Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Blaðsíða 43
DV. MAmjDAGUR'30. APRTL1984. 43 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Sneri öllu við Röskur kvenmaður sunnan úr Reykjavík fór heldur en ekki frœgðarferð norður til Akureyrar nú um páskana. Kvaðst stúlkan, sem um rœðir, vera blaðamaður, ýmist frá Morgunblaðinu eða öðrum blöðum. Sneri hún bænum við i þess orðs fyllstu merkingu og fékk ólíklegustu menn til að hlaupa allra handa gönuhlaup til að greiða götu sina. Stúlkan flaug norður á skir- dag. Hún hélt rakleiðis á Bíla- leigu Akureyrar og leigði sér bíl. Kvaðst hún ætla að skrifa lærðar greinar um Akureyri og var vltaskuld tekið með kostum og kynjum. Siðan hélt hún á skíðalandsmótið í Hlíöarfjaili og fékk hina ágætustu fyrirgreiðslu þar. En heldur þótti þó kunnáttu- mönnum um ljósmyndun „blaðamaðurinn” bera sig undarlega að þegar hann myndaði snjóbreiðurnar í gríð og erg með flassi'. Tvisvar skellti „blaða- maðurinn” sér svo i Sjailann. Tölti hún inn á strigaskóm þrátt fyrir annars biátt bann þar við og myndaðl loft og veggi stanslaust — en nú án þess að nota fiass. í kirkju - hjá löggunni Og ekki var öll nótt úti enn. A páskadagsmorgun brá umræddur röskleikakven- maður sér i kirkju og hafði uppi sömu háttu og fyrr. Síðar um daginn héit hún í heimsókn til lögreglunnar á Akureyri. Vildi hún fá viðtöl við iiðið og taka myndir af því. Var henni tjáð að mjög fáir væru á vakt, en klukkan sex morguninn eftir yrðu vaktaskipti og hentaði betur að hún kæmi þá. Stúlkan hélt að það væri ekki mlkið mái, blaðamenn vöknuðu ævinlega klukkan fimm og hún væri þar engin undantekning! Sunntenska daman heimsótti mM. fögguna á Akureyri. Siðan sást hún ekki moir. Ekki munu Akureyrlngar hafa orðið fyrir miklu tjóni, þ.e.a.s. fjárhagslegu, vegna þessarar fjörugu heimsókn- ar. Bílaleigumenn náðu leigu- biinum af stúlkunni með harðfylgi og leigug jaldinu, að undanskildum rúmlega þús- und krónum. Hún bafði gist hótel KEA þá fimm daga sem hún dvaldi fyrir norðan og snúið þar öllu við i þess orðs fyllstu merkingu. Fékk hún að yfirgefa hóteiið gegn því að skrifa undir víxil fyrir dvalarkostnaði sem var eitt- hvað undir 10.000 krónum. Og lauk þar meö heimsókn „blaðamannsins” til Akur- eyrar. Húsráð Það er kunnara en frá þurfi að segja að Ulskeytt inflúensa herjar nú á landsmenn. HeUsufar er því aðalumræðu- efnið nú í stað veðurfars áður. Svo reyndist einmitt vera þegar tveir kunningjar hitt- ust á förnum vegi um daginn. Kvartaði annar mjög undan sleni og slappieika og kvaðst jafnvel vera við dauðans dyr, yrði ekki úr bætt hið snar- asta. Hinn kvaðst eiga gott ráð við slíkum kvUlum. Það væri að fara í sjóðandi heitt bað, liggja í því í stundar- f jórðung og þerra sig svo vel. Að því búnu ætti sá sjúki að fara rakleiðis upp i rúm og skella í sig vænum siurk af sterku víni. Siappi kunninginn kvaðst vera tU með að prófa ráðið nema hvað víninu vUdi hann sleppa. „Nei, það máttu aUs ekki gera, maður. Þá eyðUegg- uröu aUt,” svaraði sá ráða- góði, en bætti svo glottuleitur við: „En ég hef stundum sieppt baðinu.” Vélskíði á Bárðarbungu Vélsleðamenn stofnuöu iandssamtök uppi á regln- fjöUum fyrir skömmu. Munaði minnstu að Uia færi þegar sumir flokkarnir héldu aftur tU byggða enda komið snarvitlaust veður. En tæknin hefur fært okkur fleirf tryUitæki tU að þeysa út á snjóauðnina. Vélskíði eru nokkurs konar mótorhjól, að framan er skiði en belti að Nú skulu þoð vera vólskkU i stað vél aleöa. aftan. Onefndur bóndi austan Vaðlaheiðar á svona apparat og þekkir aðra tvo sem iíka eiga vélskíði. Bóndi þessi ætl- ar að fá þá með sér tU að stofna landssamtök næsta vetur og verður það gert á Báðarbungu, í 2000 metra hæð. Ttt öryggis ætlar hann að fá vin sinn tU að ieita að þeim. Umsjón: Jóhanna Sigþórsdóttir. Næsti áfangi 1. september A morgun, 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, gengst 1. maí nefnd FuUtrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík, BSRB og INSI fyrir aðgerðum sem hér segir: Kl. 13.30 verður safnast saman á Hlemmtorgi og gengið þaðan kl. 14.00 undir kröfum dagsins á Lækjartorg þar sem haldinn verður útifundur. Ávörp á fundinum flytja Guðmundur J. Guðmundson, formaður Verka- mannasambands Islands, Sjöfn Ingóifsdóttir, BSRB, og Kristinn Ein- arsson, formaður INSI. I ávarpi 1. maí nefndarinnar kemur m.a. fram að launamenn leggja áherslu á stefnumið verkalýðs- hreyfingarinnar um betra og réttlát- ara þjóöfélag, frið og öryggi. Lýsir ísienska verkalýðshreyfingin yfir andstööu sinni viö hernaöarbandalög og krefst þess aö kjarnorkuvopn verði aldrei leyfö á Islandi. Lýst er yfir stuöningi við kjamorkuvopnalaus Norðurlönd, kröfuna um aö engar herstöðvar verði hér á landi og aö Island standi utan hernaöarbanda- Lýst er yfir stuðningi viö verkafólk í Póllandi og alþýðu í E1 Salvador. Minnt er á þær hörmungar sem dunið hafa yfir Afganistan. Ríkisstjórn Islands er vítt fyrir aö hafa stórskert kaupmátt alþýöu og að hafa gælt við fjármagnseigendur og fyrirtækiílandinu. Segir aö aöför aö verkalýös- bústöðum sé fáránleg og stjórnvöld eru vöruð viö að draga verulega úr niöur- greiðslum landbúnaðarvara eöa aö auka skattaálögur á matvæli og almennar launatekjur. Samstaöa er einkunnarorö dagsins. Lýkur ávarpi 1. maí nefndar með því aö fyrsta áfanga í baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir endurheimt kaupmáttar sé lokið og næsti áfangi veröi 1. september. Sjálfsbjörg DV hafa borist fréttatUkynningar frá eftirtöldum aöUum sem samþykkt hafa aö taka þátt í kröfugöngu verka- lýösf élaganna 1. maí: Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykja- vík og nágrenni, en feröaþjónusta fatl- Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 OFFSETLJÓSMYIMDUN OG SKEYTING Óskum að ráða offsetljósmyndara sem einnig er vanur skeytingarvinnu. Upplýsingar gefur Ólafur Brynjólfsson. FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Siðumúla 12. ""--— - s SUMARTÍJVMI »!» ’tfí. 7 Tii þess aö starfsfólk okkar geti betur notiö sumarsms verður skrifstofa okkar aö Lagmula 5. Reykjavik. opin fra 1 mai til 1 september FRA KL. 8.00 TIL KL. 16.00 mánudaga til fóstudaga Viö munum eftir sem aöur kappkosra aö veita goða bjonustu. aöra mun starfa 1. maí. Sjálfsbjörg lýsir yfir stuöningi viö yfirlýsingu Sameinuöu þjóðanna um réttindi fatlaðra og setur auk þess fram eigin kröfur sem eru m.a.: Aö fatlaöir eigi kost á vinnu á almennum markaöi eöa vemduöum vinnustööum og fái í raun aðUd aö verkalýðs- félögum. Krafist er lána eöa styrkja til aö breyta almennum vinnustööum og að endurhæfing og vinnumiðlun veröi aukin. Þess er krafist að fatlaðir njóti mannsæmandi lifeyris og fötluöum sé gert kleift aö eignast og reka bifreið. Búseti Húsnæðissamvinnufélagið Búseti í Reykjavík hvetur sína félagsmenn til aö taka þátt í 1. maí aðgerðum og fylkja sér undir kröfur félagsins. Kröfur Búseta eru m.a. aö Alþingi tryggi rétt húsnæðissamvinnufé- laganna rétt tU lána úr hinum félags- lega byggingarsjóði og nú þegar veröi tryggt nægUegt fjármagn til félags- legra íbúöabygginga. -HÞ. 4 .# % A &&& Tryggingafélag bindindismanna Lagmuia 5 105 Reykjavik, simi 83533 f’* Jfc’ X > t 1 \ Á ■n&smm, VIÐSKIPTAVINIR VÖRU LEIÐA HF. ATHUGIÐ Hinn 1. maí 1984 flytjum við afgreiðslu okkar í Reykjavík frá Kleppsmýrarvegi 8 í nýtt húsnæði að Súðarvogi 14 (á horni Dugguvogs og Tranavogs). Við munum sem áður kappkosta að veita fljóta og góða þjónustu. Vinsamlega athugið að frá 1. maí verðum við með afgreiðslu fyrir Stefni hf. til Akureyrar og nágrennis, Þórshafnar og Vopnafjarðar. Hveragerðis, Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar. VERIÐ ÁVALLT VELK0MIN, ÞÖKK FYRIR VIÐSKIPTIN. VÚRULEIÐIR HF„ SÚÐARV0GI 14 (Á H0RNI DUGGU- V0GS 0G TRANAV0GS). SÍMI 83700. 0PIÐ FRÁ 8-18 ALLA DAGA NEMA FÖSTU- DAGATIL KL. 17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.