Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 23
DV. LAUGARDAGUR 23. JONl 1984.
23
KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR- KR
Lið KR-inga keppnistímabilið 1984.
..Hver leikur okkar f sumar er
upp á líf oe dauða”
segir Ottó Guðmundsson, fyrírliði KR-inga
„Það getur engínn KR-ingur sætt sig
við botnsætið. Við hötum verið óheppn-
ir og meiðsli hata sett stórt strik í
reikninginn hjá okkur og til dæmis höf-
um við aldrei náð að stilla upp sömu
varnarleikmönnunum,” sagði Ottó
Guðmundsson, fyrirliði KR-liðsins i
knattspyrnu.
„Við erum með stóran og góðan hóp
góöra leikmanna en einhverra hluta
vegna hefur okkur ekki tekist að binda
þetta saman. Siöasti leikur okkar gegn
Skagamönnum var þó greinilegt bata-
Eyleifur Hafsteinsson, hefur leikið
flesta landsleiki KR-inga frá upphafi.
merki þrátt fyrir að við töpuðum
0-2. Þaö voru margir ljósir punktar í
þeim leik og við vorum betri aðilinn og
áttum að sigra í þeim leik.”
Hefur þú einhverja skýringu hand-
bæra á því að KR vermir nú botnsætið í
1. deildinni?
Margir samverkandi þættir
„Nei, ég hef hana ekki á reiðum
höndum. Ég tel að um fleiri en eina
skýringu sé að ræða. Ég þori ekki að
skjóta á neina sérstaka.
Við komum saman eftir leikinn gegn
Þór frá Akureyri sem við töpuðum 2-5
og ræddum málin. Eftir þann fund er
ég bjartsýnn á aö viö náum aö rifa
okkur upp úr þessum öldudal. Þetta
var strax skárra hjá okkur gegn Þór
ogáeftir aðbatna.”
Strfar æfingar og leikgleði
„Viö höfum æft mjög stíft upp á síð-
kastiö og eins hefur verið stutt á milli
leikja hjá okkur. Það var á tímabili
kominn upp mikill leikleiði í liðinu en
ég held aö okkur hafi tekist að snúa
blaðinu við í eitt skipti fyrir öll.”
Hver leikur upp á líf og
dauða
„Að mínum dómi hefur knattspyrn-
an hér tekið nokkuð stórt spor fram á
við. Leikirnir eru yfirleitt betri í sumar
en í fyrra. Ég verð að viðurkenna aö ég
átti ekki von á því að Akumesingar og
Keflvíkingar myndu stinga af eins og
raunin hefur oröiö á. Víkingar eru mun
sterkari en ég reiknaði með í byrjun
árs. Þeir hafa komið á óvart. Þá hefur
það komið mér spánskt fyrir sjónir
hversu lítið hefur komið út úr Vals-
liðinu. Ég trúi bara ekki öðru en þeir
eigi eftir aö koma til. Hvað Breiðablik
varðar þá átti ég alveg von á slæmu
gengi frá þeim. Við í KR verðum að
taka okkur saman í andlitinu og það er
ljóst að hver leikur okkar hér eftir
verður upp á líf og dauða.”
Ekkert frekar Akranes en
Keflavík
Heldur þú eins og margir ef ekki allir
aðrir að Akurnesingar verði Islands-
meistarar þegar upp verður staðið?
„Ég get ekki séð að Akurnesingar
vinni mótið neitt frekar en Keflviking-
ar. Ég vil engu spá um væntanlega sig-
urvegara. Ég veit það bara að við KR-
ingar höfum ekki gefist upp og ef við
förum að sleppa við meiðsli þá kemur
þetta hjá okkur. Þegar þrjú stig eru
gefin fyrir unninn leik er þetta fljótt að
koma hjá okkur,” sagði Ottó Guð-
mundsson.
—SK.
Ottó Guðmundsson, fyrirliði KR.
Eyleifur og Ellert
með flesta landsleiki KR-inga frá upphafi
Samtals hafa 34 lelkmenn KR lelk-
ið landsleiki fyrir Islands hönd frá
upphafl, samtals 172 leiki.
Eyleifur Hafsteinsson sem lék aö
vísu einnig með Akranesi hefur að
baki 26 leiki. Ellert B. Schram er
með 23 leiki en þessir tveir leikmenn
cru með langflesta leiki að baki.
Sveinn Jónsson kemur næstur með
12 leiki, Hörður Felixson og Garðar
Árnason eru með 11 leiki hvor, Hall-
dór Björnsson og Gunnar Guðmanns-
son 9 hvor, Örn Stelnssen og Hreiðar
Arsælsson með 8 hvor og þeir Heimir
Guðjónsson og Gunnar Felixson hafa
leikið 7 leiki hvor. Nokkrir leikmenn
hafa leikið 6 leiki og meðai þeirra er
Bjarnl Felixson, íþróttafréttamaður
sjónvarpsins.
KR-KR-KR-KR-KR-KR-KR-KR-KR-KR-KR-KR-KR-KR-KR-KR-KR-KR
? ---------------------------------------- ------------