Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Page 3
DV. LAUGARDAGUR 31. MARS1984. 3 BORGARLYKLAR Þrír eftirlifandi meðlimir hljóm- sveitarinnar Bítlanna, sem leyst var upp fyrir 14 órum, hafa þegiö boð frá heimabænum um að koma á hátíð sem haldin verður í sumar og taka við borgarlyklum. 15 metra löng útgáfa af hinum fræga gula kafbáti Bítlanna verður viö festar í einni af hinum mörgu yfirgefnu hafnarsvæðum borgar- innar. Báturinn á aö vera aðal- aðdráttaraflið á Bítlasýningu sem halda á í sambandi við hátíöina. Talsmaður borgarráðs sagði að Paul McCartney og Ringo Starr hefðu þegið boðið og að sendimaður Georges Harrisons hefði gefið það til kynna að hann myndi einnig mæta við afhendinguna. George hefur annars mikið dregið sig í hlé og sagnir herma að hann sé ákaflega hræddur við aö hljóta sömu örlög og John Lennon. I desember 1980 var John skotinn fyrir framan heimili sitt í New York. Ekkja hans, Yoko Ono, hefur þegið að vera viðstödd afhendinguna á mestu viöurkenningu sem borgin veitir tilhanslátins. Meðlimirnir í borgarráði, þar sem Verkamannaflokkurinn er í meiri- hluta, hafa í 14 ár beitt sér gegn því að Bítlarnir fengju þessa viður- kenningu. Að lokum varð þó úthlutunin viðurkennd. Þessi viður- kenning er veitt þeim sem gert hafa eitthvað sérstakt f yrir borgina. Paul McCartney, fíingo Starr og George Harrison ætia allir að taka á móti borgarlyklum Liverpool á sumarhátið. Myndin er frá þeim tima þegar Bitlaæðið var ialgleymingi. Mjósta vindubrú I heimi Þessi vindu- brú er sú mjósta í heimi samkvæmt 1984 útgáfunni af heimsmetabók Guinness. Hún er ekki nema 45 sentímetrar á breidd. Brúin er á Bermúda- eyjum og er akkúrat nógu breið til þess að segl þessa litla báts komist í gegn. mm S Ekki miðað við eldspýtna- stokk Þetta mjóa stykki sem gín ógnandi mót filtersígarettunni á myndinni er kveikjarl og hann heldur af þynnri gerðinni. Hann er 13,8 mOlímetrar á þykkt og fer því auðvitað afar vel í vasa. Það þarf ekki að taka það fram að kveikjarinn er eins og fis við hliðina á eldspýtnastokk. Kveikjarinn fæst á tslandi. Passar, passar ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.