Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Blaðsíða 12
i«0rtvrm pp mtmnHAnm t vn Nauðungaruppboð annað og síðasta á Dofra við Vesturlandsveg, þmgl. eign Dofra, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Eeykjavík o.fl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 26. júní 1984 kl. 11.00. Borgarfógetaembsttið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Vesturnergi 10, þingl. eign Höliu Leifsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, Jóns Ólafssonar, Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Ólafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 27. júní 1984 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykja vík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Vesturbergi 78, þingl. eign Andrésar Bertels- sonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, Kópavogskaup- staðar og bæjarfógetans í Kópavogi á eigninni sjálfri miðvikudaginn 27. júní 1984 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40., 43. og 46. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Leirubakka 12, þingl. eign Ásdísar Ernu Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 27. júní 1984 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Laugarnesvegi 86, tal. eign Guömundar Sigþórssonar, fer fram eftir kröfu Guðmundar Jónssonar hdl. og Málflutningsskrifstofu Einars Viðar hrl. á eigninni sjálfri miðviku- daginn 27. júní 1984 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síöasta á hluta í Krummahólum 8, tai. eign Sæmundar Eiðs- sonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri miðvikudaginn 27. júní 1984 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Síðumúla 14, þingl. eign Blaðaprents hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðviku- daginn 27. júní 1984 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Suðurlandsbraut 48, þingl. eign Skrúðgarðsstöðvar- innar Akurs hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 27. júní 1984 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Suðurlandsbraut 12, þingl. eign Stjörnuhússins hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, Tryggingastofnunar ríkisins og Lands- banka íslands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 27. júní 1984 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Ferjuvogi 21, tal. eign Birkis Ingibergssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik, Guðjóns Á. Jóns- sonar hdl., Landsbanka islands, Hallgrims Geirssonar hdl. og inn- heimtustofnunar sveitafélaga á eigninni sjáifri miðvikudaginn 27. júní 1984 kl. 16.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Tunguseli 1, þingl. eign Júníusar Pálssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miövikudaginn 27. júní 1984 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. DV. LAUGARDAGUR 23. JUNl 1984. Breid- síðan íslenskrall-stúlka gerirþað gottíLúx: Er stiga- hæstí ra//- keppninni KARNIVAL r A ÍSLANDI? Við Islendingar erum enn einu sinni orðnir eftirbátar frændþjóöa okkar. Að þessu sinni eru þaö svokölluð kamivöl sem nú eru orðin árviss viðburður a.m.k. í Danmörku og Noregi. Þaö er því komin tími til að við förum að kanna hvort ekki megi halda slíkar hátíðir hér á landi ef við ætlum að halda uppi viðteknum sið að apa allt eftir frændum vorum. En í fullri alvöm em þessi karnivöl í svipuðum dúr og í Suður-Ameríku og klæða menn sig í skringiföt og dansa á götum úti undir sambatakti. Þetta hefur gefið góða raun á þeim stöðum sem þetta hefur verið reynt. Viö ættum kannski að athuga þennan möguleika fyrir næsta sumar. FANGA- SPAUG Það urðu mikil fagnaðarlæti hjá manninum sem fann miöa í umbúðum utan af garðmublum sem hann hafði keypt sér. Á miðanum stóð að hann heföi unnið ferð til Kaupmannahafnar. Maðurinn, sem býr í Norður-Noregi, varð aö vonum ánægður og hringdi strax í símanúmer sem gef ið var upp á miðan- um, sagt var að hægt væri aö fá nánari upplýsingar um vinninginn. I ljós kom aö númerið var á slysavarðstofunni í Osló. Þetta voru að sjálfsögðu mikil vonbrigöi svo hann ákvað aö hringja í verksmiöjuna sem framleiddi garð- húsgögnin. Þar fékk hann upplýsingar um aö hann hefði verið plataður. Hús- gögnin eru sett saman í fangelsi einu og höfðu nokkrir spaugsamir fangar stytt sér stundir við að setja svona „happdrættismiða” í pakkningarnar og var hann ekki sá fyrsti sem hafði orðið fyrir þessu. AIDS Bandarískur vísindamaöur heldur því fram að hann hafi fundið vírusinn sem veldur hinum ógnvekjandi sjúk- dómi sem gengur undir nafninu AIDS en það mun aö öllum líkindum taka þrjú ár aö koma mótefninu í notkun. Þessi vírus er nefndur HTLV—3 og hefur þau áhrif að líkaminn tapar eig- inleikanum að verjast sjúkdómum. Nú er taliö aö um 4000 þúsund manns hafi fengið þennan sjúkdóm. Af þeim hafa 1750 látist og flestir þeirra hafa verið kynhverfir. RÚSSAR OG BIÐRAÐIR Rússar eyða nú meiri tíma í að standa í biðröðum en þeir gerðu fyrir 10 árum. 1 blaðinu Pravda segir að stritið við að afla sér nauðsynja sé byrjað að valda alvarlegu álagi á fjölskyldur þar í landi. Nú er svo komið aö íbúar landsins eyða um 37 milljörðum klukkutíma í að standa í biöröð en 1975 var þessi tala „aðeins” 30 miiljaröar klukkutíma. Meðal Rússi dvelur því í biðröð í 190 tíma ár hvert. Þessar tölur birtust í grein um hjónabandserfiöleika i Sovét- ríkjunum. Þar segir m.a. að erfiðleik- amir samfara því aö ná sér í nauð- synjar séu ein höfuðorsök hjónaerja og skilnaða. SPAKMÆLI „Það versta er aö þegar við eignumst foreldra eru þeir orönir svo gamlir að það er því sem næst ómögulegt að ala þá upp.” STOLTUR Jason Ellison, sem er 9 ára, þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem hefur þau áhrif aö hann eldist mjög hratt. Nú hef- ur hann fengiö æðsta draum sinn upp- fylltan. Lögreglan í Salt Lake City gaf honum fullkominn lögreglubúning. Á myndinni sjáum við hvar lögreglu- stjórinn hneppir síðustu tölunum á búningnum hans. HRAUSTAR KONUR Þeim konum sem líður best eiga mann sem tekur þátt í heimilisstörfun- um. Þetta var a.m.k. álit bandarískra sérfræðinga sem nýlega komu saman í New York. Jöfnun hlutverka kynjanna hefur jákvæð áhrif á heilsu konunnar sögðu sérfræðingarnir og þær konur sem vinna úti eru mun heilsubetri en þær sem eru heimavinnandi. Og á þetta sérstaklega við þær konur sem eiga sé' eiginmann og börn. Þorsteinn Tborarensen borgar- fógeti er Kryddarahöfundur að þessusinniogsegirhannsvofrá: > Læknishjón hér í borg héldu fyrir nokkrum árum matarboð fyrir kollega, og var glaumur og gleði — aðalrétturinn var soðið heilagfiski með caperssósu og bragðaðist svo frábærlega aö margar frúmar er boðið sátu fóru að hugsa sitt. Brátt myndi koma að einhverri þeirra aö bjóða. Þar kom svo að ein læknisfrúin lét boð út ganga. Engin fyrirstaða var á því að hún gæti náð í heilag- fiski til matar, aftur á móti virtist capers með öllu ófáanlegt í svip. Var konan orðin öldungis upp- gefin á þessu árangurslausa rolti og veislan átti að vera sama kvöld — tjáöi hún síðasta kaupmanninum sem hún vitjaöi raunir sínar, innti hann eftir því hvort hann hefði ekki á boöstólum, eöa vissi ekki um eitthvað sem kæmi að svipuöum notum og capers og væri svipað því í útliti. Kaupmaöur varð hugsi. „Númér dettur helst í hug að þér reyniðfuglahögl.” „Já, í guðanna bænum —” „Ja, ég sel þau nú ekki sjálfur en það væri reynandi að spyrja Kristján í Goöaborg — það er neðst á Freyjugötunni, það er mjög lík- legt að hann geti selt yður eitthvað.” Konan flýtti sér í Goðaborg, fékk höglin, fór undireins heim til sín að matbúa. Þegar tími var kominn var sest til borðs og var mikil lukka og móttökur rómaðar á allan veg. Daginn eftir hittust þeir á götu, vertinn frá því kvöldinu áður, og starfsbróöir hans er setiö haföi boðið með konu sinni. „Hjartanlega. þakkir fyrir gær- kvöldið, elskuiegi kollega, — og þessar stórkostlegu veitingar." „Ja, það er sannarlega sjálf- þakkað, — nú vona ég að ykkur hjónum hafi bragðast það sem framvarreitt?” „Skyldi það vera — það var nú ekki nein ómynd frekar en vant er.” „Var þaö? — þaö gleöur mig sannarlega — Er hér var komiö fór boðs- gesturinn að kíma, brátt var svo komið að hann skellihló. „Ja, það er ekki öll vitleysan eins — þegar við komum heim í nótt, var kötturinn okkar að flækjast í forstofunni við fætuma á okkur, nú, konan var að bisa við að komast úr bomsunum — það ætlaði ekki aö ganga vel — allt í einu skaut hún köttinn—.” Þorsteinn skorar á Boga Ingimarsson lögmann til að verða næsta frásögumann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.