Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Side 13
DV. LAUGARDAGUR 31. MARS1984.
dómar víkja og málamiðlun fær stærri
sess.”
— Þú sagðir 1981 að horfur væru
slæmar en ekki á sama hátt og þú
hefðir áður haldið.
„Já. Hér áöur fyrr stafaði ótti minn
af hinum ósýnilegu stjómvöldum. Það
sem ég óttast nú er fjölmiðlun,
sjónvarp og plast sem ég held að geti
ýtt okkur lengra í átt til alræðis-
stjórnarfars heldur en bandariska
leyniþjónustan eða alríkislögreglan.”
— Hvaða öfl eru að baki þessari
þróun?
„Jæja, nú erum viö komnir yfir í
draumaheiminn. Stundum held ég að
það séu ill öfl laus úr læöingi í alheim-
inum sem eru félagsleg hliðstæða við
krabbamein í likama og þau eru úr
plasti. Þetta plast smýgur í gegnum
allt — það er í sérhverri smugu í fram-
leiðsluferlinu. Aðu en langt um líður
verður allt orðið úr plasti. Vegir verða
„plastikaðir”.
Annars vegar dýrkum við alheiminn
— við gerum það öll meðvitaö eða
ómeðvitað. Hins vegar býr þessi andúð
á alheiminum í okkur. Alheimurinn er
miklu meiri en við sjálf og þaö þolum
við ekki. Egó okkar, eða 20. aldar,
endurspeglun þess, blossar upp í
okkur. Við veröum að gera eithvað við
þennan heim — við verðiun eiginlega
að sýna honum í tvo heimana. Plastið
er ein góö leið — því það er ónáttúrlegt
efni sem jörðin getur ekki melt.”
— Robert Frost sagði að það skorti
hógværð hjá fólki eins og þér sem væri
alltaf að spá ragnarökum?
„Eg hef aldrei haldiö því fram að
Itobert Frost ætti að falla við mig og
mínarskoðanir.”
— En heldurðu að allt stefni í óefni
hér í þessum heimi?
„Eg held að ég sé nú ekki einn um að
halda það. Otölulegur fjöldi fólks hefur
þungar áhyggjur. Heimurinn stendur
á miklum tímamótum núna. Eg held
að 9. áratugurinn verði ótrúlegur þar
sem súrrealiskari og stórkostlegri
breytingar eigi eftir að eiga sér stað en
á 7. áratugnum.
— Síðasta spurning — sumir hafa
gagnrýnt þig fyrir að þú viljir þröngva
lífsviðhorfum þínum, trú, starfi og Lífs-
stíl upp á aðra. Hverju svararðu því?
„Það er alger misskilningur. Eg hef
svo oft rétt fyrir mér og svo rangt fyrir
mér sama daginn að mig dreymir ekki
einu sinni um aö fá aðra til aö hugsa
éins og ég. Hins vegar teldi ég æskilegt
að fólk næði meiri árangri i því sem
það er á annaö borð að pæla í. Það er
mjög mikilvægt í sambandi við starf
manns. Verk góðra höfunda, ef bók er
nógu góð getur enginn sagt fyrir um
hvemig henni verður tekið. Enginn
ætti aö geta sagt fyrir um slikt. Ef
eitthvað er nógu gott þýðir það að það
er ekki uppáþrengjandi.
Ef einhverjar af mínum bestu hug-
myndum ná því að hafa áhrif á
einhverja persónu sem er betur gefin
en ég sjálfur — þá er það fínt. Eg held
að ef maður heldur einhverri hugmynd
statt og stöðugt fram, þannig aö sá er
hefur verið á öndverðum meiði
meðtekur þá hugmynd, þ.e. skiptir um
skoðun — þá hefur manni tekist að
betrumbæta hugarfar andstæðings
síns. Síöan kemur þriðji aðilinn og
hakkar hugmyndina í sig sem and-
stæðingurinn var loks búinn að sætta
sig við og fær nú aðeins að sjá rang-
hverfuna á. Eg trúi engu ef ég trúi ekki
á díalektíkina. Að því leytinu til geri ég
það besta sem ég get.”
7 TEGUNDIR
1 ARS ABYRGÐ
l ! ð
yjí I" :
|í :j|. W ÝÍ
i
P ;í|
Mál: hæð 74 mm, breidd 25 mm, þykkt 3,8 mm.
Þynnsti kveikjari í heimi frá
MARUMAIM
UTSÖLUSTAÐIR:
Reykjavík:
Verslunin Bristol,
Verslunin Casio,
Garðar Ólafsson úrsmiður.
Kópavogur:
Verslunin Tröð.
Akureyri:
Blómabúðin Akur,
Gullsmíðastofan Skart.
ísafjörður:
Verslunin Seria.
Umboð
K. EYMUNDSSON
VIKAN
EITTHVAÐ
FYRIRALLA
Við höfum orð hófsamra sælkera fyrir því að notir þú
SÉRSALTAÐ SMJÖR ofan á grófa brauðið - og ekkert annað,
njóti hið ljúffenga smjörbragð sín til fulls, og ekki aðeins það,
brauðið verður jafnvel enn betra.
Hvernig væri að fá sér eina með SÉRSÖLTUÐU SMJÖRI
- og engu öðru?
Osta og smjörsalan.
AUGLÝSINGASTOFA KRISTÍNAR HF. 9.114