dansað jafnfáklædd- ur,” sagði hann eftir sýninguna Yoko Ono, Woody Allen og Mia Farrow voru meðal sýningar- gesta. Nena fölsk Söngkonan Nena missti svo sannarlega niður um sig buxurn- ar í sjónvarpsútsendingu fyrir stuttu fyrir augunum á 15 miUjónum áhorfenda. I miðju lagí hvarf undirleikur og söngur, allt var á bandi, og Nena stóð á sviðinu og söng falskt áður en hún hafði vit á því að þagna s jálf. Eitrad fyrirapa Það ríkir nánast neyðar- ástand í dýragaröinum í Mexico- borg vegna þrengsla. Ljónin geta sig vart hrært og apamir eru að verða vitlausir. Sá vinsælasti af þeim, sjimpansi einn sem enginn gestur lætur fram hjá sér fara, hefur verið fluttur á sjúkrahús í þrigang vegna eitrunar. Gestir lögðu það í vana sinn að skjóta sígarettustubbum og öðm inn tU hans og apagreyið þoldi ekki alf- an reykinn. KaUcúnarnir, sem era látnar ganga óheftir um garðinn innan um gestina, hverfa nú einn af öðrum. Gestirnir stela þeim, smygla framhjá dyra- vörðum í mestu þrengslunum og nota þá síðan sem gæludýr heima fyrir. Blár kafbátur Mikil kafbátaleit hefur staðið yfir úti fyrir Karlskrona í Svíþjóð að undanförnu. Djúpsprengjum kastað í gríð og erg á grunsam- lega staði. I ljós kom að nokkrar djúpsprengjur höfðu hafnaö á þaki gamals Volvo bíls. Var sá blár að lit og ekki vitað hvað hann var að gera á hafsbotni. Frelsis- styttan hverfur Það verður ekki sjón að sjá Frelsisstyttuna í hofninni í New York næstu vikumar. Verið er að reisa vinnupaUa upp eftir henni aUri og er ætlun að gera við hana fyrir 40 miUjónir dollara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.