Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Síða 39
DV. LAUGARDAGUR 23. JUNI1984. 39 Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir GULLGRAFARARNIR HENNAR SALLY POTTER Hver kannast ekki við þetta lands- lag? Atriði úr myndinni Gullgrafar- arnirsem tekin var hérlendis. BRESKA KVENNA- MYNDIN THE GOLD DIGGERSHEFUR ALLSSTAÐAR HLOTIÐGÓDAR MÓTTÖKUREN HLUTIHENNAR VARKVIKMYND- AÐURHÉRLENDIS ÁRIÐ198J Miðað við allt umstangið sem átti sér stað þegar hópur kvikmynda- gerðarmanna frá bandaríska kvik- myndagerðarfélaginu 20th Century Fox kom hingaö til lands til þess að taka upp mynd sína ENEMY MINE, má segja að breski kvikmyndagerð- arhópurinn sem kom hingað 1981 undir forystu leikstjórans Sally Pott- er hafi farið huldu höfði. Þessi hópur dvaldist hérlendis til að kvikmynda fyrstu mynd Potters í fullri lengd sem var frumsýnd í Bretlandi ekki alls fyrir löngu við góðar undirtektir. Astæðan fyrir þessum mismunandi áhuga okkar Islendinga á þessum viðfangsefnum er liklega sú að THE ENEMY MINE er miklu íburðar- meiri mynd enda mikiu meiru til hennar kostað, sbr. ráöning þekktra leikara. Liklega hafa fáir kannast við nokkra aðstandendur myndar Sally Potters nema ef vera skyld: bresku leikkonuna Julie Christie. Þessi nýja mynd Sally Potters, sem ber nafnið The Gold Diggers, og er í raun hennar fyrsta mynd í fullri lengd, er á margan hátt merkilegt skref í sögu breskrar kvikmynda- geröar. I fyrsta lagi var það ein- göngu kvenfólk sem stóð að gerö myndarinnar og er þetta fyrsta breska myndin sem er þannig unnin. I öðru lagi er hér um mikið þrekvirki að ræða af hendi Potters því á list- rænan hátt reynir hún að endur- skrifa kvikmyndasöguna út frá sjón- arhorni konunnar. Því er hér raunar um að ræða félagslega og pólitíska mynd, gerða innan kvikmyndaiðnað- ar sem hefur hingaö til verið stjórn- að nær eingöngu af karlmönnum. Mikil lyftistöng Annað mikilvægt atriði varðandi THE GOLD DIGGERS er að hún er fjármögnuð af bresku kvikmynda- stofnuninni (British Film Institute) og að myndin er gerð af óháðum kvikmyndagerðarmönnum. A und- anförnum árum hefur breska kvik- myndastofnunin virkað sem mikil lyftistöng fyrir sjálfstæöa breska kvikmyndagerð meðan aðsókn að kvikmyndahúsum hefur hríöfallið í Bretlandi. Stóru kvikmyndagerðar- fyrirtækin hafa alveg gefist upp á aö gera kvikmyndir þar í landi. Stór hluti þeirra mynda sem breska kvik- myndastofnunin hefur fjármagnað hefur hlotið mikið lof á kvikmynda- hátíöum og í sumum tilvikum hafa myndirnar verið teknar til sýningar í almennum kvikmyndahúsum. Þessi stefna, að veita færri en hærri styrki til kvikmyndagerðarmanna og gefa þeim einnig tækifæri að ná til fleiri aðila með hjálp við dreifingu, mun án efa hjálpa THE GOLD DIGGERS vel. Myndin er að mörgu leyti sniðin í þann ramma sem breska kvik- myndastofnunin virðist hafa mestan áhuga á að fjármagna. Sally Potter hefur tekið þaö besta úr listrænni evrópskri kvikmyndagerð, „hluta frá Avant-garde” pólitiskum mynd- um og svo eitthvað frá afþreyingar- myndum við gerð myndar sinnar. Með því að höföa til allra þessara þátta virðist Sally Potter geta náð til þó nokkuð stórs hóps áhorfenda ef myndin er rétt markaðssett. Ljóshært stirni En um hvað er The Gold Diggers? Efnisþráðurinn virkar nokkuö sér- stakur. Myndin fjallar um tvær stúlkur sem hvor í sínu lagi eru að leita aö „gulli". Celeste, sem leikin er af Coletta Laffont, er frönsk og býr í London. Hún vinnur við tölvu í banka í miðborginni. Hún fer einn góðan veðurdag að velta fyrir sér mikilvægi allra þeirra talna sem hún er sífellt að fæða tölvuna á. Hún fyll- ist áhuga á viðfangsefninu og fer að rannsaka hinn flókna heim fjármál- anna og kemst að lokum að þeirri niöurstöðu aö þaö sé gulliö sem skipti mestu máli þegar um peningafærsl- ur og peningaflæði er að ræða í heim- inum. Hin aðalpersónan Ruby (Julie Christie), fallegt Ijóshært stirni, birt- ist fyrst í myndinni inni í stórum danssal þar sem hún svífur frá manni til manns meðan vals er spil- aður undir. Ruby er einnig að leita að sinum auöæfum enda er gull tákn auðs í hugum okkar flestra. Þessar stúlkur tengjast saman á nokkuö sér- stakan máta í þessari mynd. Allt í einu birtist Celeste á hvítum hesti og nemur Ruby á brott með sér úr dans- salnum. Þær fara síðan að ræða sam- an og Celeste leiðir Ruby fyrir sjónir hlutverk hennar í sögunni sem kona og sem myndræn fígúra í kvikmynd. Riddarinn á hvíta hestinum Eins og lesa má af þessum linum virkar THE GOLD DIGGERS oft á tíöum eins og ævintýri. Potter lætur stúlkurnar sínar leika hin dæmi- gerðu hetjuhlutverk sem hafa hingað til verið látin karlmönnum í té. Samt sem áður leggur hún ekki áherslu á í mynd sinni aö kynin skipti um hlut- verk. Frekar má túlka þessa kven- legu hetjudáð sem andmæli gegn þeirri tilhneigingu í okkar þjóðfélagi aö skipta störfum niður eftir kynj- um. Meðan Celeste er að rannsaka heim fjármálanna þarf hún ekki á neinni karlmannshjálp að halda til þess að bjarga sér frá óvæntum hætt- um sem gætu steöjað að eins og al- gengt er í þeim fáu myndum sem hafa verið gerðar þar sem kona fer með aöalhlutverkið. Gott dæmi er myndin COMA. Myndin er kvikmynduð á svart- hvíta filmu og var kvikmyndatöku- konan Babette Magolte sérlega feng- in til verksins frá Bandaríkjunum þar sem hún er búsett. I viðtali við Monthly film Bulletin var Sally Pott- er beðin að tjá sig um hversvegna hún notaði svarthvíta filmu. „Þaö var með vilja gert aö ég not- aöi svarthvíta filmu fyrir THE GOLD DIGGERS. Það var ekki pen- ingalegt sjónarmiö. Að hluta til var það vegna þess að ég vitna oft til eldri mynda og vildi þannig undir- strika þá tilvitnun. Einnig hafði ég áhuga á að ná dramatiskum atriðum þar sem langir dimmir skuggar og mjög sterk Ijós færu saman, sem er erfitt að festa á litfilmu. Einnig eru mörg atriði sem tengjast svarthvítri kvikmyndagerð. Um leið og þessir tæknimenn falla frá virðist þessi iðn- grein deyja út. Þeir hjá Rank (kvik- myndageröarfyrirtæki) sýndu dálít- inn áhuga vegna þess að sumt starfs- fólkið þar hafði unniö við svarthvíta mynd fyrir nokkrum árum. Raunveruleiki og hugarburður Sjónvarpsstöðin Channel 4 krafð- ist ekki að fá myndina í lit enda komu þeir ekki inn í dæmiö fyrr en eftir að þessi ákvörðun hafði verið tekin. Við vorum oft spurð að því hvers vegna við heföum tekið mynd- ina í svarthvítu en í raun og veru setti enginn þrýsting á okkur til að breyta út frá þeirri ákvörðun. Ég held að litur sé oft notaður á ómeðvit- aðan hátt til þess að reyna að líkja eftir raunveruleikanum en svarthvít filma hefur nokkuð draumkennda og oft á tíðum ævintýralega áferð sem túlka má sem hugarburð. Við reyndum að halda okkur við breskar kvikmyndagerðarkonur en fórum út fyrir landsteinana til að ná í Mangolte. Þaö eru nokkrar konur í Bretlandi sem geta meðhöndlað kvikmyndatökuvélar en ekki margar sem hafa reynslu í töku 35 mm mynda. Þar að auki var mjög mikil- vægur punktur að ég þekkti fyrri verk hennar þar sem hún hafði kvik- myndaö fyrir Chantal Akerman og svo Yvonne Rainer. Þannig var ég sannfærð um aö hún hefði þann skiln- ing á efni THE GOLD DIGGERS sem ég þurfti á að halda. ” Andstætt THE ENEMY MINE tókst að fullgera THE GOLD DIGG- ERS og er ekki aö efa að Islendingar bíða spenntir eftir að sjá hvernig landslag okkar fellur inn í ramma þessarar kvikmyndar. Má.búast við því að myndin verði tekin til sýning- ar hér fljótlega þar sem fyrir nokkru var f arið að sýna hana i Bretlandi. B.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.