Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Qupperneq 6
DV. LAUGARDAGUR 23. JUNI1984. VlKU Albert Guð- mundsson og pólitikin Lúsi voru enn i frétt- um í vikunni eftir að Albert neitaði dómsátt i máli sinu fyrir ólög- legt hundahald. Sagðist ráðherr- ann vel geta hugsað sér að sitja sektina af sér, enda væri slík fangelsisvist betur borguð en vist i ráðherra- stól. íslendingar héldu upp á 40 ára afmæli lýðveldisins síðastliðinn sunnudag með pomp og prakt um allt landið. í Reykjavik fóru hátíðahöldin fram meðhefðbundnum hætti og var mikill mannfjöldi samankominn ímiðborginni frá morgni til kvölds. Að kvöldi 17. júni lauk Listahátið með heljarinnar dansleik sem jafnframt var þjóðhátið- ardansleikur. Þusti þangað múgur og margmenni, miklu fíeiri en rúmuðust i höllinni með góðu móti og fór allt i bál og brand. Meðal þeirra sem héldu uppi stuðinu þetta ágæta kvöld voru hinir einu og sönnu Stuðmenn sem sjást hér igóðri sveifíu á sviðinu. Fjalakötturinn það ágæta eða slæma hús, allt eftir þvi hver tal- ar, komst einn ganginn enn i fréttirnar i vik- unni. Og að þessu sinni var það vegna þess að iðnaðarmenn eru byrjaðir að undirbúa niður- rifsstarfsemi sina á húsinu. Hór sjást tveir niðurrifsmanna að störfum. í byrjun þessarar viku var Kringlumýrarbrautin eins og hafsjór yfir að líta á kafía og var skýringin sú að skurðgrafa hafðihleypt vatniþeirra vesturbæinga upp á yfirborð jarðar á röngum stað. íslendingar og Norðmenn öttu saman klárum sínum á knattspyrnusviðinu i vikunni og þeir norsku voru klárari þviþeir skoruðu eitt mark en íslendingarnir ekkert. Oft munaði þó mjóu eins og hér er Páll Ólafsson á þrumuskot á norska markið en markvörðurinn er í veginum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.