Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 5
DV. LAUGARDAGUR 23. JONI1984. YFIRSEX ÞÚSUND SJÓMENNÁ FISKI- SKIPAFLOTANUM Fjöldi sjómanna á íslenska fiski- skipaflotanum var að meðaltali 6207 á síðasta ári. Það er mun meiri fjöldi en á síðustu árum. Fjórðungur sjómanna var á skuttog- urum, eða alls um 1500 talsins. A opn- um vélbátum voru um þúsund sjó- menn, á vélbátum 100 brúttólestir og smærri voru um 1830 og á vélbátum 100 brúttólestir og stærri voru um 1850. Arið 1981 voru sjómenn rúmlega 5900, árið 1981 um 6040 og árið 1982 um 6140. -JGH Sýning á verkum 10 gesta listahátíðar á Kjarvalsstöðum: Framlengd vegna aðsóknar Ákveðið hefur verið að framlengja sýningu 10 gesta listahátíöar aö Kjar- valsstöðum vegna mjög góörar að- sóknar og mun sýningin standa til júlí- loka. I næstu viku er síöan áformaö að efna til raf- og tölvutónleika á Kjar- valsstöðum. Flutt verða verk -eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Hjálmar Ragnarsson, Kjartan Olafsson, Lárus Grimsson, Magnús Blöndal Jóhanns- son, Snorra S. Birgisson, Þorkel Sigur- björnsson og Þorstein Hauksson. -FRI HALLDÓR HEIMSÆK- IRSOVÉT Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra og frú Sigurjóna Sigurðar- dóttir hafa þegið boð J. M. Kamentsev, sjávarútvegsráðherra Sovétríkjanna, um að koma í opinbera heimsókn dag- ana 24. júní til 1. júlí nk. Mun ráðherrann eiga viðræður við Kamentsev sjávarútvegsráðherra um samskipti landanna á sviði sjávarút- vegs og einnig mun hann kynna sér eftir föngum fiskveiðar og vinnslu í Sovétríkjunum. 1 för með ráðherranum verða Þor- steinn Geirsson ráðuneytisstjóri og María Haraldsdóttir. Jónsmessunótt: STYRKTAR- SÝNING„Á HJARA VERALDAR” Klukkan tólf á miðnætti í kvöld 23. júni 1984, Jónsmessunótt, gangast Vinir Völuspár fyrir stuðningssýningu á kvikmyndinni Á hjara veraldar eftir Kristinu Jóhannesdóttur i Háskólabíói. Hátíðin hefst á miðnætti með ávarpi og tveimur skemmtiatriðum en að því búnu verður kvikmyndin sýnd. Þá verður gengiö út í magnaöa Jóns- messunæturdöggina. Blettabókin Ot er komin hjá Iðunni ný handbók um hreinsun bletta, Blettabókin. Þar er til dæmis að finna leiðbeiningar um hvað gera skuli þegar rauðvín fer í ný föt, þegar hellist úr kaffibolla í gólf- teppi eða þegar bleksletta lendir í hæg- indastól. Blettabókin er 32 síður og prýdd fjölda mynda. Leifur Franzson og Margrét Ormslev þýddu. EA ; \/INSÆLU HÚSGÖGNIN ÍBARNA- OG UNGUNGA- HERBERGIN í ÚRVALI HUSGAGNA Gpið laugardag sunnudag kl. 2-5 e.h. Ici'. 10-12 ug 14-17 TM-HUSGÖGN Síðumúla 30 — sími 68-68-22. Til alniennii'gg: • / í IÖnaÖaibanka felands hf Iðnaðarráðherra hefur ákveðið að selja hlutabréf ríkissjóðs í Iðnaðarbanka íslands hf. Sala á hlutabréfum var samþykkt á Alþingi þann 18. maí 1984. Með bréfí, dagsettu 16. apríl 1984, bauð iðnaðarráð- herra hluthöfum bankans að kaupa hlutabréf ríkissjóðs í hlutfalli við hlutafjáreign þeirra hinn 31. des. síðast- liðinn. Frestur til að skrifa sig fyrir hlutabréfum samkvæmt ofangreindu, rann út 1. júní 1984. Hlutafjáreign ríkisins þann 31. desember 1983 var um 27% af heildarhlutafé í bankanum, að nafnverði samtals kr. 10.391.700. Söluverð hlutabréfanna í heild er kr. 32.000.000., auk hæstu lögleyfðra útlánsvaxta frá 1. janúar 1984 til greiðsludags. Áskriftir samkvæmt framangreindu, bárust frá 323 hluthöfum, að nafnverði kr. 7.170.778. Óselt hlutafé ríkissjóðs í bankanum er því að nafnverði kr. 3.220.922., sem er nú boðið almenningi til kaups. Jafnframt hefur iðnaðarráðherra samið við Iðnaðar- banka íslands hf. um framkvæmd sölu hlutabréfa ríkissjóðs í samræmi við neðangreinda skilmála: 1. Bréfín eru nú boðin almenningi til kaups og er hverjum heimilt að kaupa hlutabréf fyrir allt að 30.000. að nafnverði. Jöfnunarhlutabréf sem gefin verða út í samræmi við ákvörðun síðasta aðalftindar, 71,1%, fylgja hlutabréfunum. 2. Verð hlutabréfanna og greiðsluskilmálar eru þeir sömu og hluthöfum bauðst og eru sem hér segir: 2.1 Verð. Söluverð bréfanna er 3,080-falt nafnverð miðað við 31. desember 1983 auk hæstu lögleyfðra útlánsvaxta frá 1. janúar 1984 til greiðsludags. 2.2 Greiðsluskílmálar. A) Útborgun, að minnsta kosti 50% af söluverði, sem greiðist þannig: 1) Að minnsta kosti 25% af söluverði staðgreiðist. 2) Greiða má 25% með útgáfu á skuldabréfi með þremur afborgunum á 9 mánuðum, 1. nóvember 1984, 1. febrúar 1985 og 1. maí 1985. Skulda- bréfín beri hæstu lögleyfða vexti frá 25. júlí 1984 (nú 21% p.a.) til greiðsludags. B) Lán, allt að 50% af söluverði. Eftirstöðvar má greiða með vísitölubundnum skuldabréfum (lánskjaravísitala) til 3ja ára, með gjalddögum 1. júní ár hvert. Skuldabréfin beri hæstu lögleyfða vexti af verðtryggðum lánum frá 1. júní 1984 til greiðsludags (nú 5.0% p.a.) Fyrir framangreindum skuldabréfum skal setja tryggingar, sem metnar verða gildar. Skuldabréfin skulu gefin út fyrir 1. september 1984 og áskilur ríkissjóður sér rétt til að rifta kaupunum hafi skulda- bréfin ekki verið gefin út fyrir þann dag. 3. Aðilar öðlast rétt til að kaupa hlutabréfin í þeirri röð sem áskriftir, ásamt greiðslu fyrir að minnsta kosti 25% af söluandvirði, berast bankanum. 4. Sölutilboð þetta stendur til 25. júlí 1984. Frekari upplýsingar eru veittar í Iðnaðarbanka Is- lands hf„ hlutabréfadeild, í síma 20580. Iðnaðarbanki (slands hf |I 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.