Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 9
DV. LAUGARDAGUR 23. JUNI1984. 9 l,au$£arclsigs> pistillinu Frjálst útvarp ófrjálst Viö Islendingar erum að byrji að fikra okkur frá útvarpseinokun frelsisátt. Hægt gengur. Otvarps frumvarp Ragnhildar Helgadóttui menntamálaráöherra var svæft i síðasta þingi. Frjálslyndir þingmem virðast í mesta laei gera sér vonii um, að það frumverp verði sam þykkt óbreytt í meginatríðum : haust, kannski fyrir jól. Jafnve þetta frumvarp felur í sér lítið spor: frelsisátt en þó er fyrsta skrefif kannski dýrmætast. Frelsið hlýtui að halda áfram að aukast á næsti árum þó ekki væri nema vegnt tækniframfaranna. Við munurr skima til annarra landa og athuga hvernig þar er málum háttað Hvernig væri að kanna fyrirmyndii til dæmis í Bandaríkjunum? 10 þúsund útvarpsstöðvar Cg átti þess kost í fyrradag a< hitta að máli eiganda tveggja út varpsstöðva i smábænum Athens (Aþenu) i Georgíufylki i Banda- ríkjunum, Randolph Holder að nafni. Hann sagði frá, hvernig útvarps- málum er þar háttað. I Athens munu vera 165 þúsund manns, eða nokkru færri en íslenzka þjóðin. Þar eru sex útvarpsstöðvar. Alls munu vera 10 þúsund útvarps- stöðvarí Bandaríkjunum. I milljónaborginni Atlanta í Ge- orgíu eru 40 útvarpsstöðvar. Þegar útvarpið (hljóðvarpið) kom til sögunnar, héldu sumir, að dagblöð mundu deyja út. Annað varð uppi á teningnum. Dagblööin urðu bara betri. Samkeppnin varð til góðs. Þegar sjónvarp kom til sögunnar, voru margir, sem héldu, að hljóö- varpið mundi deyja út. En einnig hljóðvarpið varð bara betra í sam- keppninni. Hvernig er útvarpsrekstur í Bandaríkjunum i samanburði við það, sem frumvarp Ragnhildar gerir ráðfyrir? Samkvæmt frumvarpi Ragnhild- ar á útvarpsréttarnefnd, kjörin á Alþingi, að vera með nefið ofan í að leyfa þeim að svara, sem þær hafaráðiztá. Leiðarar og svör Stöðvar Holders hafa „leiðara”, þar sem afstaöa er tekin til ýmiss konar þjóömála. Er þá sérstaklega tekið fram, að um ræði „leiðara” stöðvarinnar og auðvitað mega þeir þá síðar svara, sem fyrir árásum verða. Þessa „leiðara” stöðvanna hef ég oft heyrt í bandarísku sjónvarpi. Auðvitað gildir hið sama um þá og leiðara frjálsra dagblaöa, menn eru stundum sammála og stundum ó- sammála. Á sama hátt og í dag- blöðum venjast menn því, að leiðara- gerð sumra stöðva er aö jafnaöi betrí eða verri en leiðaragerð annarra stöðva. Eins og sést á tölunum um ara- grúa hljóðvarpsstöðva i Banda- ríkjunum er frelsiö mikið með þeim takmörkunum, sem greindar hafa verið. Vissulega eigum við Islend- ingar langt i land aö ná slíku frelsi. Frumvarp Ragnhildar viröist hafa verið talið svo róttækt á Alþingi, að það var ekki samþykkt siðastliðinn vetur og rétt á mörkum, að reiknaö sé meö samþykkt þess fyrir jól. Þó njörvar frumvarpið allan útvarps- rekstur niður í fomaldarf jötra. Aðeins greitt fyrir kapalkerfi Utvarpsstöðvar í Banda- ríkjunum eru auðvitað reknar meö auglýsingatekjum eins og menn vita. Hið sama gildir um sjónvarp. Verði menn aðilar að kapalkerfi sjónvarps, greiða þeir hins vegar yfirleitt um 330 krónur á mánuði fyrir vikið. Þannig getur sérhver Bandarikja- maður náð í urmul útvarps- og sjónvarpsstöðva. Og hvað rekur þessar stöðvar áfram? Eru það bara einhverjir „gróðapungar”, sem ráða ferðinni? Hlustendur ráða Holder var sannfærður um, að neytendur réðu. Hann var spuröur, hvort stöövar hans sættu ekki gagn- rýni til dæmis fyrir fréttaflutning. Hann sagöi aö gætt væri fyllsta hlut- leysis gagnvart flokkspóltík. Annað gengi ekki. Ennfremur yrðu frétt- irnar beinlínis að vera hlutlausar og heiðarlegar. Ef hlustendur teldu svo ekki vera, misstu þeir einfald- lega álit sitt á viðkomandi stöð og færu að hlusta á fréttir annarra stöðva. Þetta fýndu auglýsendumir fljótlega út, svo sem með hlustenda- könnunum sínum. Auðvitað ráða þau peningasjónarmiö hjá auglýsendum, að þeir auglýsa þar, sem fólk hlustar og annars staðar ekki. Bandarísk fyrirtæki eiga í harðri samkeppni og stunda ekki að sólunda fé sínu í blöð eða stöðvar, sem neytendur lesa ekki eða heyra. Sú stöð, sem missir áhuga neytenda, er dauöadæmd. Já, auglýsingamar. Félag banda- rískra útvarpsstöðva kom sér fýrir allmörgum árum saman um þá meginreglu að auglýsingatími skyldi ekki vera meira en 18 mínútur á hverriklukkustund. Stjórnvöld settu þetta síðan í lög. Þau lög voru felld niður í fyrra. Reaganstjómin hefur reynt að auka frelsið í þessum efnum. 'Stöövar Holders halda sig áfram viö að fara ekki umfram 18 mínútur í klukku- stund með auglýsingaefni. Annað er einfaldlega ekki „góö pólitík”. Hlustendur taka aöeins viö ákveðnum skammti auglýsinga. Islenzkir útvarpshlustendur og sjónvarpsáhorfendur ráöa litlu um dagskrána. Þeir verða oft að sætta sig við leiöindaefni dag eftir dag. Vafalaust vill meirihluti sjónvarps- áhorfenda til dæmis nú fá annan framhaldsþátt, sem svipar til Dallas. En auðvitað ráða áhorfendur þar engu um. I Bandaríkjunum stoðar ekki fyrir stöðvar að ganga gegn vilja neytenda. Sé neytandinn ekki ánægður með eina, velur hann bara aðra af þeim fjöida, sem á boð- stólum er. Þetta kemur strax í ljós í könnunum, og auglýsendurnir fara aö veöja á þær stöðvar, sem hafa hylli fólksins. „Einhverjir bísnessmenn komast að því, hvað fólk vill heyra og sjá.” Bandarísk stjómvöld hafa einnig einfaldað kerfið, sem fara þarf gegnum til að fá endumýjað leyfi til að reka stöð. Aður þurfti að skila inn til stjóm- valda bókarþykkum bunka af skjölum. Nú nægir nánast póstkort. Enn er ástæða til að gagnrýna út- varpslagafrumvarpiö, sem bíður af- greiðslu þingsins hér. I þessum pistli hefur nær eingöngu verið fjallaö um hljóðvarp en lítiö um sjónvarp og verður ekki breytt út frá því nú í lokin. En hvers vegna ætti bæjar- stjórn Akureyrar til dæmis að hafa eitthvað um það að segja, hvort KA eða jafnvel KEA em með útvarps- stöð? Hvers vegna mættu Akur- eyringar og allir landsmenn aðrir ekki eiga kost á að velja á milli fjölda stöðva, sem þeir greiddu ekki fyrir en sem gengju fyrir tekjum frá auglýsendum? Hvað er að óttast við það? Fyrirmyndir Skoðanakönnun DV sýndi fyrir mánuöi, að rás 2 nýtur vinsælda flestra, sem hana heyra. Aörir hafa þá rás 1 upp á aö hlaupa. En er ekki réttmætt frelsi okkar í tæknivæddu þjóðfélagi nútimans að hafa miklu fleiri „rásir”, okkur að kostnaðar- lausu? Líklega kemur að því, að okkur finnist réttast að leita fyrirmynda í öðmm löndum meira en við höfum gert. Tækniþróunin styður aukið frelsi í útvarpsmálum og tíminn vinnur með okkur. Okkur verður hollast, þegar fram í sækir, aö skoða betur, hvernig þessum málum gengurí Bandaríkjunum. Haukur Helgason. Haukur Helgason adstodarritstjóri hvers konar útvarps- og sjónvarps- rekstri. Menn geta ekki rekið neinar stöðvar án blessunar nefndarinnar. Sveitarstjórnir þurfa að veita heim- ild, eigi stöð að fá rekstrarleyfi. Stjómvöld ráða, hvaða auglýsinga- taxtargilda. Svara fyrir sig I Bandaríkjunum er einnig opin- ber nefnd, sem veitir leyfi til út- varpsrekstrar. En meginverkefni hennar er að sjá til þess, að útvarps- stöðvar séu ekki að þvælast á bylgjum hver annarrar. Annað verk- efni er að sjá til þess, að stöðvamar geri ekki árásir á ákveðna aðila, til dæmis stjómmálamenn, án þess að viðkomandi geti svarað fyrir sig. Fær hann þá sama tíma til að svara árás og árásin stóð. Fyrir kemur, þótt sjaldgæft sé, að stöðvar eru sviptar leyfi. Það er þá helzt, að sögn Holders, vegna þess að stöövarnar hafa annaðhvort farið út fyrir sín rásarmörk eða ekki fýlgt reglum um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.