Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Side 14
DV. LAUG ARDAGUR 31. MARS1984. Brot úr lý§lngum Gunnars Gunnarssonar skálds á Jóhannl Sigurjónssyni Jóhann Sigurjónsson skáld. Útlitið Gunnar Gunnarsson ritaöi grein um Jóhann Sigurjónsson sem hann nefndi: „Einn sit ég yfir drykkju.” Svona lýsir hann útliti Jóhanns: Ytra útliti Jóhanns er ekki auölýst og var hann þó einkennilegur. Hann var meðalmaður á hæö, fremur holdgrann- ur en hitt, þreklegur, gekk hrööum skrefum, örlítiö álútur og hægri öxlin ívið hærri en hin. Dökkur var hann yfirlitum, nærri svartur, enda af sum- um kunningjum sínum kallaöur Krummi, sveipur í hárinu yfir miöju enni, andlitiö aflangt, augun gráblá en breytileg, stundum allt að þvi blá, en áttu það til aö dökkna, nefið hátt og eilítið bogið; — annars var andlit Jóhanns á hverri stundu spegilmynd af skapi hans, hver skapbreyting var ein- kennilega augljós í þessum ákveönu dráttum; hver sú tiifinning sem hann gaf sig á vald speglaðist þar af fullum og stundum tvíefldum styrkleika, og varla alltaf aðhonumóafvitandi. Þetta andlit og svipbreytingar þess átti seið- ER SAFN STUTTRA, AÐGENGILEGRA GREINA UM ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR, SEM SETTAR ERU FRAM Á AÐGENGILEGAN OG AUÐSKILINN HÁTT. Tímarit fyrir alla ER SAMBLAND AF SKEMMTUN OG FRÖÐLEIK OG HENTAR ÖLLUM ÞEIM SEM HAFA LÍTINN TÍMA TIL LESTRAR V\L)A SAMT FYLGJAST MEÐ. r fanAt TÝ/1V$íl/yV) 'I'V) V) s Tt f&wTrpVP ^ í l! ts ER EKKI SÍÐUR KJÖRIÐ TÍMARIT FYRIR LESTRAR- HESTINN, SEM FÆR HVERGI EINS MIKIÐ AÐ LESA FYRIR JAFN LÍTIÐ VERÐ. ÞAÐ VIÐRAR ALLTAF VEL TIL AÐ LESA w hr Timaritfyriralla magn sem fáum var gefið. Jóhann var sólginn í samræður og sagði vel frá, var talandi skáld í óbundnu máli án þess að rugla, aðrar eins persónu- lýsingar og hann gat gefið í viöræöum hefur hann aldrei á bók fært; vafalaust var honum eðlilegra að tala en rita. Kímni hans var óhlífin, en laus við beiskju og aldrei mannskemmandi; hjá honum voru það fremur vinahót en hitt að gera að gamni sínu úm mann. I kunning jahópi dró hann dár að sjálf um sér jafnt sem öðrum. Þegar honum tókst upp var hann skemmtilegastur þeirra manna sem ég hef fyrir hitt. Frægð og auður Gunnar segir þetta um áform Jóhanns um ríkidæmi: Það þarf ekki mörgum blöðum um þaö að fletta að Jóhann Sigurjónsson ætlaði sér að veröa frægur, — nei hvað er ég að segja: stórfrægur maður. Og um leið stórríkur. I óskadraumum hans fór þetta tvennt saman, jafn sjálf- gefið og sól og tungl á lofti. Skald- frægðin ein, ljómi andans, var þess megnug aö hefja hiö jarökynjaða og því grómtekna og í sjálfu sér hálf fyrirlitlega gull upp í æðra veldi, breyta því úr þræli í frelsingja; hærra varð varla komist á því sviði. Það voru engar öfgar, heldur eölisþáttur í lund Jóhanns um leið og hann þráði auö og á tímabilinu reri að því öllum árum að auðgast sem fyrirhafnanninnst og sem fýrst, — með uppfinningum eða jafnvel allra helst við spilaborðið — kunni hann í rauninni ekki við að eiga peninga. Auðgimdin var honum draumur einn, eins og fleira. Hann hafði manna næmast auga fyrir hjá- kátleik þeirra manna er miklast af peningaeign; engum var ljósara en honum að dýpra verður ekki sokkið í fátækt en til mikillar eignar — ef göfuglyndi og stórmennsku brestur. Hann átti hvort tveggja í fórum sínum, var höfðingi, var öölingur að upplagi og óttaöist því ekki hinn svikula málm. Hann lagði hverja gildruna eftir aðra og skildi ekkert í þegar veiðin gekk honum úr greipum. Það var varla ein- leikið! fannst honum. Hann sá sniðuga asna og þrákelkna einfeldninga vinna sér inn of fjár. Hvaö ætti honum að vera til fyrirstöðu, honum sem sá í gegnum þá og aöferðir þeirra og skynjaði allt til botns? „Það er víst afarörðugt að eignast skilding svo um muni, þaö hefur smám saman oröiö mér ljóst.” Smám saman! .. . Það er engin uppgerðar-undrun sem kemur fram í orðum eins og þessum. Jóhann var einlæglega hissa á því að gull- fuglarnir skyldu ekki koma fljúgandi, þegar hann bandaði til hendinni, þá því fremur þegar hann lagðisig svo lágt að setjast við fjárhættuspil eða hugsa út oddlausar hattnælur eða ryklok yfir ölglös á úti-knæpum og kaupa einka- leyfi um víða veröld; — undirritaður fékk skjalfest tíu hundraöshluti af hreinum ágóða i síöasttaldri uppfinningu, vegna smávægilegra umbóta: þriggja brettinga er gerðu lokiö stööugra á glasinu þó að það hallaðist og um leið komu i veg fyrir að flöturinn snerti borðið og óhreinkaöist þegar lokið var lagt til hliöar! Smiði þessa rykloks sem margfrægt var orðið meðal kunningja Jóhanns heppnaöist honum að einhverju leyti; allmikill slatti ryögaöi upp h já honum í skemmu í Chariottenlund. Samt var hann ekki af baki dottinn; hafði fram- vegis mörg járn í eldinum. Fárveikur maður fór hann rétt fyrir dauða sinn heim til Islands til þess að garfa í fyrir- hugaðri hafnargerð við Höfðavatn —. sem aldrei komst í framkvæmd, en hefur ef til vill stytt líf hans, að minnsta kosti um mánuöi. Hvað vakti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.