Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Qupperneq 8
DV. LAUGARDAGUR 31. MARS1984. Égerá hausnum og vfflta i'estrid á Skagaströnd íhættu „Eg held aö það heföi ekki átt aö skipta neinu máli fyrst eftirspum var eftir plötunni. Hún seldist upp á sumum stööum strax, ég hef sannanir fyrir því, en síöan kom hún aldrei meira þangaö. Og ég held aö þaö séu. ansi margir staðir. Meira að ségja núna fyrir jólin ermérsagtaðhúnhafi víöast hvar um landið ekki veriö til.” Hvaö heldurðu aö þú hafir tapað miklum peningum á þessu ? ,,Eg hef ekki reiknaö þetta, ég þori ekki að reikna þaö og vil ekki reikna þaö. En ef ég tek inn í þetta dæmi, skemmtanabransann minn í sumar, sem er náttúrlega alveg auka viö þetta, þá er ég sloppinn, sirkabát. ” Haföú-ðumikið upp úr því? „Eg haföi eitthvað upp úr því.” Og þú segist vera á hausnum, er þaö svo slæmt? ,,Já, ég er á hausnum. Þaö eru ábyggilega margir sem hafa oröiö varir viö þaö, aö minnsta kosti þeir sem eiga eitthvað hjá mér. Þeir vita aö ég hef ekkert til aö borga meö og margir þeirra eru búnir aö sýna mér ofsalega mikla biðlund. Eg er til dæmis meö skuldabagga á mér síöan ég var meö verslunina sem ég er ekki laus út úrenn.” Hvaða verslun? „Verslun Hallbjöms Hjartarsonar sem var bæði matvöruverslun og gjafavöru- og búsáhaldaverslun. Eg rak hana í sjö—átta ár en hætti meö hana fyrir einu og hálfu ári. Þar eru lán sem ég er aö borga af ennþá, þau em búin aö vef ja upp á sig. Eg hef ekki staðið almennilega í skilum meö þau því ég fæ svo aftur f jármagn til aö út- búa þennan Kántrýbæ á sínum tíma. Þaö var byrjað á honum sumariö 1980.” Og gengur reksturinn á honum illa ? „Kántrýbær er ekkert rekinn nema frá maí og fram í september. Sumarið var stutt í fyrra, bara einn og hálfur mánuöur sem var góöur en svo keyri ég alian tímann sem eftir er af árínu á núlli. Allt þetta fjármagna ég meö lántökum, ég á engan pening og hef aldrei eignast pening ööruvísi. Ef þaö er þá hægt aö kalla aö ég eigi hann, en sem sagt ég f æ hann aö láni og eigna mér hann þannig. En þetta gekk illa í sumar og svo bætist viö aö ég tók mér lán í aðinnrétta Kántrý II í sumar.” En þrátt fyrir alit hefuröu hug á aö taka upp plötuna Kántrý III. „Já, en mig vantar fjármagn í þaö. Eg er tilbúinn meö lögin og allt á plötuna. Þaö vantar bara peninga til aö byrja. Eg reikna meö aö þurfa svona 200 þúsundkall í startið, maður þarf peninga í skurðinn, hljóöfæra- leikarana og teipið. Hitt er hægt aö fá á víxlum.” Er mikil pressa á þig að gefa þessa plötu út? „Þaö vantar nú ekki aö fólk hafi samband bæöi á nóttu og degi.” Nóttunni líka? ,,Já, þaö er alls konar fólk sem hringir og því er velkomið aö gera þaö. Þá er þaö í gleðskap eöa eitthvaö og spilar plötuna og eitthvað svona og er þá bara aö lýsa ánægju sinni yfir plötunni og svona. Það er aö spyrja hvort ég sé ekki að koma með aðra og svona eins og gengur og gerist. Þetta er yfirleitt um hverja einustu helgi en aöallega á föstudagskvöldum.” Hallbjörn og Amy Eymundsdóttir, eiginkona hans. Hun er Færeyingur að ætt. ,, Við kynntumst / fíeykja- vik fyrir 27 árum," sagði Amy. „Ári siðar flutti ég með Hallbirni til Skagastrandar. Ég fer á tveggja ára fresti til Færeyja en Hallbjörn hefur hins vegar aldrei komið þangað." Aðspurð sagðist hún ekki mikil tónlistarmanneskja, „en ég hef þó gaman af kántrímúsik ' (D V-myndir G VAI. Vantar drift í aðdáendaklúbbinn Nú átt þú orðið aðdáendaklúbb, var þaö eitthvaö aö þínu undirlagi? „Nei, ég átti engan þátt í stofnun hans. Eg var aö skemmta uppi á Skála- felli þegar víkur sér aö mér maöur sem heitir Baldur Bóbó Fredriksen. Hann heilsar mér, þakkar fyrir góöa skemmtun og kynnir sig, segist vera úr KR og þar séu margir aðdáendur sem séu aö spekúlera í að stofna aödáenda- klúbb í kringum mig. Nú, ég jánkaöi því og sagði bara jæja og þetta orölengdist eitthvað og siðan þakkaöi ég honum bara fyrir. Hann spurði mig hvort ég yröi í bænum eitthvað seinna og ég sagöist gera ráð fyrir þ ' T,a’"' sagðist mundu þá hafa sanr mig. Svo gerist lítiö annaö er L hitti blaöamann sem segist j J - Morgunblaöinu, hann Sigurður Sverrisson. Þá fór bara allt af stað hjá KR-ingum og þetta var stofnað í hvelli. Mér finnst þetta allt ágætt og hef gamanaf því.” Hvaða samband hefur þú viö klúbbinn? aö ætti að fara stofna aðdáendaiu. Jú, ég segist hafa heyrt þaö, og síöan kemur hann meö þetta þama í „Ja, þaö er einmitt þaö. Mér finnst bara ekki nóg aö þaö sé búið aö stofna þennan aödáendaklúbb og svo sé þaö ákaflega litið meira'. Maður hefði nú haldiö að þegar væri búiö aö stofna svona klúbb þá væri þaö manni til styrktar. Það má jú segja aö þeir hafi gert þaö meö því að auglýsa mig en mér finnst alveg óþarfi aö láta svona lagað detta niður strax. Eg held aö málin hafi strandaö, til dæmis voru búin til mjög skemmtileg skírteini handa klúbbfélögum en ég held þaö hafi bara sama og ekkert af þeim fengiö skírteinin, bara innstu hóparnir í KR. Þaö er þannig eins og aö vanti einhverja drift í þetta: Annars eru KR- ingar ekki þeir einu sem hafa stofnað aödáendaklúbb í kringum mig. Nemendurnir í Menntaskólanum á Egilsstöðum hafa gert þaö, svo er klúbbur í Samvinnuskólanum í Bif röst, og ég var aö skemmta í Mennta- skólanum í Reykjavík um daginn. Þá viku sér þar nokkrir unglingar aö mér og sögðust vera aö undirbúa stofnun klúbbs þar. Þaö virðast því vera svona smáklúbbar hingaö og þangaö.” Hvaö geturðu ímyndaö þér aö aödá- endahópurinn sé stór, ef eru svona klúbbar úti um allt? „Eg hef nú ekki mikið pælt í þessu, mér finnst ágætt að heyra þetta svona og svona sko en ég veit ekki hvort fylgir þessu voöalega mikið. Þaö virö- ist þó benda til þess að maður eigi stóran aödáendahóp og mér virðist að hann sé á ansi mismunandi aldri. Eg veit frá 6 ára aldri og upp úr. Til dæmis hafa foreldrar hringt í mig og beðið um mynd handa börnum sínum og einn Kántrý II, ferðamannaverslun Hallbjarnar á Skagaströnd. Þaðan er innangengt í sjálfan Kántrýbæ, veitingastaðinn. faðir í Keflavík hringdi og sagöi að 6 ára sonur sinn ætti afmæli í janúar og hann væri búinn aö panta afmælis- gjöfina sem ætti aö vera Kántrý II. Strákinn langaöi svo óskaplega til að hringja og tala viö mig en hann þyröi það ekki. Aramótaskaupiö var þá nýbúiö í sjónvarpinu og ég held aö þau hafi átt það á myndsegulbandi. Þaö var veriö að leika mig þarna og strák- urinn var voöa hrifinn af mér. Eg sagði að þaö væri allt í lagi, ég skyldi tala viö hann en þá verður guttinn litli svona hræddur og vildi ekki koma í símann. Viö tölumst svolítiö við svona, pabbi hans og ég, en á endanum kom strákurinn og viö röbbuöum svona pínulítiö saman. Þaö eru mörg svona sniöug dæmi.sko.” Reyndi að hneyksla fólk Þú nefndir aöeins atriöiö í áramóta- skaupmu þar sem Ami Tryggvason er að herma eftir þér. Hvaö fannst þér sjálfum um þaö? „Bara ágætt. Mér finnst ekkert athugavert við aö fólk sé aö leika mig.” Hvaö finnst þér annars yfirleitt um þaö þegar veriö er aö tala um þig? „Það skiptir mig engu máli. Það hefur aöeins eitt atriöi sært mig pínulítið en annars er ég voðalega kaldur fyrir öllu svona löguðu. Þetta eina atriöi eru skrif Bergþóru Arna- dóttur á sínum tíma þegar ég var aö skemmta á Oðali. Það var hreinn uppspuni og lygi, ekki einn einasti fótur fyrir því og var boriö til baka í blöðum aftur seinna. A þeim tíma særöi þetta mig svo mikið aö ég var að hugsa um að kasta öllu frá mér. Þaö munaði ekki nema hársbreidd aö ég gerði þaö en svo var stappað í mig stálinu að gera þetta ekki. Þaö hringdi í mig fólk sem þekkti persónuna og þegar búiö var aö lýsa því fyrir mér hvers konar persóna Bergþóra Ama- dóttir væri þá fór ég aö jafna mig sjálfuráeftir.” Hvaö var þaö í skrifum Bergþóru sem særði þig svona? „Eg man þetta nú ekki almennilega en þó meininguna í því. Hún sagöi bara hreint og beint aö ég hefði hagað mér ó- sæmilega úti á gólfinu á Óðali. Þaö var ekki hægt að skilja það öðruvísi. Þarna var einhver sem lýsti þessu aftur í blaði og bar á móti þessu. Hitt er aftur annaö mál að þegar ég var aö kynna Kántrý I var ég óþekktur. Eg veit þaö s jálf ur að besta auglýsingin sem ég gat fengið er aö hneyksla fólk og ég lagði mig fram um þaö þegar ég var aö kynna Kántrý I aö hneyksla fólk. Eg gerði það viljandi, alveg viljandi. Eg vissi aö ef ég gerði eitthvað sem hneykslaöi fólk þá myndi þaö lifa á vörum þess mann fram af manni og þaö myndi veröa smjattað á því. En ef ég gerði eitthvað gott, þá myndi veröa haldið kjafti yfir því, þess vegna myndi ég gleymast. Ef ég hneykslaði myndi þaö ganga mann frá manni frá manni og fólk segja: Manstu hvaö hann gerði, hann var með svona . . . ég get bara aldrei gleymt því, ég man þaö enn í dag. Þá mundi ég lifa og lifa og lifa á vörum þessara manna og það myndi veröa til þess aö þegar ég kæmi meö Kántrý II þá myndi fólk muna eftir mér. Þá skyldi þaö líka fá að sjá annað viömótámér.” Finnst þér þetta hafa tekist? „Já, þaö tókst hjámér. Mér tókst að vekja þá eftirtekt á mér sem ég ætlaði að gera með því aö hneyksla fólk. ” Þú talar um aö hneyksla, hvernig hneykslun var það sem þú beittir? „Ja, ég var með ögrandi hreyfing- ar, ég neita þvi ekki. Eg kom ofan af loftinu með beltið spennt frá. Eg lét þaö líta svo út aö ég væri aö koma frá pútnahúsi uppi, kom niður stigann og söng á gólfinu. Eg strauk niður lærin á mér og annað slíkt af því ég vissi að þetta myndi hrífa. Bergþóra var þarna og snýr þessu svona við.” Ertu frekar aö höfða til kven- þjóöarinnar en karla með svona hreyfingum? „Eg geri þaö alltaf þegar ég er aö skemmta. Þá höföa ég meira til kven- þjóðarinnar. Aftur á móti finnst mér að aödáendur mínir séu alveg jafnt karlmenn sem kvenmenn. En ég legg mig miklu meira eftir aö þóknast kven- fólkinu þegar ég er aö skemmta og þaö ...................... ' ... .. ' ■ Texti: Jón Bffldvin Halldórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.