Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Qupperneq 21
DV. LAUGARDAGUR 31. MARS1984. 21 áhrif á nágrannana. Þeir komu þvert á móti reglulega í húsið og hlýddu á herra Thompson skemmta með fiðlu- leik og upplestri. Gripinn Það komu auðvitað kvöld þegar Thompson gat ekki tekið á móti gestum. Þá var hann í ránsferðum á léttivagni sínum í suðurhluta Lundúna. Hann var alltaf ákaflega vel klæddur á ferðum sínum. „Lögreglan trúir því ekki aö maður sé innbrotsþjófur ef maöur er nógu vel klæddur,” sagði hann. Hann var að öðru leyti ólíkur rammagyllaranum frá Sheffield. Hann var búinn að lita hár sitt svart, raka af sér skeggið og notaði gleraugu. Ráns- ferðimar urðu æ arðbærari og Peace varð æ áræðnari. Blöðin skrifuðu mikiö um hann og enginn vissi hver þessi meistaraþjófur var. En þetta gekk ekki þegar til lengdar lét. Svo virtist sem einhver hefði kjaftaö í lögregluna — kannski önnur konan, að minnsta kosti var allt fullt af lögreglumönnum í útbænum Blacheath að kvöldi fimmtu- dagsins 10. október 1878. Um tvöleytið um nóttina tók lögregluþjónninn Edward Robinson eftir ljóskeilu í húsinu St. Johns Park 2. Hann gerði félögum sínum viövart og lögreglan knúði dyra. Ljóskeilan hvarf og út um gluggann kom Charles Peace. Hann hljóp í gegnum garðinn og lögreglan á eftir. Peace sneri sér við og öskraði: „Til baka eða ég skýt!” Hann skaut fjórum skotum og eitt þeirra lenti í handlegg Robinsons. En leiknum var lokið. Robinson og félögum hans tókst að yfirbuga hinn baráttuglaða Peace. Hann var með silfurvasa á sér, ávísanahefti og veski sem hann hafði haft upp úr krafsinu. Að auki var hann með þjófalykla og tvo meitla. Réttarhöld Þegar Peace kom fyrir rétt í Old Bailey 19. nóvember 1878 var hann ákærður undir nafninu John Ward. Hann var ákærður fyrir að hafa reynt að drepa Robinson lögregluþjón sem fengið hafði 25 punda verðlaun fyrir dáð sína. Kviðdómurinn dæmdi hann sekan á fjórum mínútum. Aður hafði Peace haldið ákafa vamarræðu sem næstum snart taug í hjarta allra nema dómarans. Dómurinnhljóöaðiupp á aö hann skyldi lokaöur inni í fangelsi ævi- langt. Lögreglan hafði loks fengið vitneskju um það hver Peace raun- verulega var. Og kærunni á hendur honum var fylgt eftir með því að ákæra konu hans fyrir yfirhylmingu. Hún var dæmd saklaus á þeim grundvelli að hún hefði verið neydd sem eiginkona hans til aö gera eins og hann vildi. Föstudaginn 17. janúar 1879 var Peace fluttur hlekkjaður og í fanga- búningi frá Pentonville til Sheffield þar sem yfirheyrslur fóru fram vegna morðsins á Arthur Dyson. Frú Dyson kom frá Ameríku til að bera vitni fyrir réttinum. Sama dag var Peace fluttur aftur til London. Klukkan 5.15 á miðvikudagsmorgni 22. janúar fór Peace með morgunlest- inni til Sheffield í fylgd tveggja lögregluþjóna. Hann var mjög erfiður á leiðinni og krafðist þess stanslaust að fá að fara á klósettið. I einni slíkri heimsókn kastaði hann sér skyndilega í gegnum gluggann, áreiðanlega í þeim tilgangi að svipa sig lífi. Annar varð- anna náði taki á öörum fæti hans en missti takið. Peace féll úr lestinni, slasaðist á höfði og lá hreyfingarlaus í snjónum þegar verðimir fundu hann. Þeir þurftu að hlaupa tvo kílómetra eftir teinunum. Fleiri dráp Þrátt fyrir þetta var málið tekið upp strax föstudaginn 24. janúar. Réttur var settur í fangelsisganginum fyrir framan klefa hins illa leikna morðingja. Hann var allur reifaður og taföi í sífellu réttarhöldin með athuga- semdum eins og: „Hvers vegna erum við hér?” „Mér er kalt.” og „Eg vildi að ég væri dauður. Akveðið var að Ijúka málinu endanlega fimmtudaginn 4. febrúar 1879 í Leeds. Fanginn var fluttur í Armley-fangelsið þar sem hann fór strax að skrifa langa og upp- byggilega pistla. I réttarhöldunum var frú Dyson aftur leidd fram sem vitni. Henni var greinilega illa við það þegar ákærand- inn fór út í smáatriði í samskiptum hennar og Peace. Hún varðist með ósvífnum svörum og dómarinn varð margoft aö biöja hana að hafa sig hæga. Kviðdómurinn var tólf mínútur að komast að niðurstöðu. Peace var dæmdur til dauða. Þegar hann var spurður hvort hann hefði eitthvað við það að athuga sagði hann: „Hvaöa gagn ætti það að gera?” I dauðaklefanum í Armley-fang- elsinu létti Peace nú á hjarta sínu fyrir J. H. Littlewood prófasti. Hann sagði meðal annars að hann heföi skotið og drepið lögregluþjón í Manchester fyrsta ágúst 1876, áður en hann skaut Alfred Dyson. Lögregluþjónninn, sem hét Nicholas Cook, hafði ásamt félaga sínum komið Peace á óvart þar sem hann var að fremja innbrot í hverfinu Whally Range. „Hann var ákveöinn maður eins og ég sjálfur,” sagði Peace, „og hann lét sér ekki segjast þó að ég miðaði á hann byssu. Eg skaut og hitti hann í brjóstið. Annaö gat ég ekki gert.” „A að hengja ykkur eöa mig?" Tveir írskir bræður, sem báru eftir- nafnið Habron, voru ákærðir fyrir morðið á lögregluþjóninum. Annar þeirra, William Habron, 18 ára, var dæmdur til dauða fyrir morðið. Það átti sér stað 28. nóvember, daginn fyrir morðið á Arthur Dyson. Peace fylgdist með öllum réttarhöldunum af áheyrendapöllunum og var ákaflega spenntur, sagði hann seinna. Skyldi það hafa orðið honum að falli að hann slapp frá þessum dauðadómi og reyndi því annaðmorð? Habron var veitt uppreisn æru eftir þessa játningu Peace en það hjálpaöi honum lítið þar sem hann var kominn undir græna torfu. Fjölskylda hans fékk 800 pund í miskabætur. Charles Peace var hengdur í Armley-fangelsinu í Leeds klukkan átta að morgni 25. febrúar 1879. Síðustu stundum ævi sinnar eyddi hann við iðkan bæna og iðrunarskrif. Það risti þó varla sérlega djúpt, að minnsta kosti kvartaði hann ákaft yfir síðasta morgunverði sínum og sagði við verðina: „Hvers vegna í andskotanum liggur ykkur svona á. A að fara að hengja ykkur eða mig? ” Snaran I gálganum neitaði hann að vera með hvíta hettu yfir höfðinu. „Eg vil sjá hvað er að gerast,” sagði hann. Loka- orð hans voru: „Nú gæti ég hugsað mér einn gráan:” „Vill einhver gefa mér drykk?” Hann hafði varla sleppt síðustu orðunum þegar hlerinn var látinn falla og endi var bundinn á líf hans. Eftir dauða hans var sent út sorgar- kort með áletruninni: „I minningu um Charles Peace sem tekinn var af lífi í Armley-fangelsinu fimmtudaginn 25. febrúar 1879 fyrir þaö sem ég gerði en vildi ekki.” Hann hafði látið prenta það sjálfur í fangelsinu. Char/es Peace varþrátt fyrir sérkenni/egt út/it snil/ingur i að búa sig i dular- gervi. Þannig lék hann á yfirvöld svo árum skipti. Lögreglan lýsti honum þannig að hann líktist apa og væri Ijótur og lævís og mikið kvennagull. rstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð saka Samtimateikning frá yfirheyrslunni í Sheffield þar sem Katherine Dyson var kölluð fyrir sem vitni. Hún bar vitni standandi. DAGS FORSKOT A ÍÞRÓTTAFRÉTT1R HELGaMiNNAR H VARTA __ OFURKRAFTUR - “ ÓTRÚLEG ENDING FRAMLEIÐENDUR BETRI BÍLA í EVRÓPU VELJA VARTA RAFGEYMA í BÍLA SÍNA Það segir meira en mörg orð. Framleiðendur Mercedes Benz, BMW, Volkswagen og fleiri, velja VARTA rafgeyma, enda hefur reynslan sýnt að VARTA rafgeymum má treysta. Þeir bjóða upp á meira kaldræsiþol, eru viðhaldsfríir og einnig ódýrir. 60 AMP-stundir kr. 1.494.00. 70 AMP-stundir kr. 1.788.00. Hentar flestum gerðum bifreiða. Á OLÍS stöðvum færðu VARTA rafgeymi, og ísetningu á staðnum. VARTA GÆÐI Á GÓÐU VERÐI ávallt í leiðinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.