Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 31
4
DV.LAUGARDAGUR7. APR1L1984.
Traustir vlnnuþjarkar
Vöruflutningabílarnir frá Volvo hafa fyrir löngu öðlast heims-
viðurkenningu. Þessir traustu vinnuþjarkar hafa ekki brugðist
hinum kröfuhörðu atvinnubílstjórum. Starfsmenn Volvo gera
sér (jósa grein fyrir þeim kröfum sem til bílanna eru gerðar.
Hver ný árgerð af Volvo sannar viðleitnina til að gera betur.
Með árgerð 1984 hefur Volvo unnið sigur á tæknisvæðinu.
Þessi nýi verðlaunabíll frá Volvo hefur fleira til brunns að bera
en vera aflmikill og þolgóöur. Billinn er með nýju húsi, sem er
rýmra en þau eldri. í þessu nýja húsi fer mjög vel um bílstjórann:
svefnaðstaðan hefur verið endurbætt, útsýnið er betra og ný
gerð sæta hefur verið sett i bilinn. Þá hafa verið gerðar
endurbætur á húsinu, sem miöa að þvi að minnka loftmót-
stöðuna.
Vörubill árslns 1984!
Alþjóðadómur blaðamanna, sem fjallar sérstaklega um vörubíla,
valdi nýlega Volvo F10 Intercooler vörubil ársins 1984. Þessi
viðurkenning er vindur i seglin hjá okkur Volvo-mönnum.
Árgerð 1984 af F10 Intercooler fer létt með 38 lesta brúttó-
þunga. Jntercooler" vélin tryggir einstaklega góðan gang. Hún
er 299 hestöfl og snúningsaflið er 1.230 Nm. Helstir kostir Inter-
cooler-vélarinnar umfram venjulega F10-vél eru: aukinn með-
alhraðl, mlnnl eldsneytisnotkun og færri gírskiptlngar.
Látlð ekkl vörubíi ársins framhjá ykkur fara.
Frekari upplýsingar veita sölumenn Volvo.
SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200