Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 22
22 DV. LAUGARDAGUR 23. JUNI1984. Hverja telurðu möguleika KR-inga á íslandsmeistara- titlinum í ár? JónSigurðsson: Sum léleg lið hafa góða menn og sum góð lið hafa lélega menn og öfugt og hef ég þá trú að KR-ingar falli í aðra deild en að Vikingar nái sínu gamla formi á ný og verði Is- landsmeistarar enn einu sinni. Guðlaugur Sigurðsson: Ekki mikla, ég held jafnvel að þeir skipti um deild við IBV í haust. Gunnar Þ. Indriðason: Þeir falla ekki í aðra deild og þar sem ég er nýfluttur í vesturbæinn vona ég að þeir geri það ekki. En ef þeir fara að spila sóknarbolta þá mun hagur þeirra vænkast. Frömurum mun hins vegar ganga vel og veröa í efri kanti. Bragi Másson: Eg hef litla trú á að þeir vinni en þeir gætu náð langt í Evrópu- bikarnum. Bessigæ: Mjög litla, sérstaklega þar sem Valsmenn eru farnir að vinna. Sem vesturbæingur vona ég að þeir haldi sér í deildinni og gott betur. Þuríður Krístjánsdóttir: Þeir verða nálægt botninum og ég býst alveg eins við að þeir falli. KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- „Auðvitað er ég hræddur um að KR-liðið falli” — segir Bjami Felixson, íþróttaf réttamaður sjónvarps „Eg hef orðið fyrir vonbrigðum með mína menn í sumar. Ég bjóst reyndar ekki við miklu af liðinu fyrir Islands- mótið, var ekki vongóður fyrir tímabil- ið,” sagði Bjarni Felixson, íþrótta- fréttamaöur sjónvarpsins, í samtali við DV, aðspurður um KR-liðið. „KR-liðiö er ekki eins heilsteypt lið og það var í fyrra en þrátt fyrir þaö geta leikmenn liðsins meira en þeir hafa sýnt það sem af er sumri. Leik- menn liðsins verða að skilja aö til þess að vinna leiki þarf að berjast og hafa( fyrir hlutunum. Ef þeir fara ekki að gera sér grein fyrir þessu er ég and- skoti hræddur um að þeir falli. Ég bjóst við aö liðið yrði um miöja deild áður en mótið hófst en eins og staðan er í dag er ég auðvitaö hræddur um að liðiðfariniður.” Á hverja veðjar þú sem Islands- meistara? „Ég hef áður lýst því yfir að ég tel að Skagamenn séu með besta liðið og ég er ennþá sömu skoðunar. Þeir hafa mikinn og góðan mannskap og flestir leikmenn sem léku með liðinu í fyrra eru áfram í liðinu í sumar. Eg hef þá trú að þeir verði illstöðvanlegir í bar- áttunni um Islandsmeistaratitilinn,” sagði Bjarni Felixson. Bjarni lék sem kunnugt er um árabil með KR-liðinu sem bakvörður og sex sinnum var hann valinn til að leika með landsliðinu í knattspymu. —SK. Bjami Fellxson, hefur leikið sex lands- leiki fyrir íslands hönd. „Of mörg jafntefli” —segir Víðir Sigurðsson, íþróttaf réttamaður Þjóðvil jans „Miðað við stöðu KR-liðsins í 1. deUd getur liðið vart tekið stefnuna nema upp á við. KR-ingar hafa verið mjög óheppnir með meiðsU og þeir hafa notað 22 leUonenn í siðustu 7 leikjum sinum,” sagði Víðir Sigurðsson, íþróttafréttaritari á ÞjóðvUjanum, i samtaU við DV. „KR-liðið hefur gert óhemju mikið af jafnteflum í leikjum sínum og það er fyrst og fremst afleiöing af þeirri varnartaktik sem Uðið leUcur. A 16 AR FRA SIÐ- ASTA TITLI — KR varð fyrst íslandsmeistari 1912 ogsíðast 1968 ___. KR-ingar hafa tuttugu sinnum orðið sigurvegarar í 1. deUd síðan Uðlð tók fyrst þátt í islandsmótinu í knatt- spymu árið 1912. Aðeins einu sinni á þessum langa tíma hefur liðið faUið í 2. deUd, það var árið 1977 og árið eftir sigraði félagið í,2. deUd. KR-ingar urðu fyrst Islandsmeistar- ar 1912 og síðast 1968. Það eru því 16 ár síðan félagiö varð síðast Islandsmeist- ari og finnst mörgum áhangendum liösins kominn tími tU að vinna titilinn áný. -sk. Leikmenn KR1984 Ágúst Már Jónsson, 23 ára, tengUiður. Lék fyrst í mfl. 1979, 76 leikir og 7 mörk. Bjöm Rafnsson, 20 ára, framherji. Lék fyrst í mfl. 1982, 15 leikir og 1 mark. 4 u-landsl. Elias Guðmundsson, 26 ára, framherji. Lék fyrst í mfl. 1979, 74 leikir og 8 mörk. Erling Aðalsteinsson, 24 ára, framherji. Lék fyrst í mfl. 1980,41 leikur og 6 mörk. Guðjón HUmarsson, 27 ára, bakvörður. Lék fyrst i mfl. 1974,185 leikir og 3 mörk. 7 u-landsl. Gunnar Gislason, 23 ára, tengiUður. NýUði með KR, 3 leikir og 2 mörk. Lék áður með KA (120 leikir) og Osnabrack. 10 landsleUdr, 1 u. 21 landsl., 2 u- landsl. og 3 d-landsl. Hannes Jóhannsson, 19 ára, miðvörður. Nýliði i mfl. 3 u-Iandsl. Halldór Pálsson, 26 ára, markvörður. Lék fyrst í mfl. 1975,29 leikir. Haraldur Haraldsson, 28 ára, miðvörður. Nýliði með KR, 4 leikir. Lék áður með KA (220 leikir). Helgi Þorbjömsson, 21 árs, tengiUður. Lék fyrst í mfl. 1981, 31 leikur og 2 mörk. Jakob Pétursson, 28 ára, bakvörður. Lék fyrst í mfl. 1982,47 leikir. Jón G. Bjaraason, 22 ára, framherji. Lék fyrst í mfl. 1982, 29 leikir og 1 mark. 3 d-landsl. Jósteinn Einarsson, 22 ára, miðvörður. Lék fyrst i mfl. 1978,112 leikir og 7 mörk. 3 u-landsl. Ómar Ingvarsson, 26 ára, framherji. Nýliði með KR, 2 leikir. Lék áður með ÍBK (75 leikir) og UMFN. Óskar Ingimundarson, 25 ára, framherji. Lék fyrst í mfl. 1981,76 leUdr og 22 mörk. Lék áður með KA. Ottó Guðmundsson, 29 ára, miðvörður. Lék fyrst í mfl. 1971,264 leikir og 15 mörk. 3 landsl. og 7 u-landsl. Ragnar Gunnarsson, 22 ára, bakvörður. Lék f yrst í mfl. 1981,6 leikir. Sigurður Heigason, 25 ára, framherji. Lék fyrst i mfl. 1982, 2 leikir og 2 mörk. Lék áður með Fylki. Sigurður Indriðason, 31 árs, bakvörður. Lék fyrst i mfl. 1971, 243 leikir og 21 mark. Stefán Jóhannsson, 22 ára, markvörður. Lék fyrst í mfl. 1980, 85 leikir. 1 landsl., 1 u. 21 landsl., 3 u-landsl. og 4 d-landsl. Stefán Pétursson, 19 ára, miðvörður. Lék fyrst í mfl. 1983, 7 lelkir. 5 u- landsl. og 2 d-landsl. Sverrir Herbertsson, 26 ára, framherji. Lék fyrst með mfl. 1976, 106 leikir og 40 mörk. Lék með Vikingi 1981—83. Ssbjöra Guðmundsson, 23 ára, tengiliður. Lék fyrst í mfl. 1978,123 leikir og 11 mörk. 1 landsl., 1 u. 21 árs landsl., 3 u-landsl. og 4 d-landsl. Sævar Leifsson, 20 ára, bakvörður. Lék fyrst með mfl. 1983,6 leikir. WUlum Þór Þórsson, 21 árs, framherji. Lék fyrst í mfl. 1981, 55 leikir og 7 mörk. 3 d-landsl. Hólmbert Friðjónssoner þjálfari meistaraflokks. Birgir Guðjónsson er aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Sigþór Sigurjónsson er liðsstjóri meistaraflokks. Leikjaf jöldi og skomð mörk miðast við upphaf tslandsmóts 1984. rúmum tveimur árum hefur liðið leikið 43 leiki og 24 sinnum hefur orðið jafn- tefli. Mér hefur aUtaf fundist furðulegt hvað mönnum eins og Sæbirni Guömundssyni og Jóni G. Bjamasyni hefur verið haldið utan við liðið. Jón hefur mikla boltatækni og hugsun en hvorugur þessara kosta hans hefur fengið aö njóta sín hjá KR. Knattspyrnan í sumar er betri en hún var í fyrra. Það eru fleiri skemmtilegir leikir á boðstólum nú en í fyrra þó að aUtaf slæðist inn á miUi leiðinlegir leikir. Þeir eru hins vegar færri í ár en í fyrra. Knattspyrnan er á uppleið. Hvað varðar spá um verðandi meistara þá tel ég Skagamenn hafa mesta möguleika. Þaö er öruggasta leiðin að veðja á þá. En þaö getur allt skeð í þessu og Skagamenn þurfa ekki að missa nema tvo leikmenn vegna meiðsla, þá getur liðið hrunið,” sagöi Víöir ÞjóðvUjamaður Sigurðsson að endingu. -SK. Ottó og Gunnar — hafa leikið f lesta leiki fyrir KR og landsliðið Af þeim leikmönnum sem leika með liði KR i sumar er fyrirliði liðsins, Ottó Guðmundsson, leikjahæstur með 264 leiki. Sigurður Indriðason kemur ekki langt á eftir með 243 leiki. Guðjón Hilmarsson er með 185 leiki, Sæbjöm Guðmundsson með 123 leiki, Jósteinn Einarsson 112 og Sverrir Herbertsson 106 leiki. Gunnar Gislason hefur leUcið flesta landsleUci, 10 talsins, Ottó Guðmunds- son 3 og þeir Stefán Jóhannsson og Sæ- bjöm Guðmundsson einn leUc hvor. -sk. Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður Þjóðviljans. Formaður KSÍ ef stur á blaði EUert B. Schram hefur oftast verið fyrlríiði islenska landsUðsins í knatt- spymu af KR-ingum, samtals í níu leikjum. EUert hefur einnig skorað flest mörk KR-inga í landsleikjum, sex talsins. -sk. Umsjón: Stefán Kristjánsson Þá er röðin komin að vesturbæjarstórveldinu KR. Áður en yfirstandandi íslandsmót hófst var liðinu spáð mikilli velgengni en sem stendur er útlitið bjá vestur- bæingunum hálfröndótt svo ekki sé meira sagt. Liðið er víst í fallbaráttu en mikið má vera ef KR-ingar taka sig ekki saman í andlitinu og sigla skútu sinni upp á við. Aðeins einu sinni í sögu félagsins hefur liðið fallið í 2. deUd, árið 1977. KR-ingar eru staðráðnir í að láta þá sögu ekki endurtaka sig en tU þess að svo megi verða þarf liðið að leika betur en það hefur gert og getur gert. Spádómar manna í upphafi móts gera liðið ekki að meisturum, leik- menn sjálfir verða að vinna slíkt afrek. í næsta helgarblaði munum við kynna annað af toppliðun- um, Keflavík. -sk. KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.