Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Síða 5
DV. LAUGARDAGUR 31. MARS1984.
5
Gullni haninn
tf
@ ® @
Bezt er að hafa sem flestar kokkahúfur og fæstarkrónur
Alúðlegur gestgjafi
Birgir Jónsson veitingamaður
tekur alúðlega á móti gestum fyrir
innan lítið anddyriö, er hirðmann-
legur viö konur og leyfir börnum að
sjá, hvernig hann sprautar gosi í
glösin inni á bar. Að fara í Gullna
hanann minnir helzt á kunningja-
heimsókn, enda virðist Birgir þekkja
furðu marga gesti. Höfuðtromp
staðarins felst einmitt í, að eigand-
inn er á ferðinni í salnum til að sjá
um góða þjónustu.
Fallegur matsalur
Haninn er fallega hannaður veit-
ingasalur. I lofti eru viðarverk og
speglar, sem víkka rýmið. 1 vegg jum
skiptast á innhvelfdir bogar og hálf-
súlur úr tré, skreyttar þurrkuðum
blómum. Neðst eru veggirnir
þiljaðir, en ljósir að ofanverðu. Á
götuhliðinni er stór bogagluggi. Innst
er vínrekkur við skenk, ekki
geymslustaður, sem er til fyrir-
myndar. Á gólfi er parket í miðju og
rautt teppitilhliðanna.
Borðin standa ánægjulega dreift,
með góðu rými milli stólanna, sem
alls eru um 40. Þeir eru renndir og
bera ullaráklæði. Meiri þrengsii eru
á pínu-barnum með roðalitum þiljum
og djúpum hornsófa. Á borðum eru
ljósköflóttir dúkar og hvítur borð-
búnaður. Innréttingar og hús-
búnaöur eru í heild alger þverstæða
hins dimma Halta hana, sem hér var
áöur.
Tveir í einum
Á kvöldin eru klæðisþurrkur á
boröum, en úr pappír í hádeginu. Sá
munur endurspeglar, að Gullni han-
inn er í raun tveir veitingastaðir. I
hádeginu eru á boöstólum ódýrir
réttir dagsins, sem mundu flokkast
undir tvo krónupeninga í skilgrein-
ingu þessa greinaflokks, en á kvöldin
er rekinn hér dýr f jögurra krónupen-
inga veizlusalur.
Vatn er óðar komiö í glösin,
meðan viö erum að stilla eyrun af
niðursoðinni kvöldverðartónlistinni.
Hinn fasti matseðill kvöldsins hefur
að geyma sjö forrétti, tvær súpur, sex
smárétti, fjóra fiskrétti, sex kjötrétti
og þrjá eftirrétti. Á þeim tíma dags-
ins eru engir réttir dagsins í boði. I
hádeginu er hins vegar súpa,
salatvagn, eftirréttur og átta réttir
dagsins, sem breytast á tveggja
daga fresti.
Frammi er matreiðslumaöurinn
Brynjar Eymundsson. Hann er einn
margra góðra kokka, sem hafa að
nokkru losað sig undan áhrifavaldi
Hótel- og veitingaskólans, sem ný-
lega hélt sýningu á óhugnanlega
ólystugum matarskrautverkum,
sem þóttu fín í Danmörku fyrir rúm-
lega hálfri öld, en er nú hlegið að í
hinum siðmenntaöa heimi.
En eins og flestir hinir góðu kokk-
arnir kemst hann aðeins hálfa leið
frá forneskjunni og heldur áfram aö
hlaða á diskana öllu því, sem hann
finnur í eldhúsinu, svo sem kartöfl-
um, rósakáli, gulrótum, baunum og
maís, flestu af því úr dósum. Þetta er
einkum áberandi í hádeginu. A
kvöldin fær dósahnífurinn meira aö
hvíla sig og hliöaratriðin skyggja
síður á fiskinn eða kjötið, sem gest-
irnir báðu um. Það er slíkum kvöld-
mat, sem verður iýst í þessari grein.
Karrirjómuð fiskréttasúpa
reyndist ágætur matur. Með henni
var boriö fram tvenns konar brauð,
hveitibrauð og volgt trefjabrauð.
Graflaxinn var góður eins og yfir-
leitt í veitingahúsum landsins.
Sinnepssósan, sem fylgdi, var óvenju
mild, nánast dauf. Einnig fylgdi
spergill og sérstaklega góðar, sýrðar
gúrkur með dálítið óvæntu bragði.
Slíkar gúrkur fýlgdu flestum réttum
Hanans þetta kvöld.
Konunglegir
humarhalar
Ristaðir humarhalar með stein-
seljusmjöri vom konunglegur matur.
Halarnir voru hinir myndarlegustu
og þurftu aðeins lítinn kreisting úr
sítrónu. Smjörið var óþarft, en sem
betur fer borið fram sér og ekki sull-
að á matinn eins og sums staðar er
gert.
Hörpudiskur, borinn fram í skel,
með rækjum, papriku og hrísgrjón-
um, var ekki nógu góður, því að hann
var dálítið seigur. Hörpudiskur er
gott dæmi um mat, sem þarf að þiðna
varlega og fá afar milda eldun. Ekki
veit ég, hvort örbylgjuofn er í eldhús-
inu, en mér fannst eins og fiskurinn
hefði bæði verið þíddur og eldaður í
slíku tæki.
Almennt gildir um íslenzka
veitingamennsku, að hætta er á of-
notkun og misnotkun hinna þægilegu
örbylgjuofna, alveg eins og lengi
hefur veriö hætta á ofnotkun hinna
þægilegu, rafknúnu dósahnífa.
Með aöalréttunum var borið fram
skemmtilegt og óvenjulegt hrásalat,
sem meðal annars bjó yfir olífu,
hreðkum og baunaspírum, auk hins
hefðbundna ísbergs-káls og gúrku.
Leginn karfi, með miklu af
rækjum og alls óþörfum gulrótum og
rósakáli úr dós, var fullmikið
eldaður og farinn að þorna. Hann var
samt með þægilegu bragði. Sinneps-
sósan reyndist vera þykk hveitisósa
með sveppum.
Rjómasoöin smálúða með
hörpuskelfiski í hvítvínssósu var bor-
in fram með hrísgrjónum, svo og
sama rósakálinu og gulrótunum og
aðrir aðalréttir Hanans. Lúðan var
ágætis matur, en hörpudiskurinn var
því marki brenndur, sem lýst hefur
verið hér að framan.
Innbakaðir sjávarréttir í smjör-
deigsbotni komu á óvart og voru
góðir á bragðið.
Kryddleginn lambavöðvi með
steiktum ananas og kryddsósu var
miölungi steiktur og meyr. Kjötið
var gott. Sósan var sem betur fer
ekki úr hveiti.
Tumbauti aö hætti hússins, meö
ristuðum sveppum og bernaise sósu,
var ekki hrásteiktur eins og beðið
haföi verið um, heldur miðlungi
steiktur. Að öðru leyti var hann hinn
bezti matur.
Hversdagsiegur salatvagn
Salatvagninn í hádeginu var
fremur hversdagslegur. Þar mátti
meðal annars finna sveppi, tómata,
hreðkur, sýrðar smágúrkur, blandað
hrásalat hvítkáls og gulróta, olífur,
kokkteilsósu og salatolíu. Þar var
einnig eins konar búðingur, sem
ætlaður var til eftirréttar. Bæði
salatið og búðingurinn fylgdu meö í
veröi aöalrétta.
Vínlistinn í Gullna hananum var
lítt spennandi, en stendur til bóta.
Helzt mátti nýta þar rauðvínin Chi-
anti Antinori og Chateauneuf du
Pape og hvítvínið Gewiirztraminer.
A kvöldin er miðjuverð á forrétt-
um 215 krónur, súpum 100 krónur,
smáréttum 195 krónur, fiskréttum
332 kr., kjötréttum 577 kr., eftir-
réttum 115 krónur, vínglasi 60 krónur
og kaffi 40 krónur. Þríréttuð veizla
með hálfri flösku af víni á mann og
kaffi ætti aö meðallagi að kosta 867
krónur á mann.
I hádeginu kostar súpu dagsins 50
krónur. Þá er miðjuverð aðalrétta
með salatvagni og eftirrétti dagsins
205 krónur. Að súpunni viðbættri yrði
verðiö 255 krónur, sem er auðvitað
ekki hátt. Athugið, að krónupening-
amir f jórir hér að ofan tákna kvöld-
verðið í Hananum. Hádegisverðið er
aftur á móti aðeins upp á tvo krónu-
peninga, en þá yrðu kokkahúfurnar
líka hálfri færri eða þrjár alls.
Að lokum má útskýra, aö kokka-
húfumar, sem tróna með greina-
flokki þessum, eru aðeins að hálfu
leyti veittar fyrir matargerð. Hinn
helmingurinn er fyrir ytra umhverfi,
það er innréttingar (20%), þjónustu
(20%) og vínlista (10%). Sumir
staðir lyfta sér á matnum og aðrir á
umhverfinu.
Gullni haninn er búinn fínum inn-
réttingum og góðri þjónustu, svo og
sómasamlegum mat, sem auðvelt
ætti aö vera að bæta til samræmis við
ánægjulegan umbúnað staðarins.
Jónas Kristjánsson.
Arkitektar - Verkfræðingar - Byggingameistarar - Húseigendur
A ÍSLAIMDI
1. Cementa gólfílagningarefni sem stenst allar þær gæðakröfur er til
þarf i íbúðarhúsum og öðrum mannvirkjum.
2. Með þessu efni þurfa múrarar ekki að bogra við að strauja gólf eða
að skríða á fjórum fótum við að pússa þau.
3. Fljótandi efni sem leggur sig sjálft og verður algjörlega lárétt
(spegilslétt).
4. Mun ódýrara en gamla aðferðin.
5. Þornar á 24 tímum.
6. Fyrir ný sem gömul gólf (getum rétt af gólf allt út í 1 mm).
7. Hagstæðir greiðsluskilmálar á efni og vinnu. Dæmi: Þú greiðir 30%
út og eftirstöðvar á allt að 6 mánuðum.
Allar upplýsingar gefur Gunnar F.E. Magnússon múrari í síma 20623 kl.
12-13 og 18-22.
[EmEiiTH im ab Svíþjóð
er eitt elsta fyrirtækið í Evrópu með þessa nýjung.