Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR 30. APRlL 1984. I íþróttir í íþróttir í íþróttir íþróttir Markaregn Dýrlinganna í sólinni í Southampton —Sheff. Wed. og Chelsea á ný í fyrstu deildina Það voru leikmenn Southampton sem stálu senunni á laugardaginn með ótrúlegum stórsigri gegn Coventry City á „Hie Dell”, heimavelli sínum, og eru algerlega óstöðvandi um þessar mundir. Það gerðist lika einnig að tvö gamalfræg lið, Chelsea og Sheffield Wednesday, tryggðu sæti sín í 1. deild á næsta keppnistímabili. Á toppnum er staðan óbreytt, það munar enn tveimur stigum á Liverpool og Manchester United eftir að þau náðu aðeins jafnteflum i Ieikjum sinum gegn Ipswich og West Ham, og Notts County er komið með annan fótinn í 2. deild eftir tap gegn Aston Villa. Við hefjum yfirferð okkar um knatt- spymuvellina á Englandi á „The Dell” í Southampton þar sem heima- menn fóru algerum hamförum gegn lánlausu liöi Coventry. Það var David Armstrong sem skoraði fyrsta markið í leiknum á upphafsmínút- unum og Danny Wallace bætti ööru marki við fyrir leikhlé. Staöan 2—0 í hálfleik. I síöari hálfleik urðu yfir- burðir heimamanna algerir og stóð ekki steinn yfir steini hjá gestunum og mörkin hlóðust upp. Steve Moran skoraöi þriðja og f jórða markið. Frank Worthington skoraöi það fimmta, Wallace sjötta og sjöunda og fullkomn- aði þar með þrennu sína. En Steve Moran vildi ekki verða minni maður en Wallace og bætti sjöunda og áttunda markinu viö og gerði því einnig „Hat- Trick” í leiknum. Eins og markatalan gefur til ky nna var aðeins eitt lið á vell- inum og er Coventry eftir þessa hroða- legu útreið nú komið á hættusvæðiö við botn deildarinnar. ÚRSLIT Urslit í leikjunum á Englandi um helgina. 1. deild Arsenal-Leicester 2—1 Aston Villa-Notts. Co. 3—1 Liverpool-Ipswich 2—2 Luton-Watford 1—2 Man. Utd.-West Ham 0-0 Norwich-Everton 1—1 Nottm. For.-Stoke 0—0 QPR-Tottenham 2—1 Southampton-Coventry 8—2 Sunderland-Birmingham 2—1 Wolves-WBA 0—0 2. deild Brighton-Barnsley 1—0 Cambridge-Newcastle 1—0 Carlisle-Grimsby 1—1 Charlton-Shrewsbury 2—4 Chelsea-Leeds 5—0 Derby-Man. City 1—0 Huddersfield-Cardiff 4-0 Oldham-Portsmouth 3—2 Sheff. Wed.-C. Palace 1—0 Swansea-Middlesbrough 2—1 3. deild Bolton-Bournemouth 0—1 Bradford-Brentford 1—1 Bristol Rov.-Lincoln 3—1 Exeter-Preston 2—1 Newport-Oxford 1—1 Orient-Hull 3-1 Port Vaie-Burnley 2—3 Rotherham-Gillingham 3—0 Scunthorpe-Miliwall 0—1 Southend-Sheff. Utd. 0—1 Walsall-Wigan 3—0 Wimbledon-Plymouth 1—0 4. deild Blackpool-Hereford 3—1 Chester-Doncaster 1—0 Chesterfield-Bristol C. 1—1 Coichester-Torquay 3—0 Crewe-Tranmere 3—0 Darlington-Halifax 3—2 Northampton-Wrexham 3—3 Reading-Bury 1—1 Rochdale-AIdershot 3—1 Stockport-Peterbro 4—1 York-Hartlepool 2—0 Man. Utd. varð að sætta sig við jafntefli á heimavelli Man. Utd. missti enn eitt tækifærið til þess að komast upp að hliö Liver- pool í baráttunni um enska meistara- titilinn. United varð að sætta sig markalaust jafntefli gegn West Ham á Old Trafford. Heimamenn sóttu lát- laust allan leikinn en tókst ekki aö brjóta aftur sterka vörn West Ham. Það var reyndar West Ham sem fékk fyrsta marktækifæri leiksins strax á 3. mínútu en þá komst Tony Cottee einn innfyrir vöm Man. Utd. eftir sendingu frá Geoff Pike, en hann skaut beint í fangið á Gary Bailey. En síðan ekki söguna meir. United gerði hverja orra- hríöina að marki „Hammers” en tókst ekki aö skora í fyrri hálfleiknum. I síðari hálfleik hélt einstefnan áfram og vamarmenn West Ham björguðu á marklínu skoti frá Frank Stapleton og Phil Parkes bjargaði á hreint ótrúleg- an hátt þrumuskoti frá Remi Moses á 78. mínútu og á síðustu mínútunum skaut Mike Duxbury naumlega fram hjá en hann var kominn í sóknina og geröu leikmenn United örvæntingafull- ar tilraunir til þess aö knýja fram sigur á lokamínútunum og voru nær allir leikmenn liðanna í og við vítateig West Ham þessar mínútur nema Gary Bailey. Eins og fyrr sagði urðu heima- menn því að sætta sig jafntefli þar sem þeir áttu betra skiliö. Man. Utd. lék enn án þeirra Bryan Robson og Arnold Múhren. Q.P.R. nú komið í þriðja sæti Velgengni Lundúnaliösins Q.P.R. er geysileg um þessar mundir, þeir hafa halað inn tuttugu stig í sjö leikjum, aðeins tapað einu stigi í þeim, sem var jafntefli gegn West Ham. Q.P.R. réð öllum gangi leiksins gegn Tottenham á Loftus Road og náði forystunni sann- gjamt á 37. mínútu. Þá fengu þeir dæmda vítaspyrnu sem fyrirliði þeirra, Terry Fenwick, framkvæmdi. En hinn ungi markvörður Spurs, Tony Parks, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnunna með því að slá knöttinn í horn, en það var því miður skamm- góöur vermir. Þvi upp úr homspyrn- unni, sem Simon Stainrod tók, skoraöi Wayne Fereday fyrsta mark leiksins. Staðan því 1—0 í hálfleik. Fljótlega í s.h. bættu heimamenn öðru marki viö og kom það einnig eftir homspyrnu frá Simon Garner en nú var þaö John Gregory sem skoraöi með skalla sem Parks átti ekki möguleika að verja. Steve Archibald tókst aö minnka mun- inn fyrir Tottenham undir lokin eftir mistök í vöm heimamanna. Forest gekk erfiðlega gegn Stoke Þrátt fyrir það aö ráða öllum gangi leiksins og hafa algera yfirburði tókst leikmönnum Nottingham Forest ekki aö sigra Stoke City þegar þeir komu i heimsókn á City Ground. Þaö var um einstefnu að ræða aö marki Stoke allan leikinn en vöm þeirra var sterk og gaf andstæðingum fá tækifæri. Steve Hodge og Ian Bowyer fengu alger dauðafæri undir lok leiksins sem þeir misnotuðu. Þrátt fyrir alla þá yfir- burði, sem Forest hafði, komst Stoke næst því að skora eina mark leiksins. Var það strax á 7. mínútu en þá brást Mark Chamberlain bogalistin í algeru dauöafæri eftir að Alan Hudson hafði splundrað vöm Forest. Stoke gefur því ekkert eftir í baráttunni um að halda sætisinuíl.deild. Notts County með annan fótinn í 2. deild Notts County er nú á góðri leið meö því að fylgja Ulfunum niöur í 2. deild eftir að þeir töpuöu leik sínum gegn Aston Villa á Villa Park. Þeir byrjuöu þó vel í leiknum og náöu forvstunni á Eric Gates — tvö mörk á Anfield. 15. minútu meö marki blökkumannsins snjalla, John Chidozie, en rétt fyrir leikhlé tókst öðrum blökkumanni, Mark Walters, að jafna metin fyrir Aston Villa, staöan því 1—1 í hálfleik. Fljótlega í byrjun síðari hálfleiks náðu heimamenn forystunni með marki gömlu kempunnar, Peter Withe, og skoraði hann með glæsilegum skalla eftir aukaspyrnu Denis Mortimer. Aston Villa gulltryggði síðan sigurinn með ööru marki Mark Walters á loka- mínútunum. Botnslagur á Roker Park Það var m jög mikilvægur leikur sem fram fór á Roker Park í Sunderland þegar heimamenn mættu Birmingham City. Bæði þessi lið eru alveg við botn deildarinnar og stigin því mikilvæg. Sunderland sigraöi í leiknum, 2—1, og komu öll mörkin úr vítaspymum. Leighton James skoraöi fyrsta markið í f.h. og hann skoraði síðan aftur í byrjun þess síðari en Billy Wright minnkaði muninn um miöjan s.h. Miðframherji Birmingham, Mick Harford, var rekinn af leikvelli undir lok leiksins. Gary Thompson, mið- framherji W.B.A., var einnig rekinn af leikvelli í leik gegn Ulfunum á The Moleneux. Leikurinn var afspyrnu- lélegur og markalaust jafntefli vel við hæfi. Charlie Nicholas fékk einnig að sjá rauða spjaldiö í leik Arsena! og Leicester City á Highbury. Nicholas fékk að sjá spjaldiö þegar staðan var 0—0. En þrátt fyrir það að vera einum færri tókst leikmönnum Arsenal að sigra í leiknum (2—1) og skoraöi Tony Woodcock sigurmarkiö á lokamínút- unum. Áfall fyrir Watford Þrátt fyrir það að Watford ynni sætan sigur á Luton Town þegar liðin mættust á Kenilworth Road urðu þeir samt fyrir miklu áfalli því að fyrirliði þeirra, Wilf Rostron, var rekinn af leikvelli og þykir því sýnt að hann mun ekki geta leikið með liöi sinu í úrslita- leik ensku bikarkeppninnar á Wembley þann 19. maí nk. þar sem hann verður í leikbanni vegna þess- arar brottvísunar. Það voru þeir Nigel Callaghan og Maurice Johnston sem skoruðu mörk Watford í (2—1) sigr- Ipswich mjakast af hættusvæðinu —eftir jaf ntef li við Liverpool á Anf ield Ipswich Town mjakast hægt og hægt af mesta hættusvæðinu við botn 1. deildar eftir mjög gott gengi að undan- fömu. Hafa þeir nú ekki tapaö í síöustu fimm leikjum sinum. Þeir náðu frá- bærum úrslitum á laugardaginn þegar þeir gerðu jafntefli við Liverpool (2— 2) ogþaðá Anfield. Ipswich byrjaði mun betur í leikn- um, en þreyta virtist sitja í leik- mönnum Liverpool eftir erfiðan leik gegn Dynamo Bukarest á miðviku- daginn. Ipswich náði því nokkuö sanngjamt forystunni á 22. mínútu. Þá var Eric Gates brugðið rétt utan viö vítateig Liverpool af Mark Lawrenson. Mark Brennan tók aukaspyrnuna og renndi knettinum til Eric Gates sem skoraði meö þrumuskoti alveg neðst í markið út við stöng og Grobbi átti ekki’ möguleika. Eftir þetta áfall fóru meist- ararnir að láta meira til sín taka og juku hraöann í leiknum og náðu undir- tökunum. A 31. minútu jöfnuðu þeir leikinn og var það bakvöröurinn, Alan Kennedy, sem skoraði markið með miklum þrumufleyg sem Paul Cooper átti ekki möguleika að ver ja. En aðeins sex mínútum síðar náði Liverpool síðan forystunni eftir að þeir Lee og Dalglish höföu leik- ið vörn Ipswich grátt. Barst knötturinn til Ian Rush sem skoraði auðveldlega af stuttu færi. Staðan því 2—1 í hálfleik Liverpool í vil. En leik- menn Ipswich neituðu að gefast upp og komu ákveönir til leiks í s.h. og á 57. mínútu jöfnuöu þeir. Atti Alan Sunder- land, sem nú er lánsmaður frá Ar- senal, allan heiðurinn að markinu, ( hann lék skemmtilega á Lawrenson og renndi knettinum til Eric Gates sem vippaði knettinum snyrtilega efst í markhornið án þess að Grobbi kæmi nokkrum vömum við. Eftir þetta jöfnunarmark hjá Ipswich dofnaði heldur yfir leiknum og fátt um afger- andi marktækifæri. En á 78. mínútu munaði aðeins hársbreidd að Steve Nicol skallaði knöttinn í eigið mark eftir homspyrnu. A síöustu fimm mínútunum var Kenny Dalglish tvívegis nálægt því að skora fyrir Liverpool. I fyrra skiptið skaut hann naumlega framhjá af markteig eftir aö hafa leikið framhjá vamarmönnum Ipswich. Og á næstsíöustu mínútu leiksins skaut hann rétt yfir markiö beint úr aukaspyrnu sem dæmd var á Russel Osman fyrir að brjóta á Dalglish. Leikmenn Ipswich fögnuöu mjög í leikslok en heimamenn voru aftur á móti frekar daufir í bragði yfir því að missa dýrmæt stig í toppbar- áttunni. Liðin sem léku á Anfield voru þannig skipuö: Liverpool: Grobbelaar, Kennedy, Neal, Lawrenson (Nicol), Whelan, Hansen, Dalglish, Lee, Rush, Johnstone og Wark. Ipswich: Cooper, Brennan, Yallop, Zondervan, Osman, Steggles, Putney, Sunderland, D’Avrey, McCall og Gates. Danny Wallace — þrenna gegn Coventry. inum, eitt í hvorum hálfleik. Það var Andy Gray sem náði forystunni fyrir Everton gegn Norwich City á Carrow Road í fyrri hálfleik en John Deehan jafnaði fyrir heimamenn í þeim síðari, í leik sem litlu máli skipti fyrir liöin, þau sigla bæði lygnan sjó um miðja deild. Sheff. Wed. og Chelsea í 1. deild að nýju Chelsea tryggði sæti sitt í fyrstu deild aö nýju meö glæsilegum stór- sigri gegn Leeds United (5—0) þegar liðin mættust á Stamford Bridge í Lundúnum. Það var Mickey Thomas sem skoraði fyrsta markið og Kerry Dixon skoraði næstu þrjú og síðasta markið skoraði Paul Canoville. Shef- field Wednesday sigraði Crystal Palace (1—0) á heimavelli og skoraði Mel Sterland sigurmarkið úr víta- spymu. STAÐAN Liverpool Man. Utd. QPR Southampton Nottm. For. Arsenal West Ham Tottenham A. VUIa Watford Everton Luton Norwich Leicester Sundcrland WBA Coventry Birmingham Ipswich Stoke Notts Co. Wolves Sheff. Wéd. Chelsea Newcastle Grimsby Man. City Blackburn Carlisle Charlton Brighton Shrcwsbury Huddersfield Leeds Barnsley Cardiff Portsmouth Fulham Middlesbro C. Palace Oldham Derby Swansea Cambridge 1. deUd 38 21 11 38 20 12 39 21 6 37 19 9 38 19 8 39 17 8 38 17 8 39 16 9 39 16 9 39 15 8 38 13 13 39 14 8 38 12 13 39 12 12 39 12 12 38 13 8 39 12 10 39 12 9 39 12 8 39 11 10 37 9 9 38 5 10 2. deUd 38 24 9 39 22 13 39 22 7 39 18 13 39 19 9 38 16 15 39 16 15 39 16 9 39 16 8 39 15 10 38 14 12 39 14 11 39 14 7 39 15 4 39 13 6 38 11 12 39 11 12 39 11 10 39 11 8 39 10 9 39 7 7 39 3 12 6 67—31 74 6 68—35 72 12 62—33 69 9 55—36 66 11 66-41 65 14 67—54 59 13 56—48 59 14 61-59 57 14 57—57 57 16 65-71 53 12 37—40 52 17 51—60 50 13 45-43 49 15 63-64 48 15 40-52 48 17 43—56 47 17 53—69 46 18 38—49 45 19 50—55 44 18 38—62 43 19 45—66 36 23 26—72 25 5 68-32 81 4 84—39 79 10 76—50 73 8 56-42 67 11 61—46 66 7 52—41 63 8 45-34 63 14 50—58 57 15 63—55 56 14 44—51 55 12 53-45 54 14 49—54 53 18 54—48 49 20 50-61 49 20 67-61 45 15 51—50 45 16 40—44 45 18 38—48 43 20 44—69 41 20 34—65 39 25 34—76 28 24 27-71 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.