Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 7. APRIL 1984. DAGBLAÐIÐ Alþjódleg bílasýning INTERNATIONAL MOTOR SHOW ISLANDI I dag er hetgarblað 2 helgað alþjóðlegu bilasýningunni AUTO 84 sem opnaði dyr sínar fyrir gestum í gærkvöldi og stendur yfir fram á pálmasunnudag, 15. april. í þessu blaði er gerð grein fyrir því sem fyrir augu ber á AUTO 84. Greint er frá þeim bílum sem verða til sýnis, birt nokkur verðdæmi og jafnframt var valinn út einn bill frá hverju bílaumboði og honum gerð nán- ari skil. öll bílaumboðin hafa gert sitt til þess að gera þessa bilasýningu sem glæsilegast úr garði og sum hver fengið sérstaka bila senda gagngert til landsins vegna sýningarinnar. Margir þeirra bila, sem sýndir eru, sjást nú í fyrsta sinn á Íslandi og eru sumir þeirra svo nýir af nálinni að það eru aðeins fáar vikur siðan þeir voru kynntir fyrst erlendis. í ár eru liðin 80 ár frá þvi bíllinn kom fyrst til landsins og þvi vel við hæfi að Bílgreinasambandið skuli halda upp á þessi merku timamót með þessari myndarlegu sýningu. Til að gamli timinn gleymist ekki í öllu þessu flóði nýrra bila mun Fornbilaklúbburinn sýna okkur marga gamla glæsivagna í sýningardeild sinni á AUTO 84. Billinn á raunar aldarafmæli á þessu ári þvi fyrir hundrað árum litu fyrstu raunverulegu bilarnir dagsins Ijós. Er saga bílsins frá upphafi litillega rakin í þessu blaði. Billinn er i dag orðinn ómissandi þáttur i daglegu lifi sórhvers manns og því eiga sýningar á borð við AUTO 84 erindi til allra. Umsjón með bílablaði DV: Jóhannes Reykdal. HJÁ OKKUR FÁST (AL)MINIMSTU OG ÓDÝRUSTU BÍLARNIR Leikfangabúðin fS moöt ðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1 Sími 2601Ö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.