Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Blaðsíða 42
42 DV. MÁNUDAGUR 30. APRIL1984. TÓNLISTARSKÓLINN (VOGUM Öskum aö ráða skólastjóra við skólann frá 1. ágúst 1984. Æskilegt er að umsækjandi geti tekið að sér organistastarf við Kálfatjarnarkirkju. Nánari upplýsingar gefa Ragnheiður í síma 92-6608 eða 91-78776 og skrifstofa Vatnsleysustrandar- hrepps, sími 92-6541. Umsóknir berist á skrifstofu hreppsins, Vogageröi 2 Vogum, fyrir 15. maí 1984. Skólanefnd. VANTAR BLAÐBERA í KEFLAVÍK. Upplýsingar gefur Ágústa Randrup í s. 92- 3466. NÝIR OG NOTAÐIR BÍLAR WFmM SELJUM í DAG TEGUND ÁRGERÐ EKINN LITUR VERÐ BMW 520i automatic 1982 12.000 silfurgrár 570.000,- BMW 518 1982 28.000 dökkblár 505.000, BMW518 1980 26.000 silfurgrár 355.000,- BMW 318i 1982 31.000 blágrár 385,000,- BMW 318i automatic 1981 56.000 grænsans. 405.000, BMW 316 1983 8.000 svartur 420.000,- BMW 316 1981 39.000 silfurgrár 300.000,- BMW315 1981 57.000 gullsans. 300.000,- BMW315 1981 27.000 silfurgrár 305.000, BMW 316 1978 82.000 vínrauður 210.000,- BMW 518 1979 72.000 grænsanseraður 315.000- Mazda 929 automatic 1980 40.000 blásanseraður 245.000,- Mazda 323 1978 76.000 orange 105.000,- Suzuki Van 1982 40.000 grár 140.000,- Renault 4 Van F6 1983 400 hvítur 205.000,- Renault Van F6 1982 21.000 hvítur 165.000, Renault 9GTS 1982 23.000 rauður 275.000,- BMW 316 1981 30.000 rauður 320.000,- KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 38., 42. og 45. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Suðurvangi 14, 2. hæð C., Hafnarfirði, þingl. eign Harðar Sigurjónssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. maí 1984 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Hæðarbyggð 12, jarðhæð, Garðakaupstað, tal. eign Hafsteins Kristjánssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 3. maí 1984 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Melastöð í Hrólfsskálalandi II, Seltjarnar- nesi, þingl. eign isbjarnarins hf., fer fram á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 3. maí 1984 kl. 16.45. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 109., 112. og 114. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni spildu úr landi Skeggjastaða, Mosfellshreppi, þingl. eign Nikulásar Snorrasonar, fer fram eftir kröfu Brunabótafélags íslands og Arnar Höskuldssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. maí 1984 kl. 18.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Kvikmyndasjóður fær söluskatt af sýningum — samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt hefur verið fram Stjómarfrumvarp um Kvikmynda- sjóð Islands hefur veriö lagt fram á Alþingi, en það kveður meðal annars á um að sjóðurinn fái í tekjur því sem nemur söluskatti af kvikmynda- sýningum í landinu. 1 frumvarpinu eru Kvikmyndasjóði falin þau verkefni að úthluta styrkjum og lónum til íslenskrar kvikmynda- gerðar en ennfremur verður honum heimilt að styðja kvikmyndagerð sem unnin er í samvinnu við erlenda aðila. Sjóðurinn mun einnig sjá um kynningu á íslenskumkvikmyndum erlendis, um öflun og útgáfu upplýsinga um íslensk- ar kvikmyndir og um aðgerðir til að efla kvikmyndamenningu hér á landi. Þá er Kvikmyndasafn Islands fellt undir sjóðinn. Stjórn Kvikmyndasjóðsins skal skipuð eftir tilnefningum Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Félags kvikmyndagerðarmanna, Félags kvikmyndahúsaeigenda og Félags íslenskra leikara og mennta- málaráðherra skipar formann stjóm- arinnar án tilnefningar. Kvikmyndasjóði er nú í fyrsta sinn markaður ákveðinn tekjustofn sem nema skal áætluöum söluskatti af kvikmyndasýningum i landinu. I frum- varpinu er Hagstofu Islands falið að gera þessa áætlun. Söluskattur af kvik- myndum á árinu 1982 nam 14,5 til 16 milljónum króna samkvæmt áætlun. -ÖEF. Rik áhersla er lögð á ferðir til Benidorm á Spáni. Ferðamiðstöðin: Ferðaáætlun 1984 komin út Ferðaskrifstofan Ferðamiðstöðin hefur gefið út ferðaáætlun fyrir árið 1984. Þar eru að venju settar á oddinn ferðir til Benidorm á Costa Blanca. Sex hótel eru í boði og ýmiskonar skemmtun, s.s. ferðir í næturklúbb, dýragarö, á burtreiðar, sveitaferð, fjallaferðo.fl. Flug og bíll eða viku- og helgar- ferðir eru til eftirfarandi stórborga: Amsterdam, Frankfurt, Parísar, Glasgow, Edinborgar, Lúxemborgar og Kaupmannahafnar. Ferðir til Flórida eru í boði hjá Ferðamiðstöðinni og er hægt að velja um þrjá staöi, alla viö Mexikóflóann. Boðiö er uppá sumarhúsaferðir í Oberallgau í Þýskalandi og einnig til Daun-Eifel i sama landi. Einnig eru í boði ferðir til Rómar. Til Grikklands er hægt að fara með Ferðamiðstöðinni, Aþena og Krít eru í myndinni og einnig ferðir til Kýpur. Einnig er hægt að fara til Marokkó og gista á sólbaðsstaðnum Agadir. 0- I Frakklandi er hægt að heimsækja Cannes og Nissa, hvorttveggja borgir á strönd Miðjarðarhafsins. Einnig er hægt að fara til Korsíku, eyjar í Miðjaröarhafinu sem tilheyrir Frakk- landi. Feröamiðstöðin býður upp á ferðir til Sovétríkjanna og er hægt að velja á milli ferða til Moskvu og Leningrad frá 5 til 15 daga ferðir. Ef fólk vill ferðast til Itaíu þá er hægt að velja um sólarferð til Arma Di Taggia, ítölsku Rivíerunnar eða Sikil- eyjar. Einnig eru í boði ferðir til Rómar. I Englandi er hægt að fara á enskunámskeið, í sumarhús og til London. Einnig er hægt að fá rútuferðir til hinna ýmsu landa Evrópu. Ferða- miðstöðin býður einnig upp á ferðir á fjölmargar vörusýningar. Helstu afsláttarmöguleikar Ferða- miðstöðvarinnar eru ferðalán, FM, greiðslukjör og 5% staðgreiðsluafslátt- ur. Lögfræðingafélag íslands: Arnljótur endurkjörinn Prófessor Arnljótur Bjömsson var endurkjörinn formaður Lögfræðinga- félags Islands á aðalfundi félagsins nýverið, segir í f rétt frá félaginu. Lögfræöingafélag Islands var stofn- að árið 1958. Félagið gefur út Tímarit lögfræðinga sem nú er ritstýrt af Jónatan Þórmundssyni prófessor. Ný tiskuverslun, Pilot, var nýlega opnuð að Hafnarstræti 16 þar sem áður var blómabúðin Flóra tH húsa. í versluninni verður eingöngu boðið upp á fatnað úr leðri og eru öll fötin frá merkinu Challenger sem mun vera vinsælt merki erlendis þessa stundina. Á myndinni sjáum við eigendur Pilot, systurnar Hrefnu (t. v.) og Steinunni Steinarsdætur og unnusta Hrefnu, Guðmund Böðvarsson. Sérverslun með leðurfatnað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.