Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 14
14 DV. LAUGARDAGUR 23. JUNI1984. ROKKSPILDAIM ROKKSPILDAN Þorsteinní Upplyftingu Þorsteinn Magnússon, fyrrum meölimur Þeys, Frakkanna og nokkurra annarra hljómsveita mun starfa með hljómsveitinni Upplyftingu í sumar og er hann m.a. meö á nýrri plötu hennar sem væntanlega kemur út innan skamms. Eftir því sem RS kemst næst mun Þorsteinn hafa verið oröinn þreyttur á „hugsjónaglamrinu” og ákveöiö aö hafa soldinn pening út úrsumrinu. -FRI. Dúkkulísurnar með plötu Kvennahljómsveitin Dúkkuh's- umar hefur sent frá sér sína fyrstu stóru plötu en þaö er Skífan sem gefur út. Dúkkulísurnar eru nú besta kvennahljómsveit landsins og hafa þær vakið veröskuldaöa athygh, m.a. hefur verið sagt um þær aö þær séu eins og Grýlurnar heföu átt aö vera. Fyrsta platan ber einfald- lega heitiö Dúkkuhsumar en þær munu fylgja henni eftir meö ýmsu mótiísumar. Hæfileikakeppn- innivarfrestað Hæfileikakeppninni sem átti aö vera í Safari á fimmtudagskvöldiö var frestaö um viku vegna þess að Viöar, eigandi umboðsskrifstofunnar Sóló, var í för meö Bubba Morthens í tónleikaferöalaginu á Austf jöröum. Stuðmenn i„rúmfötunum" frá SeglagerðinniÆgi. DV-mynd Bj. Bj. Sex þúsund sálir í Laugardalshöll 17. júní eða: ROKKSPILDAN umsjón Friðrik Indriðason „ÞU GETUR GERT ÞAÐ HVAR SEM ER” I sumar verður hljómsveitin Einsdæmi endurreist en hún starfaði á Austurlandi á árunum áður viö miklar vinsældir heima- manna. Einsdæmi mun hafa aðsetur á Seyðisfirði en hana skipa nú Oiaf- ur Már Sigurðsson á bassa, Gylfi Gunnarsson söngur, Grétar örv- arsson á hljómborð, og Arni Ás- kelsson á trommur. Einsdæmi lék í gærkvöldi í Herðubreið á Seyðisfirði en í kvöld er hún í Félagslundi á ReyðarfirðL Sex þúsund sálir, ráfandi um sali Laugardalshallarinnar, sex þúsund sálir í leit að þjóðhátíðarstemmn- ingunni, sex þúsund sálir öskrandi, hoppandi, syngjandi, klappandi, stappandi, sex þúsund sálir á gelgju- skeiðsaldrinum er br jálæði. RS kom aðeins við á Lækjartorgi skömmu fyrir miðnættið enda ætlunin að kanna tónhstarþátt þjóðhátíðardag- sins af dýpt. Þar var HLH—flokkurinn í fuUum gangi með einhvem gamlan siagara, strákarair prúðir og penir í bleiku þjóöbúningunum sínum en auk þeirra tróðu upp á torginu Magnús Kjartansson og hljómsveit og fleiri en aUt þetta gamla sett má afgreiða með orðinu: „Venjulegt” og jafnvel sú lýsing er „djúp” hvernig sem litið er á það orð. Til að komast sem næst „liðinu”, sem mætti svo í LaugardalshöU, tróð RS sér inn í einn strætisvagninn sem stóð í selfiutningunum frá torgi og upp í Höll. Þar voru auk undirritaðs um 70 unglingar, flestir vel ölvaðir, og glumdi lagið „Hæ hó jibbý jæ jó”.... eða eitthvað á þá leið, aUa leiðina upp- eftir. Þrengslin svo mikU að líkingin eins og sUd í tunnu fölnaði. Líðan manns betur lýst sem rækjusamloku pakkaðri í tvær glerplötur og ef vagn- inn bremsaði snöggt var maður um leið kominn með 4—6 ungUnga í fangið og þjóðhátíðarbúning ársins í andUtið en hann reyndist að þessu sinni vera höfðufat gert úr spöng með tveimur mjóum gormum á sem enduðu í marg- víslega lituðum f jaðrabrúskum. Mannfjöldinn í Höllinni var svo mikill að við lá að staöurinn spryngi á saumunum þannig að „rækjusamloku- líkingin” átti jafnvel við þar og í strætó. Magnaðir Stuðmenn Fyrsta hljómsveit kvöldsins var Baraflokkurinn frá Akureyri sem hefur sjaldan verið betri, hljóðburður- inn eins og hann gerist bestur og pró- grammið hæfileg blanda af gömlum og nýjum lögum flokksins auk gamaUa rokkslagara sem gengu inn um skilningarvit viöstaddra, þ.e. þeirra sem ekki voru aö brjóta niöur anddyri staðarins er hér var komið sögu eða höfðu hörfað í keliríið á efstu svölum Hallarinnar. Stuðmenn verður að telja hljóm- sveit kvöldsins, hreint magnaðir í „rúmfötunum” frá Seglagerðinni Ægi. Prógrammið spannaði ferii þeirra aUt frá byrjun, auk efnis sem ekki hefur heyrst frá þeim áður eins og lagið ,,Þú getur gert það hvar sem er” og „Hevy Metal”, svo dæmi séu tekin, en hið síðamefnda var nokkuð hugguleg paródía á þungarokk. Að ööru leyti var prógramm þeirra byggt upp af kunnum lögum eins og „Islenskir karl- menn” en Stuðmenn voru ákaft klappaöir upp og aukalag þeirra var „Fljúgðu” tileinkað slökkviUðs- mönnunum á svæðinu sem EgiU benti á að fljúga á brott eftir að þeir höfðu stoppað Guðjón Petersen úr Svart og sykurlaust þar sem hann var í óða önn aö spúa eldi fremst á sviðinu í lok leiks Stuömanna. Þótt Svart og sykurlaust hafi ekki látið mikið á sér bera í HölUnni eftir ágæta frammistöðu niðri í bæ brugöu nokkrir Stuömenn sér í smáglens er þeir Valgeir, Tómas, Þóröur og Ásgeir komu fram sem skólahljómsveit Réttarholtsskóla og tóku nokkur Shadows-lög viö góðar undirtektir þeirra sem komnir voru til vits og ára. Bjartasta vonin? EgUl Olafsson kynnti síðustu hljómsveit kvöldsins, Pax Vobis, sem efnilegustu hljómsveit okkar í dag og vissulega má varpa fram þeirri spurn- ingu hvort Paxiö sé ekki bjartasta vonin í rokktónlistinni í dag? Hreint frábært „tölvupopp” þar sem hröð og ýtin hrynjandi trommu- og hljóð- gervUs smaU saman við „gítar og bassariffin” eins og best veröur á kosiö í þessari tegund tónlistar. —FRI Hljómsveitin Egó breytir um nafn og verður: ÓÞEKKT ÁNÆGIA Hljómsveitin Egó hefur nú breytt um nafn og hér eftir kemur hún tU með aö heita „Oþekkt ánægja” en eins og fram kom í við- tali í RS við þá Rúnar og Bergþór fyrr í vor var þessi nafnabreyting í bígerö eftir að Bubbi Morthens gekk úrsveitinni. Fyrir utan þá Rúnar, Bergþór og Gunnar, sem voru í Egó fyrir, eru þeir Sævar (úr Spilafíflum) og Berg- steinn (úr Jonee Jonee) gengnir í Oþekkta ánægju. Sá fyiraefndi mun þenja raddböndin með sveitinni en sá síöamefndi lemur húðirnar. Æfingar hafa verið í fuUum gangi að undanfömu hjá sveitinni og að sögn Rúnars er að komast nokkuð góð mynd á nýtt prógramm þeirra. Ætlunin var að þeir kæmu fram á hljómplötuhátíð Steina í Broadway en það breyttist á síðustu stundu. —FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.