Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Síða 4
4 DV. LAUGARDAGUR 31. MARS1984. Texti: Stefán Kristjánsson „Hef gaman af tónlist Þorbjörn Jensson, Val. ErHöasti audstæöingur Viggós í bandknatt- leiknum. Viggó Sigurösson asamt konu sinni og börnum. er laglaus með öllu” „Eg er búinn að reka þennan leik- tækjasal í rúmt ár og þetta gengur bara vel. Maður nær alla vega aö lifa af þessu,” sagði Viggó Sigurösson handknattleiksmaöur en hann er viðmælandi okkar aö þessu sinni og við munum reyna aö sýna lesendum hina hliðina á þessum kunna hand- knattleiksmanni sem verið hefur í fremstu röö hér á landi og ytra í ára- raðir. „Mér finnst sú gagnrýni sem leik- tækjasalir hafa fengið dálitiö hörð. Sú kynslóð sem gagnrýnir þetta mest hefur um árabil stoliö sparifé unglinganna og mér finnst aö þetta sama fólk eigi að minnast þess. Stærsta vandamálið í dag er Hlemmur. Það hefur mikiö veriö rætt um fíkniefnasölu á þessum stööum en aldrei verið reynt að komast fyrir þetta hvimleiða vanda- mál, aldrei reynt að komast að rótum vandans. Aðaláhersluna ætti að mínu viti að leggja á þá hliö málsins sem snýr að innflutningi þessara efna. Þau verða ekki til á leiktækjasölunum. Þessum óþverra er smyglað til landsins í stórum stíl og þaö þarf að stoppa. ” Lærður íþróttakennari Hvaða menntun hefur þú, Viggó? „Eg er lærður íþróttakennari en starfa ekki sem slíkur. Astæðan er einfaldlega sú að ég vil ráða mér sjálfur sem stendur. Vera minn eigin húsbóndi. Eg tók einnig próf frá Verslunaskóla Islands og það hefur komið sér vel. Varðandi íþrótta- kennaraskólann þá get ég sagt þér aö þar voru með mér margir skemmti- legir félagar. Eg get nefnt Leif Harðarson, Hauk Ottesen og Janus Guðlaugsson. Þetta voru allt saman miklir skapmenn og drógu ekkert úr því. Það var alltaf hart barist og þá sérstaklega í körfunni. Ekkert gefið eftir og ekki hætt fyrr en flautan gall. Var í framboði Helstu áhugamálin, Viggó? ,,Eg hef alla tíö haft mikinn áhuga —Viggó Sigurðsson handknattleiks - maður sýnir á sér hina hliðina Viggó Sigurðsson i leik með Vikingi. á tónlist. Eg hef aldrei iært á hljóöfæri sjálfur en hef hlustað þeim mun meira. Eg er laglaus með öllu. Eg hef líka lengi haft áhuga á stjómmálum og hef verið í framboöi fyrir Alþýðuflokkinn í kosningum. Eg gæti þó aldrei hugsað mér að hella mér út í stjórnmálabaráttuna. Eg hef ekki áhuga á því. ” Hvað finnst þér um stöðu Alþýðu- flokksins í dag? „Eg er að sjálfsögðu mjög óánægður með hana. Flokkurinn ætti að vera mun stærri en hann er í dag. Það gefur augaleið að þegar fylgi flokksins minnkar með hverjum kosningum er eitthvað að en ég vil ekki tjá mig nánar um þaö.” Eitthvað sérstakt sem þú munt einbeita þér að eftir að íþrótta- mannsferli þinum lýkur? „Nei, ekki get ég sagt það. Eg á að visu mín áhugamál, svo sem golfið. Eg hef lítið spilaö þaö en ætla að reyna að bæta úr því þegar hand- boltaferlinum lýkur. Eg hlýt að geta náð einhverjum árangri í því fyrst Eysteinn vinur minn hjá Samvinnu- ferðum er þokkalegur golfari.” Mesta trú á FH Að lokum, Viggó. Vilt þú spá fyrir um úrslit i islandsmótinu í handknatt- leik? „Eg er alveg viss um aö ef FH- ingar byrja vel í úrslitakeppninni verður erfitt fyrir hin liðin að stööva þá. En ef þeir tapa fljótlega leik eöa leikjum þá verðum við í Víkingi Islandsmeistarar. Eg er alveg eins á því að FH-ingar fari að tapa. Þeir mega ekki við miklu. Að lokum langar mig til aö koma þeirri skoðun minni á framfæri að það að fækka liöunum í 1. deild í sex væri skref aftur á bak. Sérstaklega hvað varðar félögin úti á landi. Handboltinn hefur verið mjög slakur í vetur, hverju sem um er að kenna, og það myndi gera hann enn verri ef liðunum yrði fækkað,” sagði ViggóSigurösson. -SK. „Sætur, glaður kátur strákur” segir Eva Haralds- dóttir, eiginkona Viggós Sigurðssonar „Eg kynntist Viggó í Sjallanum á Akureyri og það er nú svolitið spaugilegt að segja frá því,” sagði Eva Haraldsdóttir, eiginkona Viggós Sigurðssonar, er við ræddum við hana. „Þetta var í fyrsta skipti sem við fórum í Sjallann og vorum sex saman, vinkonumar. Við sátum allar í röö. Eg sat á öörum end- anum en Viggó byrjaði samt að bjóöa upp á hinum endanum. Allar vinkonur mínar neituöu boði hans en þegar kom að mér kenndi ég svo mikið í brjósti um strákinn að ég sagöi já og síðan hef ég dansað við hann.” Hvað var það sem svo síðar vakti áhuga þinn á Viggó? „Viggó var og hefur alltaf veriö mjög glaður og kátur. Mér fannst hann strax mjög skemmtilegur og sæturstrákur.” Nú hafið þið lengi dvalið á Spáni og í Þýskalandi? „Já, þaö voru alveg ógleymanleg ár. Viö vorum mjög ung og óreynd þegar við héldum utan og þetta var erfitt til aö byrja með en þegar við f órum að venjast þessu fór þetta að verða mjög skemmtilegt og fróö- legt.” Hvemig er Viggó á heimilinu? „Eg myndi segja að hann væri mjög góður. Hann hefur gaman af því að láta stjana svolítið viö sig, fá kaffiö inn í stofu og þess háttar. En hann á það líka til að hjálpa mér við uppvaskið, taka til og hjálpa mér við heimilisstörfin almennt. Hann leynir á sér,” sagði Eva Haraldsdóttir. -SK. Móðir Teresa, sú persóna sem Viggó langar mest til að hitta. FULLT NAFN: Viggó Valdimar Sigurðsson. HÆÐ OG ÞYNGD: 191,5 cm og 86,2 kg. BIFREIÐ: Golf árg. ’75. GÆLUNAFN: Gói. VERSTU MEIÐSLI: Olnbogabrot í 4. flokki. UPPAHALDSFELAG, ISLENSKT: Víkingur. UPPÁHALDStÞROTTAMAÐUR, ISLENSKUR: Atli Eðvaldsson. UPPAHALDSÍÞROTTAMAÐUR, ERLENDUR: JohnMcEnroe. MESTA GLEÐISTUND I IÞRÖTT- UM: Islandsmeistari ’75 og Spánar- melstari ’80. MESTU VONBRIGÐI: Tap fyrir Val í úrslitaleik ’79. ÖNNUR UPPAHALDSIÞROTT: Knattspyrna. UPPÁHALDSMATUR: Kjötspúpa a la Eva Haraldsdóttir. UPPÁHALDSDRYKKUR: Kók. SKEMMTILEGASTI SJONVARPS- ÞATTUR: Kastljós. SKEMMTILEGASTI LEIKARI, ISLENSKUR: Laddi. SKEMMTILEGASTILEIKARI, ER- LENDUR: Anthony Quinn. SKEMMTILEGASTA BLAÐ: Al- þýðublaðið. UPPAHALDSHLJOMSVEIT: LeonardCohen. SKEMMTILEGASTA KEPPNIS- FERÐ: Með Barcelona um baska- héraðin á Norður-Spáni. BESTIVINUR: Konan. ERFEDASTI ANDSTÆÐINGUR: Þorbjörn Jensson, Val. HELSTA METNAÐARMAL I LlFINU: Að sjá fjölskyldunni far- borða. HVAÐA PERSONU LANGAR ÞIG MEST TIL AÐ HITTA: Móður Teresu. RÁÐ TIL UNGA FÖLKSINS: Láta fíkniefni eíga sig. STÆRSTIKOSTUR ÞINN: Skapið. STÆRSTI VEDKLEIKI: Stundum of fljótfær. LEIKMAÐUR FRAMTiÐARINNAR 1HANDKNATTLEIK: KristjánAra- son, FH. FALLEGASTA MARK: UrsUta- markið gegn IR ’75, tveim sek. fyrir leikslok. UPPAHALDSLDD1ENSKU KNATT- SPYRNUNNI: Manchester United. BESTIÞJALFARISEM ÞU HEFUR HAFT: Bogdan. YRÐIR ÞU HELSTI RAÐAMAÐUR ÞJOÐARINNAR A MORGUN, HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA VERK? Stofna íþróttaráðuneyti. ANNAÐ VERK? Veita ákveðinni upphæð til íþrótta og skipa sjálfan mig íþróttaráðherra ævilangt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.