Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 17
DV.LAUGARDAGUR23.JONl 1984. - - 17 rauði við Þorgerði komu sína: „Ég vil að þú látir heita eftir mér, ef þú átt svein, því að eigi ertu kona heil...” (22.kafli). „Hún fór eigi ein saman, þá er þetta var. ..” segir í Gísla sögu Súrssonar. (18. kafli). „Helga kona hans var kviöug að barni.” Þórðar saga hræðu (útg. 1900 bls.VIII). 1 Grágás segir á einum stað: „Ef kona sú er ólétt er hún á eigi bónda...” 1 Flóamannasögu er tekið svo til orða í 22. kafla: „Þórey var mjög þunguð.” Og um barnsfæðingar eru einnig til ýmis orðatiltæki: „.. .þú hefir fætt viröulegan burð og mjög ógurlegan.” (Flateyjarbók III., 143). „.. .litlu síðar fékk Signý sótt, þá er hún skyldi léttari verða, og horfði þar mjög þunglega um sóttarfar hennar...” (Harðar saga og Hólm- verja,1934bls.l2). Fyrsta fæðingarstofnun á íslandi, húsið Landlyst í Vestmannaeyjum, þar sem Sólveig Pálsdóttir hóf móttöku sængurkvenna um miðja siðustu öld. Heiðursfélagar Ljósmæðrafélags íslands á 60 ára afmæli félagsins 2. maí 1979. Frá vinstri: Þórdís Ólafsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Jóhanna M. Þorsteinsdóttir, Pálmi Guðmundsson, fyrir hönd Jensínu Óladóttur móður sinnar, og Sigríður Pétursdóttir, fyrir hönd afa sins, Haralds Péturssonar. Stjórn Ljósmæðrafélags íslands og ritnefnd við störf vegna útgáfu rit- verksins Ljósmæður á íslandi. Frá vinstri: Dóra G. Sigfúsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Anna G. Ástþórsdóttir, Soffia R. Valdimarsdóttir, Stein- unn Finnbogadóttir, Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Sólveig Matthiasdóttir, Margrét S. Sigurmonsdóttir, Hulda Þórarinsdóttir. Á myndina vantar Halldóru S. Ásgrímsdóttur. Ritnefnd og stjórn vinna nú að dreifingu ristins. -------------------------------\ ....Lofthænu elnaðl sóttin til þess aö hún varð léttari að sveinbarni.” (Fornaldarsögur Norðurlanda II., 202). „Ló hún á gólfi og gat eigi fætt.” (Biskupasögur III., bls. 4). Ljósfeður Ekki voru það konur einvörðungu sem fengust við fæöingarhjálp. Karl- menn komu þar líka viö sögu og voru oft kallaöir yfirsetumenn. En eins og yfirsetukonur voru kallaöar ljósmæður voru þeir líka kallaðir ljósfeður. Ekki var þaö nafn þó tilkomið er álf- konan seiddi Göngu-Hrólf til sín til að hjálpa dóttur sinni, en henni var það skapað aö komast ekki frá eldi sínu nema aö mennskur maður hefði hendur á henni. Hún hafði legið nítján dægur á gólfi er álfkonan náði í Göngu- Hrólf. „Hann kom þar að, er konan lá, og var lítt haldin, en þegar Hrólfur fór um hana höndum varð hún skjótt létt- ari.” Fjölmargir síðari tíma íslenskir karlmenn tóku á móti bömum, en aðeins er vitað um einn sem lærði ljós- móöurfræði sérstaklega. Þessi maður var Jón Halldórsson fæddur um 1730, déinn 1793. Jón þessi lauk samkvæmt vottorði yfirsetuprófi hjá Jóni Péturs- syni fjórðungslækni árið 1776. Sumir þessara ljósfeöra tóku á móti miklum fjölda barna eins og til dæmis Jónas Jónsson (1840— 1927) í Hróarsdal í Skagafirði. en hann tók á móti nær 500 bömum og þá sennilega öllum sínum 30. Sveinn Sveinsson (1799—1877) á Hólum í Hjaltadal var yfirsetumaður eða Ijós- faðir um 46 ára skeið og tók á móti yfir 600 bömum og vegna þessa starfs síns fór hann fram á það við landsyfirvöld að hann fengi dálítil eftirlaun frá hinu opinbera, til jafns á viö ljósmæður. Landshöfðingi taldi landssjóö ekki skyldugan til að greiða Sveini eftirlaun en lagði það til við sýslunefnd Skaga- fjarðar að hún léti eitthvað af hendi rakna til Sveins. Hún þóttist þó ekki geta fundið næga ástæðu eða heimild til að veita fé af sýslusjóði í þessu skyni, en til að gera eitthvað skutu fundarmenn saman 30 krónum sem þeirsenduSveini. Til er ljóö um einn ljósfeðranna, Magnús Magnússon (1842—1925) hreppstjóra á Hrófbergi í Steingríms- firöi, en ljóðið er eftir Jörund Gestsson á Hellu sem var eitt af ljósubömum Magnúsar. Líknarstarfið lengi ötull vann hann ljúfur æ og gegn aö sjúkrabeöi f hjálpseminni fagurt lífsstarf fann’ ann fjöldans græddi mein af snilld og gleði. Trúin á hið góða hún var happ ’ans. Helft ’ans eigin lífs var þroskun andans. Söknum vér nú mest hins mikla landans. Manndygðin var skjaldarmerki kappans. Huldufólk Stundum var haft á oröi í fyrri tíð um ljósmæður að ekki væri einleikið hversu heppnar þær væm í starfi. Þegar sagt var að eitthvað væri ekki einleikið þá áttu menn við að annað- hvort kæmi þar til galdrar eða huldu- fólk, og alltaf huldufólk þegar ljós- mæður áttu í hlut. Þorbjörg Þorláksdóttir, systir þjóð- skáldsins á Bægisá, gegndi ljósmóður- störf um í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu í nærri hálfa öld. „Svo heppin ljós- móðir var Þorbjörg, að varla þótti ein- leikið. En þannig stóð á því, að hún hafði hjálpað huldukonu í bamsnauð á yngri árum sinum, en þeim sem þess verður auðiö fylgir ávallt lán og heppni í ljósmóðurstörfum upp frá því." Þannig segir í þjóðsögunni um Þor- björgu. Önnur þjóðsaga, sagan af Oddnýju yfirsetukonu, er á þessa leið: „Oddný Daðadóttir frá Illugastöðum í Laxárdal giftist Jóni nokkrum og bjuggu þau hjón að Spákonufelli. Þá er Oddný ólst upp í föðurgarði, var það eitt sinn að hún var að þvo við bæjar- læk; kom þá til hennar maður, er hún þekkti ekki, og baö hana að fara meö sér og sitja yfir konu sinni. Oddný kvaðst ekki vita, hvert ferðinni væri heitið, en maöurinn kvaðst mundu sjá fyrir því, og varð úr að hún fór með manninum. Þau héldu nú áfram um hríð, til þess er Oddný vissi ógjörla, hvar þau væru komin; tók maöurinn hana þá og bar um stund, þar til þau komu í bæjardyr nokkrar. Oddný fleygði vettlingum sínum í dymar, því að það var trú manna að þótt menn fæm inn til huldufólks, gætu menn rat- að út, ef þeir gerðu það. Maðurinn sá tiltæki Oddnýjar og sagði að þess væri lítt þörf, því hana mundi ekki saka. Þá er Oddný kom inn, sá hún, að kona lá þar á gólfi. Hún sat yfir henni, og kon- an ól barnið. Hún fékk nú Oddnýju glas með einhverjum legi í og bað hana að bera hann í augu barninu, brá hún votri f jöðrinni á annað auga sitt og sá hún huldufólk eftir það. Að skilnaöi gaf huldukonan Oddnýju treyju góða, silfurbelti og enn einhvem grip og bað hana lóga þeim hvorki né taka þá upp fyrr en á heiðursdegi sínum. Oddný enti það. Huldukonan mælti og svo fyrir, að góöar og heppnar yfirsetu- konur skyldu jafnan verða í níunda lið. Þykir þetta hafa ræst. Því næst fór huldumaðurinn aftur með Oddnýju að læknum, þar sem hann hafði tekið hana. Mörgum árum seinna var Oddný stödd í búð aö Spákonufellshöföa; þekkti hún þar aftur huldumanninn og sá að hann tók margt af pöllum. Hún þóttist vita, að enginn sæi hann annar, og mælti til hans í hálfum hljóðum: „Hvaða ósköp tekur þú út maður.” Huldumaðurinn svaraði engu, en strauk annarri hendinni um þaö auga Oddnýjar, er hún hafði borið huldu- löginn í, og sá hún ekki huldufólk upp fráþví.” Óvenjuleg fæðing Á undanfömum öldum og langt fram á 20. öld var sá sjálfsagði háttur hafður á við bamsburð að ljósmóðir og latíknir, ef til hans var leitað, kom til konunnar, en nú hefur þetta snúist við með tilkomu fæðingarstofnana, að nú er það kona með barn í burðarliðnum sem heldur út af heimili sínu til þess að fá aðstoð viö fæðingu. Hér á eftir fylgir aö lokum ein frá- sögn af óvenjulegri bamsfæðingu. Er hún frá Köldukinn í Suður-Þingeyjar- sýslu. „Aöfaranótt 4. febrúar 1968 gekk af- takaveður yfir mestan hluta landsins, og urðu miklir skaöar af því víða. Þessa umræddu nótt, klukkan rúmlega f jögur vöknuðum við hjónin við það, að Helgi á Hálsi stóð alsnjóugur og laf- móður við rúmið okkar og hnlfhrópaði: „Baldvin, vaknaðu! Tóta er að eiga barnið.” Baldvin reis felmtri sleginn upp við dogg: „Hvaðmeðþaðvinurinn!” „Við komumst ekki lengra með bilinn. Hann er niðri á vegi, og við y erðum aö koma konunni heim. ” Ég glaðvaknaði og þaut fram úr, vakti syni okkar tvo og tengdadóttur. Brugðu þau öll skjótt við. Mín fyrsta hugsun var sú að ná tali af lækni á Húsavík, og biðja um aðstoð. Fór ég því og hringdi á símstöðina á Fosshóli, en áður en ég lyfti símtólinu, var úti- dyrahurðinni hrundið upp og Hrólfur á Hálsi geystist inn og kallaði: „Sigrún, þú verður aö koma með mér! Barnið er alvegaöfæðast!” „Sængin er volg" Hér þýddu engar vangaveltur. Dreif ég mig því í nauðsynlegustu flíkur og þaut út. En er ég kom fyrir húshomiö, þreif vestanofviðrið mig, og vissi ég ekki fyrr en ég stóð á haus í skafli niðri í varpa. Þar dró Hrólfur mig upp og draslaði mér niður að bíl. Áður en ég fór út, bað ég Baldur son minn að taka viö símanum og biðja um aðstoö frá Húsavíkursjúkrahúsi. Baldvin Kristin sendum við til aö vekja Svanhildi mágkonu mína á Ofeigs- stöðum og biðja hana um að aðstoða Sigrúnu tengdadóttur mína, við aö undirbúa komu sængurkonunnar. Hann hljóp því suður í Ofeigsstaði og inn til Svanhildar og Einars bónda hennar, þreif ofan af þeim sængina og skipaði Svanhildi að fara út í Rangá, því Tóta á Hálsi væri að eiga bam í bíl niðri á vegi. „Viö ætlum aö reyna aö koma henni heim,” sagði hann. Síðan hljóp hann út með sængina innanundir úlpunni. Þaö stóð á endum, að þeir Helgi og Baldvin komu að bílnum með hurö og svefnpoka um leið og Baldvin Kristinn kom og stakk sænginni inn í bílinn ogsagði: „Sængin er volg.” Til allrar hamingju var bamið ekki fætt, og treystum við því á guð og lukkuna og bjuggum um konuna eftir fóngum á huröinni. En allir geta skilið, hve þægilegt það hefur veriö að koma konu í barnsnauð 300 metra leið á hurð upp brekku í kloffönn og hafa stór- hríðina beint í fangið. Enda hef ég aldrei komist í aðra eins þrekraun eins og þá, að koma sjálfri mér heim. Allt gekk þó vel. Barnið fæðist Þegar við komum upp undir varpa, varð aldimmt. Rafmagnið haföi rofn- að. Þá stundi Hrólfur upp: „Allt er á sömu bókina lært.” Til allrar guðs- lukku kom þó rafmagnið um leiö og við komumíbæinn. Jafnsnemma og við náöum dúðunum utan af konunni fæddist stór og mikill drengur og hóf upp raust sína. Sveipaði ég hann handklæöi og bað tengda- móður mína að varðveita hann á meðan ég talaði við lækni. Konan var róleg og tók öllu með stakri hugprýði. Símstöðin á Fosshóli hélt opnum síma við sjúkrahúsið á Húsavík. Náði ég strax í lækni og spurði hann móö og inásandi hvort ekki væru læknir og ljósmóðir á leið til okkar. Svaraði hann því aö verið væri að útbúa sjúkra-, bílinn. Eg sagði þonum aö hér væri fæddur drengur og bað hann segja mér hvemig ég ætti að skilja á milli. Svaraði hann að ég skyldi setja skutul- bragð á naflastrenginn. Þar sem ekkert okkar hafði verið til sjós batt ég bara venjulegan hnút á bendlabandið og blessaðist það vel. Klukkan hálfátta um morguninn kom svo læknirinn loksins meö sjúkra- bíl og tvo vaska menn með sér. Roguðu þeir sjúkrakörfu á milli sín. Fyrsta verk læknisins var að taka kassa einn mikinn upp úr körfunni, og fór hann þar að tína allskyns matar- og drykkjarföng upp á borð. Þá varð sængurkonunni aö orði: „Hélduð þið að ég fengi ekkert að éta hér? ” Hvernig sem læknirinn leitaði í pússi sínu; fann hann hvorki deyfilyf né sprautu. Hann bað okkur því aö aðstoða sig við smáaðgerð, sem gera þyrfti á konunni, og sagði okkur að halda við hana, því þetta væri kvala- fullt. Þá sagði Tóta: „£g finn aldrei til.” Og þaðreyndist rétt. Þar sem læknirinn taldi líöan móður og bams í góðu lagi og yfirfullt var út úr dyrum á sjúkrahúsinu fór hann til baka með sitt friða föruneyti, tóma sjúkrakörfu og allt nestið. En Þór- hildur og litli sveinninn gistu á Rangá í 12 daga og heilsaðist vel. Um vorið í sól og sunnanþey hélt ég litla stórhríðardrengnum mínum undir skím í Þóroddsstaðarkirkju og hlaut hann nafnið Halldór Rafn.” -SþS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.