Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Page 2
2
DV. LAUGARDAGUR 23. JUNl 1984.
„Leysirósköp
lítinnvanda”
— segirÓlafur
Gunnarsson, forstjóri
Síidarvinnslunnar
íNeskaupstað
„Þetta fiskverö leysir ósköp
litinn vanda, þaö er verið aö auka
tap fiskvinnslunnar og minnka tap
útgerðarinnar. En víð teljum aö út-
gerðin sé enn rekin meö 10 prósenta
tapi,” sagöi Olafur Gunnarsson,
forstjóri Síldarvinnslunnar hf. í
Neskaupstað í gær.
„Það sem ég cr óánægðastur
meö er að um engan tekjuauka er
að ræða í sjávarútveginum.
Hundraö miiljónirnar, sem við
eigum að fá úr Aflatryggingasjóði,
fara beint til að mæta þeim olíu-
verðshækkunum sem urðu fyrir
nokkrumdögum.”
Olafur sagði ennfremur að það
ætti eftir að koma í ljós á næstu
fjórum vikum hvernig útgerðar-
menn myndu bregðast viö þessu
fiskverði. „Þá á til dæmis eftir aö
koma á daginn hvernig skuld-
breytingamar koma út og hvernig
að þeim verður staðið.”
— Nú talar þú um 10 prósenta
tap á útgerðinni. Hvers vegna sam-
þykkti þá fulltrúi ykkar í yfir-
nefndinni þetta fiskverð?
,,Ætb staðan hafi ekki veriö
metin þannig að menn kæmust ekki
lengra í þessari lotu.”
— Ætiið þið útgerðarmenn á
Austurlandi að sigla í land eftir
mánuö, eins og þið hafið rætt um?
„Það verður að koma í ljós
hvernig þetta allt saman þróast og
menn taka ákvaröanir þegar þar
aðkemur.” -JGH.
Ríkid tekur
hagstættlán
Albert Guömundsson fjármála-
ráðherra undirritaði fyrir hönd
íslenska ríkisins samning um lán
að upphæð 2,7 milljarðar króna
síðastliðinn miðvikudag. Lánið er
tekið til aö fjármagna ýmsar fram-
kvæmdir á vegum ríkisins í
samræmi við heimildir í lánsf jár-
lögum og viöbótarheimildir í lögum
um ráðstafanir í ríkisfjármáium,
peningamálum og lánsf jármálum.
I frétt frá fjármálaráðuneytinu
segir að lánskjör séu hin hag-
stæðustu sem íslenska ríkið hafi
notið til þessa á sambærilegum
lánum. Lánið er til tíu ára meö
breytilegum vöxtum sem eru 3/8 úr
prósenti yfir millibankavöxtum í
London fyrstu sex árin en hálft
prósent síðustu f jögur árin. Lánið
verður greitt með sjö jöfnum
afborgunum, hinni fyrstu árið 1991.
Heimilt er að endurgreiöa það aö
hluta eða í heilu lagi áður en
upphaflegur iánstími er liðinn.
Seðlabanki Islands annaðist
undirbúning lántökunnar fyrir
hönd fjármálaráðuneytisins. Lánið
er tekið hjá f jórtán bönkum í Japan
og Evrópu. ‘EA-
FLUGMENNIRNIR
VORU AÐVARAÐIR
Flugvél Bretanna á toppi Eiríksjökuls.
DV-mynd Eirikur Jónsson
Bresku flugmennirnir sem bjargað
var af Eiríksjökli höfðu fengið aðvar-
anir frá einum þremur aðilum um lé-
leg sjónflugsskilyrði áöur en þeir
lögöu upp í för sína til Grímseyjar.
Pétur Einarsson flugmálastjóri
sagði í samtali við DV að þeir hefðu
fengið aðvörun er þeir öfluöu sér
upplýsinga um veðriö á leiðinni og
hann haföi talað við tvo aöila sem
höfðu varað bresku mennina viö að
mjög lágskýjað væri á þeirri leið sem
þeir hugðust fljúga og sjónflugsskil-
yrðin mjög léleg.
Hvað það atriði varðar að flugvél
þeirra hafi verið illa búin tækjum
sagði Pétur að það væri ekki alls
kostar rétt. Þeir hefðu að vísu ekki
veriö með sjálfvirkan neyðarsendi
en hins vegar neyðarsendi í gúmmí-
björgunarbát um borð í vélinni og
hefði þeim tekist að ná honum úr
brakinu eftir slysiö en hins vegar
hefði hann ekki virkað.
Flugvélin var útbúin radarsvara
þannig að flugumferðarstjórn sá
hana stöðugt á skerminum hjá
sér. ”Þeir virðast hafa brotlent ör-
stuttu eftir að þeir hurfu af radarn-
um og gaf það vissar vísbendingar
um hvar þeirra væri að leita sem
hjálpaði mikið til við leitarstarfið,”
sagði Pétur.
-FRI
ff
Veinaði af sársauka
og kallaöi á hjálp”
,,Ég veinaði af sársauka, er strák-
amir skelltu mér harkalega í götuna.
Ég kallaði á hjálp en það virtist svo
vonlaust. Þaö voru engir aðrir á ferli.
Eftir aö ég hafði legiö hjálparvana í
nokkrar mínútur bar að ungan mann á
bíl. Hann rétti mér strax hjálpar-
hönd.”
Sú er þessi orö mælir heitir Halldóra
Gröndal. Hún er 85 ára aö aldri og býr
við Bergstaðastrætið. A leið heim til
sín gekk hún í rólegheitum eftir Berg-
staðastrætinu um klukkan fjögur á
fimmtudag. Hún átti smáspöl eftir
þegar tveir piltar réöust á hana.
,,Ég var niðri í miðbæ og var svona
að dóla mér heim, ætlaði að laga kaffi
handa mér og manninum mínum er
strákamir réðust á mig.
Þeir komu hlaupandi aftan að mér
þannig að ég sá aldrei framan í þá.
Þeir kipptu í veskið, sem ég var með,
en tókst ekki að ná því. Ég var með
ólina um höndina.
I leiðinni skelltu þeir mér harkalega
í götuna svo aö nú get ég varla gengið.
Eg marðist á fótum og tognaði, auk
þess sem ég er meö sár á öðrum hand-
leggnum. En ég er sem betur fer
ekkert brotin.”
harkaleg
árás
tveggja pilta
á85 árakonu
Strákamir tveir, sem réðust á
Halldóru, hlupu strax upp Barónsstíg-
inn og hurfu á brott. ,,Ég skil ekki hví
svo röskir piltar gera svona lagað.”
— Hvemig líöur þér núna?
„Það tekur greinilega tíma að jafna
sig. Eg sit mest en reyni samt að
staulast áfram annað slagið með
hjálp.”
-JGH.
SÍS svíhar á hestakaupmanni
„Mér þykir þetta heldur dýr fyrir-
greiðsla, ég get ekki sagt annað,”
sagði norski hestakaupandinn Svein
Svarthaug sem var hér á landi fyrir
skömmu, keypti 8 skagfirska gæðinga
og flutti með sér í bíl með Norrænu til
Noregs. „Ég keypti hestana 8 á sem
svarar 260.000 krónur og greiddi út í
hönd. Þá borgaði ég fraktina, sem
kostaði 23.000 krónur, og ýmsa aðra
smáreikninga, s.s. fóður og annað. Eg
hafði beðið búvömdeild Sambandsins
um að útfylla fyrir mig útflutnings-
skjöl því að þeir eru vanir slíku í sínum
hestaviðskiptum. En þegar ég fékk frá
þeim reikninginn brá mér heldur betur
í brún: 12000 norskar krónur eða 45000
íslenskar kr. og það fyrir smávægilega
pappírsvinnu,” sagði Svein er DV
ræddi við hann í Noregi.
Sagði hann hestana viö góöa heilsu,
þeir heföu komiö til Noregs í fyrradag
og matarlystin væri góð. Benti Svein
Svarthaug á að reikningar Sambands-
ins vegna útfyllingar tollskjala jafn-
giltu verði f jögurra ótaminna hesta úr
Skagafiröi sem mikil eftirspurn væri
eftir. „En verölagning sem þessi
hækkar hrossin svo í verði hér í Noregi
að illa gengur að selja. Og ég sem hélt
að það væri allt of mikið af hestum á ls-
landi,” sagðiSvein. -EIR.
IMÝ ÞJÓNUSTA
MEIRA FYRIR
PENINGANA
KOMDU MEÐ FILMUNA OG ÞÚ
FÆRÐ MYNDIRNAR SAMDÆGURS í FALLEGU
ALBÚMI ÁN AUKAGJALDS.
LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF
LAUGAVEGI 178
OG NÝJA HÚSINU LÆKJARTORGI.
......