Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 18
öld eftir aö Sherlock Holmes og Watson félagi hans skutu
fyrst upp kollinum í London virðist áhuginn á þeim félögum
ekkert í rénun.
Tímabilið milli 1882 og 1890, samkvæmt greinargerð
Watsons, var hið annasamasta á ferli leynilögreglumannsins.
Gamaldags göngustafur hafði áletrunina 1884. Sherlock
Holmes ályktaði að hann væri í eigu læknis á Charing Cross
spítalanum sem ætti hund sem væri nokkuð minni en enskur
hundur. Þetta varð upphafið að einu frægasta máli þeirra
félaga: Baskervillehundinum.
Nú sitja breskir límdir við sjónvarpstæki sín í hverri viku og
horfa á þætti um hundinn og fleiri mál sem eru leyst af þessum
fræga rannsóknarmanni.
Á hverju sumri kemur straumur gesta hvaðanæva að úr
heiminum til London að svipast um á Baker Street 221 b.
Margir leita þar heimilda um leynilögreglumann sem var til í
raunveruleikanum.
Goðsögnin
„Hvar er Sherlock Holmes þá grafinn?” sagði lítill drengur
nýlega við ömmu sína þar sem þau voru komin meö neðan-
jarðarlest í útjaöar Regents Park þar sem svo mörg ævintýra
Holmes byrja.
„Einhvers staðar hérna, held ég,” svaraöi amman sem
hlýtur að hafa veriö enn á lífi þegar Holmes sneri aftur eftir að
hafa, að því er virtist, dáið í Reichenbach Falls í Svisslandi.
London hlúir að goðsögninni um Holmes og gestir geta
skoðað Tubes, fallega endurbyggða járnbrautarstöö sem er
mjög áþekk því sem var í janúar 1863 þegar fyrstu neðan-
jarðarjárnbrautin byrjaði að fara um.
Steinhleðslur hafa verið hreinsaðar upp og upprunalegar
holur fyrir lofthreinsun eru með gerviljósi fyrir ofan þannig að
það lítur út eins og dagsbirta skíni í gegnum þær. Myndir og
ýmislegt fleira er þar sem minnir á Viktoríutímann.
884 varð hann tíl
1 nýrri hlutum stöðvarinnar er hinn auðþekkjanlegi vanga-
svipur Holmes meðal annars greyptur í veggflísarnar.
Á Bakerstræti er Moritarty-veitingastaður. Moritarty var
eins og menn muna erkióvinur Holmes. Tannlæknir með því
sama nafni rekur tannlæknastofu í Watsóns Chambers.
Þrátt fyrir allt eru samt léttivagnamir horfnir og það eru
engin merki um hinn fræga bústað Holmes við Baker Street.
Þar sem Baker Street 221b ætti að vera eru verkamenn nú að
ljúka við að byggja stórt skrifstofuhúsnæði. Enn berast bréf
víðsvegar að úr heiminum þar sem spurst er fyrir um glæpa-
rannsakandann, og eigendur staðarins senda kurteislegt bréf
til baka þar sem það er harmaö að Holmes búi ekki lengur á
þessum slóöum.
Árið 1884 var mikilvægt í sögu skapara Holmes. Það ár varð
Holmes og félagar hans til.
Conan Doyle var fátækur læknir í Southsea. Talið er að ráðs-
kona hans hafi verið fyrirmynd frú Hudson. I fyrstu heimsókn
hans í bókmennta- og vísindaklúbb staðarins hitti hann dr.
James Watson sem síðar varð formaður samtakanna. Sagt er
að þaðan sé runnið nafnið á aðstoðarmanni Holmes.
Krikketleikarar sem hétu Watson, Mycroft og Shacklock léku
í skírisliðinu og Conan Doyle kýldi á móti uppgjöf Skacklocks
eitt sinn. Hann sagði síðar að sig hefði minnt aö hann héti
Sherlock. Mycroft varð nafnið á bróður Holmes í utanríkis-
ráðuneytinu.
Sjónvarpsþættír
Eftir öld frá því að þessi manngerð var sköpuð eru vinsæld-
irnar enn slíkar að Grenada sjónvarpsstöðin eyddi 250.000
sterlingspundum í aö endurgera Bakerstræti fullkomlega með
strætisvögnum, dregnum af hestum og Hackney kerrum.
Holmes aðdáendur gefa Jeremy Brett, sem leikur leyni-
lögreglumanninn í nýjustu sjónmyndun sagnanna, toppeink-
unn. Hann er hávaxinn og hárið strokið aftur.
Taugaveiklun má lesa af handahreyfingum og hann er
kuldalegur í viðmóti við viðskiptavini. Þetta fellur vel að þeim
hugmyndum sem menn gera sér um Holmes.
Aðdáendur Holmes sagnanna líkja Brett við Basil Rathbone
sem er sennilega einn frægasti kvikmynda-Sherlock allra tíma.
Peter Cushing og Cristoper Lee hefur einnig þótt takast allvel
upp í gervi meístaraleynilögreglumannsins.
Sá sem leikur nýjustu Watson-útgáfuna leggur áherslu á
hann sem tryggan og umhyggjusaman vin sem stundum gagn-
rýnir Holmes en ekki hálfhlægilegan gervihermann eins og
Nigel Bruce gerði í kvikmyndum.
Holmes segir aldrei: „Einfalt, kæri Watson,” því að þrátt
fyrir að það sé almennt talið, þá sagði hann það aldrei í neinni
sögu Conan Doyles. Brett, sem nú leikur Holmes, viðurkenndi í
viðtali að hann hefði orðið skelfingu lostinn þegar hann var
beðinn að leika þetta hlutverk. Eg er 117. maðurinn sem leikur
þetta hlutverk,” sagði hann. „Hvað á ég að gera? ”
Sköpunarverk Conan Doyles gaf leynilögreglusögunum nýja
vídd. Á eftir honum komu röö stælinga og háðfærslna eins og
Hemlock Jones eftir Francis Brett Harte. Aðrir höluöu inn fé á
æðinu sem greip um sig eins og James Barry, Mark Twain,
Agata Christie og Ellery Queen.
Sheriock Holmes (Basil Rathbonel utskynr það fyre lotningarfulkim Watson lækni (Nigel Bruce) að eitthvað sé ekki sem skyldi með styttuia sem þeir
standa við.
Hundrað ár f rá sköpun Holmes:
„Einfalt.kæri Watson”