Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Page 20
20
DV. LAUGARDAGUR 23. J0NI1984.
10. sölusumar okkar
er gengið í garð og við bjóðum enn á ný vönduðu
dönsku hústjöldin frá Trio Sport, 2ja — 6 manna. Þau
eru framleidd úr litekta og vatnsheldum baðmullar-
dúk.
Gott verð — Viðgerðar- og varahlutaþjónusta —
Greiðslukjör.
Sendum myndalista.
TJALDBÚÐIR HF.
SÍMI 44392,
Geitháisi.
FJÓRÐUNGSMÚT
HESTAMANNA
Á VESTURLANDI
A KALDÁRMELUM 5,8. JÚLÍ1984.
Kynbótasýningar, gæðingakeppni, kappreiðar, unglingakeppni,
hópsýningar ræktunarbúa, kvöldvökur og dansleikir að Breiða-
bliki föstudags- og laugardagskvöld, rútuferðir frá mótsstað og
rútuferð frá BSÍ, Reykjavik, kl. 19.00 föstudagskvöld og til baka
sunnudag kl. 19.00.
Góð tjaldstæði í fallegu umhverfi, veitingasala alla dagana,
ve slun með matvöru og reiðtygi verður á mótsstað.
DAGSKRÁ:
Fimmtudagur 5. júlí
kl. 13.00 Kynbótahryssur, einstaklingar, dæmdar samkvæmt
skrá.
kl. 14.00 B-flokkur gæöinga dæmdur.
kl. 17.00 Eldri flokkur unglinga dæmdur, 13—15ára.
Föstudagur 6. júlí
kl. 9.00 Stóöhestar, einstaklingar, samkvæmt skrá og af-
kvæmahópar dæmdir.
kl. 10.00 Yngri flokkur unglinga dæmdur, 12 ára og yngri.
kl. 14.00 A-flokkur gæðinga dæmdur.
kl. 14.00 Hryssur með afkvæmum dæmdar.
kl. 18.00 Undanrásirkappreiða:
: 250 m stökk
350 m stökk
800 m stökk
800 m brokk
kl. 21.00 Kvöldvaka — töltkeppni.
Laugardagur 7. júlí
kl. 9.00 Kynning á eldri flokki unglinga.
kl. 9.30 Kynning á yngri flokki unglinga.
kl. 10.00 Kynning á B-flokki gæðinga.
kl. 11.00 Kynning á A-flokki gæðinga.
kl. 12.45 Mótið sett, Stefán Pálsson, formaður L.H.
kl. 13.00 Sýndir stóðhestar samkvæmt skrá.
kl. 14.30 Sýndar hryssur samkvæmt skrá.
kl. 17.00 Sýndir ræktunarhópar.
kl. 18.00 Milliriðlarkappreiða:
150 m skeið
250 m skeið
Milliriðlar í stökki ef þarf.
kl. 19.00 Sölusýning, hross kynnt í dómhring.
kl. 21.00 Kvöldvaka
Sunnudagur 8. júlí
kl. 11.00 Hópreiðaðildarfélaga.
kl. 11.15 Helgistund.
kl. 11.30 Ávarp, Ásgeir Bjarnason, formaðurB.l.
kl. 12.00 Stóðhestar sýndir og dómum lýst, verðlaun afhent.
kl. 12.45 Verðlaunaafhending í unglingakeppni.
kl. 13.30 Hryssur sýndar og dómum lýst, verðlaun afhent.
kl. 15.00 A-flokkur gæöinga, úrslitakeppni, verölaun afhent.
kl. 15.45 Sýndir ræktunarhópar.
kl. 16.15 B-flokkurgæðinga,úrslitakeppni,verðlaun, afhent.
kl. 17.00 Kappreiðar úrslit.
150 m skeið
250 m skeið
250 m stökk
350 m stökk
■ 800mbrokk
800 m stökk.
kl. 18.00 Dregið í happdrætti mótsins.
Mótsslit.
Fjölmenni var á Búðum þegar D V bar að garði fyrir nokkru. Stúikur voru i brennó.
\irniti
„Hér er nafli íslenskrar náttúru,”
sagði Sigríður Auöuns, einn af eigend-
um gistihússins á Búöum á Snæfells-
nesi, þegar DV staldraði þar við á
dögunum. Hún mælti orö aö sönnu.
Á Búðum er tilkomumesta skelja-
sandsfjara á Islandi, GuDströndin, og
hvergi er útsýni til Snæfellsjökuls
betra en einmitt þaðan. Fjölbreyttur
og þroskamikill gróður setur svip sinn
á Búðahraun, en það er víöa allúfið og í
því eru skvompur og kvosir. Ur gígn-
um Búöakletti á samkvæmt þjóðsögn
að liggja neðanjarðargangur til Surts-
hellis í Borgarfirði. I hellisbotninum ku
vera gullsandur.
Á Búðum er eitt elsta hús á landinu,
byggt 1836, og í því hófst gistihúss-
rekstur 112 árum síðar. Fyrir þremur
árum keypti ungt fólk frá Reykjavík
húsið og starfar sjálft við reksturinn á
sumrin. „Þetta er fólk úr öllum
áttum,” sagði Sigríður. „Einn er vef-
ari, annar kennari, þriðji kokkur, svo
er listamaður og sjúkrahði...” Eigend-
ur eru sjö talsins, en oftast vinna níu
manns við hótelið.
Þau sofa lítið en vinna þeim mun
meira. „Jökullinn sendir kraft sinn
yfir okkur,” sagði Sigríður. „Hann
hefur ótrúlegt seiðmagn. Gestir hótels-
ins koma til dæmis yfirleitt aftur.”
Hótel Búðir gista milli 40 og 50 manns
og er nýtingin góö að sögn Sigríðar.
Áður var verslunarstaður á Búðum
og gengu skip inn í Búðaós. Hélst
verslun þar allt fram á síöustu öld en
lagðist þá niður. Myndast hafði lítið
þorp á Búðum áður en yfir lauk, en
hóteliö er eina húsið sem eftir stendur.
Fallegt útsýni er úr setustofu hótelsins.
Eigendur hótelsins dreymir um að
endurbyggja þorpið og færa Búðir í
upprunalegt horf. „Það mætti gera
með því að byggja lítil hús, eins og þau
voru fyrir aldamót, og leigja út til gist-
ingar.”
Draumurinn er að byrja að verða að
veruleika. Smábátafélagið í Staðar-
sveit og Breiðuvíkurhreppur létu ný-
lega endurbæta höfnina á Búðum. Nú
er ekkert því til fyrirstöðu að smábáta-
eigendur sigli til Búða og spari sér
þannig aksturinn. Tveir eigendur
hótelsins eiga einn bát og róa til fiskjar
úr ósnum, en sjávarréttir eru sérgrein
kokksins á Búðum og þykja með ein-
dæmum ljúffengir. „Við reynum að
elda svolítið sérstakan mat,” sagði
Sigríöur. „Hver réttur er eldaður sér-
staklega og leitast við að hafa þjónust-
una ívið persónulegri en gengur og ger-
ist.”
Að sögn Sigríðar er algengt að fólk
frá höfuöborgarsvæðinu leggi leið sína
til Búöa til að snæða góöan mat í rólegu
umhverfi. Þá kunna nærsveitarmenn
einnig vel að meta starfsemina á
Búðum og eru þeir ánægðir með upp-
bygginguna sem þar á sér stað. Það er
skiljanlegt. EA
HOTELBUÐIR:
INAFLA
HÓfnin i Búðarósi var dýpkuð nýlega. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að smábátaeigendur sigli a staðinn.
D V-myndir: Arinbjörn.