Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 26
26 DV. LAUGARDAGUR 23. JUNI1984. Aö loknum átta umferðum á skák- mótinu í Smederevska Palanka í Júgóslavíu var eini íslenski keppandinn, Margeir Pétursson, í efsta sæti. Þá var frídagur í mótinu en að þeim loknum spáöu fæstir Margeiri sigri. Hann varð nefnilega fyrir því óláni aö fótbrotna er skák- menn tefldu fram knattspymuliði sínu gegn starfsmönnum fyrirtækis- þess sem stóð fyrir mótinu. Eftir það varö Margeir aö tefla með fótinn uppi á borði og eins og gefur að skilja sló hann ekki hendinni á móti jafn- teflisboöum andstæöinganna í slíku ásigkomulagi. Þó tókst honum að vinna eina skák af þeim fimm sem eftir voru og stóð aö lokum uppi sem sigurvegari ásamt Júgóslavanum Z. Nikolie. Glæsilegur árangur Margeirs því að ekki blés byrlega fyrir honum í upphafi móts. Strax á fyrsta degi tapaði hann fyrir Tékkanum Leehtinsky en fleiri urðu tapskákir hans á mótinu ekki. Hann gerði sjö jafntefli en vann fjórar skákir, þá Cvitan (fyrrum heimsmeistara unglinga), Cabrilo, Ljuvisavljevic og Nebojsa Ristic, sem allir eru Jógóslavar. Þannig varð !oka- staðan: I. —2: Margeir Pétursson og Z. Nikolic (Júgóslavíu) 8 v. af 13 mögu- legum. 3.-5. Adamski (Póllandi), Martinovic og Simic (Júgóslavíu) 7 1/2 v. 6.-8. Kirov (Búlgaríu), Barlov og Cvitan (Júgóslavíu) 7v. 9. Jansa (Tékkóslóvakíu) 61/2 v. 10. Lechtinsky (Tékkóslóvakíu) 6 v. II. Horvath (Ungverjalandi) 51/2 v. 12.—13. Cabrillo og Ljubisavlejevic (Júgóslavíu) 5 v. 14. Nebojsa Ristic (Júgóslavíu) 3 1/2 v. Eins og sjá má er mótið ákaflega jafnt og átta vinningar af 13 er ekki hátt vinningshlutfall. Að þessu sinni nægöi þaö þó til sigurs enda lauk mörgum skákum á mótinu með jafn- tefli. Að sögn Margeirs var engu líkara en að margir Jógóslavanna Margeir kominn heim f rá Júgóslavíu: Fótbrotnaði en varð samt efstur legðu ofurkapp á að tefla af öryggi og fá þá einhver verðlaun fremur en aö leggja allt í sölurnar til þess að ná fyrsta sæti. Simic sem nýbúinn er að eyða aleigunni í stórmeistaratitil gerði til dæmis allar skákir sínar jafntefli í örfáum leikjum en vann tvo neðstu menn. Vakti taflmennska hans á mótinu litla aödáun en ætti hrós skilið frá sjónarhóli orku- sparnaðar. En lítum á eina skáka Margeirs frá mótinu. Hér er Tarrasch-vörnin, ein eftirlætisbyrjana Margeirs og Kasparovs, í eldlínunni og fylgir skákin lengi troðnum slóðum. Upp kemur jafnteflislegt endatafl en hvítur teflir ónákvæmt og þótt fáir menn séu eftir á borðinu nær svartur hættulegri sókn. Hvítt: Nebojsa Ristic Svart: Margeir Pétursson Tarrasch-vörn. I.d4 d5 2.c4 e6 3.Rc3 c5 4.cxd5 eid5 5.RÍ3 Rc6 6.g3 Rf6 7.Bg2 Be7 8.0-4) 0-0 9.Bg5 cxd410.Rxd4 h6 ll.Be3 He8 12.Da4 Bd7 13.Hadl Rb4 14.Db3 a515.a4 Leikirnir fram aö þessu þarfnast engra athugasemda því staðan er enn vel þekkt. Beljavsky reyndi að breyta út af í 2. einvígisskákinni við Kasparov í fyrra og lék 15.Hd2 en eftir 15.-a4 16.Ddl a3 fékk Kasparov góða stöðu. 15.-Hc816.Rc2b5! Þennan snjalla leik lék Kasparov fyrst í hraöskák (!) við Kortsnoj í Júgóslavíu í fyrra og síðan hefur hann átt vinsældum aö fagna. 17.Rxb4 bxa4 18Rxa4 Bxb4 19.Rc3 Bxc3 20.bxc3 a4 21.Da2 Bb5 Margeir breytir nú út af skák Majorov og Ehlvest í Sovétríkjunum í fyrra sem tefldist 21.-De7 22.Hfel Bc6 23.Bd4 Re4 24.Hbl Hb8 og að sögn Ehlvest hefði hvítur nú best leikiö 25.c4! með jöfnu tafli (sjá Informator 36). Leikur Margeirs er ekki sterkari — hvítur ætti að halda jafnvæginu. 22.Bxd5 De7 23.c4 Rxd5 24.cxd5 De4 25.Hd4 Dc2 26.Dxc2 Hxc2 Svartur á peði minna en getur alltaf náð því aftur. Mislitir biskupar gera stöðuna jafnteflislega en fjar- lægur frelsingi svarts gefur honum ívið betri möguleika. Samt er ótrúlegt að hvítur skuli tapa skákinni en í framhaldinu teflir hann mjög ógætilega. 27.Hbl? Betra er 27.Hb4 Bd7 28.Hb7 Bh3 29. Hal því að hvítur hefur þá unnið dýrmætan tíma í samanburði við framhald skákarinnar. Þá væru jafntefli líkleg úrslit, t.d. 29.-Ha8 30. d6a3 31.d7a232.Ha7! (eftir32.Bb6 er 32.-Hb2! sterkt) Hb8 33.f3 Hxe2 34. H7xa2 Hxa2 (ekki 34.-Hxe3 vegna 35. Ha8) 35.Hxa2 Bxd7 með jafntefli. 27.-Bd728.Hb7? Nú er þessi leikur slæmur því að hvítur skilur 1. reitaröðina eftir óvarða. Betra er 28.Hal og ef 28.- Ha8,þá29.Ha3. 28. -Bh3! 29.Hdl E.t.v. áttaði hvitur sig of seint á því að 29.Hxa4?? er svarað með 29.- Hxe3! 30.fxe3 Hel+ 31.KÍ2 Hfl mát og 29.Hh4 Hxe3! 30.Hxh3 Hcxe2 31.d6 Hxf2 32.d7 Hfd2 leiðir einnig til taps. 29. -a3 30.d6 Svartur vinnur einnig eftir 30.Ha7 a2 31.Hal Hb8 o.s.frv. 30. -a2 31.g4 Tilraun til þess að losa um sig en hún ber ekki árangur. Hins vegar er 31. d7 Hd8 (ekki 31.-Bxd7 32.Hb7 Hb2 33.Hal Hbl+ 34.Hdl Hxdl+ 35.Hxdl Hb8 36.Bd4 Hbl 37.Hfl!) 32.Hal Hxd7 33. Hxd7 Bxd7 34.Bd4 Hxe2 einnig tapað á hvítt. 31.-Bxg4 32.f3 Hxe3 33.fxg4 Hd2! 34. Hal Hexe2 35.d7 Kf8 36.Ha7 Ke7 37. h3 g6 38. Kfl Hf2+ 39. Kgl Hg2+ 40. Kfl Hdf2+ 41. Kel Hgl+! 42. Hxf2 Hxal. — Þessa stöðu ættu allir skákmenn að þekkja. Svartur hótar 43.-Hhl 44.Hxa2 Hh2+ og eftir 43,Kg2 f5! brunar f-peðið áfram og er friðhelgt því að kóngur hvíts kemst ekki yfir á f-línuna. Hvítur gafst því upp. Skák Jón L. Ámason Freistandi drottningarfórn I síðasta skákþætti var greint frá stórmótinu í Bugojno í Júgóslavíu sem lauk með sigri hollenska stór- meistarans Timman. Timman var í HAPPDRÆTTI STARFSÍK Vinningaskrá 1. v. Skodabifreið 2. v. Húsbúnaður fyrír 10.000kr. 3. v. Húsbúnaður fyrír 10.000kr. 4. v. Húsbúnaður fyrir 10.000 kr. 5. v. Húsbúnaður fyrir 10.000kr. 6. v. Húsbúnaður fyrir5.000 kr. 7. v. Húsbúnaður fyrir 5.000kr. 8. v. Húsbúnaður fyrir 5.000kr. 9. v. Húsbúnaður fyrir5.000kr. 10. v. Húsbúnaður fyrir5.000kr. JÖFUR - HREIÐRIÐ HAPPDRÆTTI UNGI dregið var 1. júní 1984. Fræðsluskrifstofa Vestfjarðaumdæmis auglýsir eftirtalin störf: Sálfræðings, æskileg reynsla af starfi við grunnskóla. Sérkennslufulltrúa, verksvið: Umsjón og skipulagning sér- kennslu og stuðningskennslu í umdæminu. Reynsla ásamt framhaldsmenntun mikilvæg. Kennslufulltrúa. Til greina kemur að ráða í þetta starf, sem felst í almennri ráðgjöf til skólamanna um kennsluhætti og kennslugögn. Vísir aö gagnamiðstöð er í uppbyggingu á Fræðsluskrifstofunni. Haldgóð kennslureynsla er nauðsynleg, framhaldsmenntun í kennslufræðum æskileg. Sérkennara vantar auk þess til starfa við Grunnskóla Isa- fjarðar og enn eru nokkrar stöður kennara lausar í grunn- skólum í umdæminu. Umsóknir sendast Fræðsluskrifstofu Vestfjarðaumdæmis, Hafnarstræti 6,400 Isafjörður, fyrir 15. júlí nk. Upplýsingar gefur fræðslustjóri, Pétur Bjarnason, í síma 94- 3855 (skrifstofa) og 94-3685 (heima). Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis. UNGLINGA- nr. 457. nr. 1019. nr. 1225. nr. 1042. nr. 1321. nr.384. nr.1189. nr.656. nr. 431. nr. 1367. - SETRIÐ LINGASTARFS ÍKf « NMíDanmörku: ísland náði bronsinu í opna f lokknum Islensku sveitirnar á nýafstöðnu Norðurlandamóti í bridge stóðu sig ágætlega. Karlasveitin náði þriðja sæti, fékk 113 stig, meöan kvennasveit- in var óheppin aö lenda í fjórða sæti með87stig. Svíar unnu hins vegar tvöfaldan sigur, en lokastaöan á mótinu var þessi: Karlaflokkur: 1. Svíþjóð 141 2. Finnland 119 3. Island 113 4. Noregur 111 5. Danmörk 110 6. Færeyjar —35 Norður Austur Suður Vestur pass 1H 2L pass 2T 2H dobl pass 2S pass 3G dobl pass pass pass Það er ljóst aö Past hefði ekki riðið feitu frá tveimur hjörtum dobluöum, með bestu vöm eru þau 700 niöur, hins vegar má segja að varla komi til greina fyrir Hörð aðpassa. Jón fékk út hjartatíu í þremur gröndum og átti slaginn á drottn- inguna. Hann tók síðan laufaás og næsti slagur var með því ódýrara sem gerist. Jón spilaði laufafjarka og átti slaginn þegar vestur lét þristinn. Aftur kom litið lauf og vestur drap með níunni. Hann spilaöi spaöa til baka og Jón tók nú þrjá hæstu í spaða, laufa- kóng og spilaöi síðan vestri inn á laufa- drottningu. Vestur átti nú aöeins tígli að spila og auðvelt var fyrir Jón að hitta á hann. Austur tók á tígulás og fékk síðan síðasta slaginn á hjartagosa. Slétt unn- ið og 750 til Islands. I lokaða salnum lentu Danimir í fimm laufum og sluppu vel að fara aðeins tvo niður. Það voru 200 í viðbót og 14 impar til Islands. Þaö er samt athyglisvert að hvomg n-s pörin finna fjögurra spaöa samn- inginn, sem virðist langbestur og litlir möguleikar á því að tapa þeim. Kvennaflokkur: l.Svíþjóð 140 2. Danmörk 130 3. Noregur 91 4. Island 87 5. Finnland 65 Danir höfðu vonast eftir betri árangri í karlaflokki og því var ósigur þeirra gegn íslensku sveitinni í síðustu umferðunum mikil vonbrigði. Hér er gott spil frá leiknum. Norður gefur/n-s á hættu Nt'RDUR A G10932 54 KG1042 *7 Au.-tijr * 876 KG8763 O A93 + G SUHJH * AKD AD92 * AK8654 sátu n-s Höröur Blöndal og Jón Baldursson, en a-v Past og Brok: V l — 11:1: A 54 V 10 C- D7654 * D10932 I opna salni Landsliðskeppni á Hótel Loftleiðum Landsliðskeppni Bridgesambands Islands heldur áfram á Hótel Loftleið- um í dag og hefst spilamennska kl. 13. Atta pör spila u.þ.b. 120 spil með Butlerútreikningi og halda áfram með 25% skorar sinnar. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 19. júní var spilað í tveimur riðlum, 12 og 14 para. Hæstuskorhlutu: Ariftlll 1. Anton Gunnarss.-Friftjón Þórhallss. 196 2. Birgir Isleif sson-Óskar Karlsson 190 3. Halldór Áraas.-Jón Viftar Jónmundss. 187 4. Björa Hermannss.-Lárus Hcrmannss. 182 B. riftill 1. Guftmundur Asmundss.-Guðmundur Thor- steinss. 197 2. Guðrún Hinriksd.-Haukur Hanness. 174 3. Karóiina Sveinsd.-Hildur Helgad. 172 4. Ármann Láruss.-Sveinn Sigurgeirss. 170 Næst verður spilað þriðjudaginn 26. júní í Drangey, Síðumúla 35. Allt bridgef ólk velkomið. Reiknistofa bankanna óskar að ráða fólk til starfa í vinnsludeild reiknistofunnar. Störf þessi eru unnin á þrískiptum vöktum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi SÍB og bankanna. Æskilegt er að umsækjendur hafi verslunarpróf, stúdentspróf eða sambærilega menntun og séu á aldrinum 18—35 ára. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu bankanna, Digranes- vegi 5 Kópavogi, fyrir 1. júlí nk. á eyðublöðum, sem þar fást.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.