Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Síða 25
DV. LAUGARDAGUR 23. JUNI1984. 25 Eggert Haukdal, Þórarinn Sigur/ónsson og Ólafur G. Einarsson töluðu aftur á mótistyst samanlagt. Albert Guðmundsson KONNUN A MALGLEÐIMNGMANNA: TALAÐIOFTAST sér heyra og í þriðja sæti var einn nýju þing- mannanna, Stefán Benediktsson. Stefán tók 158 sinnum til máls og skákaði þar með tveimur reyndari þingmönnum, Eiði Guðna- syni og Hjörleifi Guttormssyni. Eiður fór' alls 144 ferðir í pontu og Hjörleifur 132. Alþýðubandalagsmenn hafa innan sinna raða þá tvo þingmenn er samanlagt töluöu lengst. Svavar Gestsson hefur þegar verið nefndur og lítt kemur e.t.v. á óvart að Hjör- ■ leifur Guttormsson skuli skipa sér á hæla honum með samtals 2309 minútur. I næstu þremur sætum eru síðan tveir ráðherrar, Al- bert Guðmundsson og Sverrir Hermanns- son, en Jón Baldvin Hannibalsson hafnaði á milli þeirra, í f jóröa sæti. Samtals talaði Al- bert í 1614 mínútur, Jón Baldvin í 1513 og Sverrirí 1375. Sem fyrr getur sáu Þórarinn Sigurjónsson og Eggert Haukdal sjaldnast ástæðu til að feta léttu leiðina ljúfu í ræðustól. Geir Gunnarsson ofnotaði heldur ekki þann ágæta stól, hann tók sex sinnum til máls, og þeir Olafur G. Einarsson, níu sinnum, og Guðmundur Bjarnason, 11 sinnum, komu næstir. Þrír þingmenn skera sig nokkuö úr með þaö að tala stutt, þ.e.a.s. samanlagt en ekki í hvert sinn. Það eru Eggert Haukdal, Þórar- inn Sigurjónsson og Olafur G. Einarsson, sem talaði i 30 minútur. Nokkurt bil er í næsta mann, Friðjón Þórðarson, sem talaði í 90 mínútur, og Pálmi Jónsson var í fimmta sæti. með 129 mínútur samanlagt. Athygli vekur að Eggert, Friðjón og Pálmi hlupust allir undan merkjum Sjálfstæðisflokksins og studdu stjóm Gunnars Thoroddsens, þeir tveir síðasttöldu voru meira að segja ráð- herrar í þeirri stjóm. Skyldi óþægð þeirra við flokksforystuna hafa haft svona lamandi áhrif áþá? Konur tala minna Með réttu má tala um Alþingi sem sauma- klúbb karla, „þingkonur” tala nefnilega mun sjaldnar og skemur. Aö meðaltali tala karlmenn í 613 minútur og taka 65 sinnum tii máls en konur koma aö jafnaöi 59 sinnum í pontu og tala að meðaltali samanlagt í 497 mínútur. Guðrún Helgadóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir töluðu oftast kvenna, 87 sinnum hvor, og Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra nældi í bronsverð- launin, ef svo má að orði komast, hún ávarp- aöi þingheim í 79 skipti. Jóhanna Sigurðardóttir talaði hins vegar að jafnaði mun lengur en nokkur kynsystra hennar. Samtals eyddi hún 1113 mínútum í ræðustól, nærri helmingi meiri tíma en Guð- rún Helgadóttir, 652 mínútur, og Ragnhildur ráðherra, 576 mínútur. Kristín S. Kvaran tók 18 sinnum til máls á þingi og Kolbrún Jónsdóttir 26 sinnum. I þriðja sæti kom svo Salome Þorkelsdóttir, 46 sinnum, og það þó svo hún væri forseti efri deildar. Kolbrún staldraði hins vegar styst við í ræðustólnum, eða í 114 mínútur saman- lagt, þá kom Salome með 169 mínútur og Kristín S. Kvaran var þriðja með 269 mínútur. Tala vinstri menn meira? Ef litiö er á þingflokkana og meðaltal hvers flokks reiknað út kemur í ljós að alþýðuflokksmenn tala að jafnaöi oftast og lengst. Þingmenn þess flokks tóku að meðal- tali 90 sinnum til máls og meðaltal saman- lagðs ræðutíma þeirra var 1030 mínútur. Fjórir þingmenn Bandalags jafnaðar- manna voru einnig duglegir við að láta í sér heyra. Þeir töluðu að meöaltali í 657 mínútur og að jafnaði sáu þeir 82 sinnum ástæðu til aö koma skoðunum sinum á f ramfæri. Alþýðubandalagsmenn fylgdu fast á hæla jafnaðarmanna hvað varðar tíðar ferðir í stólinn. Meðaltal ferða þeirra var 79 en þeir töluðu hins vegar mun lengur, eða í 1026 mínútur samanlagt að jafnaði. Ognuðu þeir þar veldi alþýðuflokksmanna. Fjórði stjórnarandstöðuflokkurinn, Kvennalistinn, lét sitt heldur ekki eftir liggja. Konumar þrjár tóku að meðaltali 68 sinnum til máls og meöaltal ræðutima þeirra var 526 mínútur. Ef litið er á stjórnarandstööuna sem heild verður meöaltalið 81 skipti í ræðustól og 898 mínútur samanlagt. Það er mun hærra meðaltal en hjá þingmönnum stjómarinnar. Þeir stöldmðu að jafnaði 54 sinnum við í pontu og töluöu að meðaltali í 408 minútur. Framsóknarmenn voru heldur málglaðari, fóm 58 ferðir á móti 51 ferð sjálfstæöis- manna, en minni munur er á samanlögðum ræðutíma þótt svo aftur haf i Framsókn vinn- inginn, 411 mínútur á móti 406. Málglaðir Austfirðingar Ef þingmenn eru marktækt úrtak af íbú- um landsins verður vart annað sagt en Vest- firðingar og Austfirðingar séu málglööustu þegnar þjóðfélagsins. Þingmenn Vestfjarða fóru að meðaltali oftast í pontu, 109 sinnum, og töluðu að meðaltali i 767 mínútur. Austfirðingar fóm heldur sjaldnar í ræðustól, 92 sinnum, en nýttu ferðir sínar betur þvi þeir töluðu að jafnaði í 1147 minútur samanlagt. I þriðja sæti voru þingmenn höfuðborgarinnar. Mál- svarar Reykvíkinga tóku að meðaltali 77 sinnum til máls og samanlagður ræðutími var 812 mínútur. önnur kjördæmi voru langt á eftir. Tölumar fyrir þingmenn Norðuriandskjör- dæmis vestra em 55 skipti og 416 mínútur, fyrir þingmenn Vesturlands 50 skipti og 392 mínútur og Reyknesingar töluðu að meðal- tali í 404 mínútur og stigu 49 sinnum í pontu. Botnsætin tvö verma svo þingmenn Norðuriandskjördæmis eystra og Sunnlend- inga. Þeir fyrrnefndu tóku að meðaitali 42 sinnum til máls og töluöu i 339 mínútur og þingmenn Suöurlands töluðu að meðaltali í einungis 34 skipti og samanlagt meðaltal þeirra var315 mínútur. Loks skal til nefna landskjömu þingmenn- ina 11, en þeir töluðu að meðaltali i 584 mínútur og röltu 64 sinnum i ræðustól. Oddvitar flokkanna Til þess er ætlast af formönnum flokkanna sex eða þingflokksformönnum að þeir láti ekkert tækifæri ónotað til að auglýsa stefnu sinna flokka og mótmæla því sem þeim þykir miöur í fari annarra flokka. Vart verður annað sagt en Svavar Gestsson, for- maður Alþýðubandalagsins, hafi sinnt þessu hlutverki af stakri prýði. Guðmundur Einarsson, þingflokksformaður Bandalags jafnaðarmanna, verður heldur ekki sakaður um að hafa legið á liöi sínu. Hann vippaði sér 127 sinnum í pontuna og stóð yfirleitt frekar lengi við, talaöi samtais i 1336 mínútur. Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðu- fiokksins, lét heldur ekki deigan siga. I hundrað skipti stóð hann i ræöustól og ræðu- timi hans nam samtals 1051 mínútu. Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra og formaður Framsóknarflokksins, var einnig önnum kafinn við að hlaupa í stói- inn, enda bæði oddviti stjórnarinnar og flokks síns. Ferðir hans urðu alls 82 og sam- tals talaði hann í 867 mínútur. Guðrún Agnarsdóttir, þingflokksformaður Kvennalistans, tók 56 sinnum til máls, sam- tals í 529 mínútur, og lestina rekur Þor- steinn Pálsson, formaður SjálfstæðisQokks- ins. Þorsteinn talaði í 33 skipti, 343 minútur samanlagt. Texti: Sveinn Agnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.