Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 40
40
DV. LAUGARDAGUR 23. JUNI1984.
Saoneáin fer í gegnum litla þorpiö
Villefrance-sur-Saone um tuttugu
mílum noröan viö Lyon og síðan fer
hún í gegnum staö sem nefndur er
Saint Martin Belle-Roche.
Saint Martin Belle-Roche er ekkert.
Þaö er ekki kaupstaöur og ekki þorp.
Þaö kemur ekki fram á neinu korti
og hefur einungis aödráttarafl fyrir
frístundaveiöimenn sem koma til aö
sitja á skítugum bökkum árinnar og
bíöa þolinmóöir eftir fiskum sem
aldrei koma.
Aö áliönum morgni þess 11. apríl
1981 voru einungis tveir veiðimenn
sestir viö árbakkann. Þaö voru hinn
41 árs gamli Gerard Seguey og hinn
fertugi Louis Lafitte. Það var
merkilegt aö þeir tveir skyldu þó
nenna aö vera þama. Voriö í Austur-
Frakklandi er ekki alltaf þægileg-
asta árstíöin. Það var mjög kalt,
skýjaö og votviörasamt. Seinna um
árið átti eftir aö koma gras og gróður
umhverfis ána en á þessu stigi var
þar aðeins drulla. Áin leið fram grá
og dauðaleg. Stöku sinnum sleit is-
kaldar skúrir úr þungbúnum skýj-
unum og sviptivindar þeyttu vatni
framan í félagana.
Gerard og Louis voru báðir í laumi
búnir aö velta því fy rir sér hvort ekki
væri rétt aö fara aö halda heim
þegar líkið kom fljótandi.
Þetta var hræðilegt Mk því það
haföi greinilega verið lengi í ánni.
Þaö flaut á bakinu eins og sagt er aö
karlmannslík geri. Þaö var ákaflega
illa leikiö.
Veiöimennimir spruttu á fætur,
hentu frá sér stöngunum og hvolfdu
strigastólunum í flýtinum viö aö
komast eftir árbakkanum og fram úr
líkinu. Þeir heföu getaö þurft aö
hlaupa lengi en líkiö strandaöi á
smátanga sem skagaði út í ána.
Myrtur
Seguey og Lafitte fundu trjágrein-
ar, óöu út í ána og ýttu líkinu til
þannig aö þeir töldu að þaö myndi
ekki aftur leggja af stað niöur eftir
ánni.
Síðar þegar þeir báru saman
bækur sínar kom í ljós aö þeim haföi
báöum dottiö sama skýringin í hug á
því aö líkiö var þama. Þeir töldu aö
þetta heföi veriö einhver sem heföi
dottiö í ána, drukknaö og aö líkami
hans heföi síöan lent í skrúfu ein-
hverrar hinna mörgu fleytna sem
um ána fóru. Þaö gerist tiltölulega
oft.
Gerard og Louis höföu hins vegar
litla reynslu í svona málum og þegar
lögreglan kom á staðinn eftir hring-
ingum þeirra úr almenningssíma í
nágrenninu sá yfirmaöur hennar
þegar að áverkarnir voru ekki eftir
bátsskrúfu.
Hann iét menn sína binda líkið
þannig aö það ræki ekki í burtu og fór
síöan í símann og hringdi í rann-
sóknarlögregluna. Hann sagöi að
þeir heföu fundið lík manns og hann
bætti því viö að sín skoðun væri að
hann hefði verið myrtur.
I stöðvum rannsóknarlögreglunn-
ar í Villefranche-sur-Saonne varö
uppi fótur og fit víö þessi tíðindi. Það
er talsvert um ofbeldisglæpi í Lyon
en litiö í Villefrance-sur-Saoi e þar
sem íbúar eru innan viö 30.000. Auk
þess var þetta laugardagur og þaö
var enginn á vakt nema tveir ungir
leynilögreglumenn sem höföu enga
reynslu af rannsókn morðmála.
Samkvæmt reglum deildarinnar
átti annar leynilögreglumaöurinn að
fara á staðinn og hinn að vera eftir
og taka önnur mál á meðan. Þeir
voru hins vegar báðir reynslulausir.
Að lokum komust þeir að þeirri
niöurstöðu aö þaö hefði enga þýöingu
aö annar þeirra færi á staðinn þar
sem líkiö haföi fundist og þaö besta
sem þeir gætu gert væri aö ná í yfir-
mann rannsóknarlögreglunnar á
staönum og biöja um fyrirmæli.
Þeir geröu þaö og hann sagöi þeim
aö kalla út Jean Malmaison, foringja
morðrannsóknardeildar Villefrance-
sur-Saone.
Þetta var einmitt þaö sem þeir
höföu viljaö gera en þeir höföu veriö
hræddir viö aö kalla út foringjann á
frídegi hans.
Hann var samanrekinn, stutt-
klipptur maöur meö gráblá augu.
Hann var þekktur sem Iieiöarlegur
en strangur yfirmaöur á vinnustaö
og ungu starfsmennirnir umgengust
hann meö viröingu.
Til mikils léttis fyrir rannsóknar-
lögreglumennina tók Jean
Malmaison lögregluforingi þessu
með ró. Hann sendi fyrirmæli til að-
stoöarmanns sins, læknasérfræðings
deildarinnar og rannsóknarmanns
um aö fara á staðinn.
Lögreglumennirnir báru boðin
fljótt og vel þannig að dr. Jerome
Chatelet, sérfræöingur deildarinnar,
var kominn til Saint Martin Belle —
Roche nokkrum mínútum á eftir lög-
regluforingjanum. Sérlegur aöstoö-
armaöur lögregluforingjans, Julien
Augier, var hins vegar fjarri góðu
gamni því hann var í Lyon aö heim-
sækja frænku sína aö því er kona
hans sagði. Hún hringdi þangaö og
sagöi honum aö koma þegar heim en
þaö tók hann þó nokkum tíma vegna
umferðarinnar sem var á leiöinni.
Þaö var ekkert sem lögreglu-
FRAMHJÁHALD
OGMORÐ
Emine Kula, 21 árs, var fjögurra barna móðir, eiginkona og hjákona.
foringinn gat gert á staðnum. Eftir
aö hafa litið í fljótheitum á líkið gat
hann einungis staðið álengdar og
látiö sérfræöinga um aö skoöa það.
Salahatti Kula var rólegur og vingjarnlagur maður. En þegar hann
komst að þvi að konan hans hólt fram hjó honum sá hann rautt.
Þeir tóku líkamann og settu hann í
plastpoka og sögöu aö það væri
ekkert þarna sem þeir þyrftu að
rannsaka. Maðurinn, ef hann hafði
Sérstæð s
Líkami Atay A ydogan fannst iónni Saone.