Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Síða 41
DV. LAUGARDAGUR 23. JUNl 1984.
41
verið myrtur, hefði ekki verið
myrtur á þessum staö og hann hefði
einungis verið þarna við moldarran-
ann í um það bil klukkustund. Ef
það væri eitthvaö merkilegt sem
finna mætti myndi það vera á líkinu
sjálfu eða fötum þess. Betra væri að
vinna við rannsókn þess í líkgeymslu
lögreglunnar heldur en í köldu vor-
veðrinu.
Dr. Chatelet, sem var hávaxinn,
áhyggjufullur maöur og ekki fastur
starfsmaður deildarinnar heldur
þáði laun fyrir útköll á hennar
vegum, var hlynntur þessu. Hann
taldi áverkana vera eftir öxi og vera
veitta af manni sem ekki hefði mikla
reynslu af að fara með slíkt.
Þrátt fyrir að þetta þýddi ekki
alveg beint að þarna hefði verið um
morð að ræða var þetta nóg fyrir lög-
regluforingjann. Hann skipaði svo
fyrir að farið yrði með lfkið og
sagðist myndu biða á skrif stofu sinni
eftir að heyra meira um niðurstöðu
rannsóknanna. Hann langaði mest til
að vita hvenær maðurinn heföi dáið
og um allt sem gæti hjálpað honum
til að finna hver þetta væri.
Hann sté þá inn í bíl sinn og ók aft-
ur til stöðva sinna í Villefrance-sur-
Saone og lét lækninn og rannsóknar-
stofumanninn bíða eftir sjúkra-
bílnum sem átti að taka líkið í burtu.
Þar sem ungu leynilögreglumönn-
unum hafði ekki hugkvæmst að
senda sjúkrabíl á staðinn dróst það
nokkrastund.
Fingraför
Þeir voru einmitt á förum þegar
Augier, aöstoðarmaður lögreglu-
foringjans, kom á vettvang. Hann
hafði ekið beint frá Lyon en þegar
hann sá að lögregluforinginn var far-
inn hélt hann áfram inn í Villefrance-
sur-Saone þar sem lögregluforinginn
lét hann fá segulbandsupptökur með
framburði áhugaveiðimannanna
sem höfðu fundiö líkið.
Eftir nokkra stund fengu þeir
niðurstöðu dr. Chatelet sem hafði
rannsakaö likið. Hann sagöi að þetta
hefði verið heilsuhraustur verka-
maður um tvítugt. Hann hefði aldrei
verið skorinn upp og aldrei farið til
tannlæknis þrátt fyrir að þurft hefði
að gera við einhverjar af tönnum
hans. Dánarorsökin væri drukknun
og hann hefði verið tvær vikur eða
lenguríánni.
Læknirinn sagði að hann hefði
veriö drepinn, líkaminn væri ákaf-
lega illa leikinn.
Lögregluforinginn spurði hvort
hægt væri að taka fingraför og lækn-
irinn sagði að þaö væri hægt. Þá tók
lögreglumaður fingraför af likinu.
inu.
Þegar læknirinn var spurður hvort
hann hefði einhverja viðbótar-
athugasemd um líkið sagðist hann
telja að maðurinn væri einn af hinum
mörgu farandverkamönnum í
Frakklandi. Maður frá Miðaustur-
löndum. Ef til vill Grikki eða Tyrki
eða jafnvel Suður-ítali. Hann hefði
þó ekki fengist við byggingarvinnu
eins og svo margir farandverka-
mannanna því hendur hans væru
mjúkar.
Lögreglumaöurinn, sem haföi
hlustað hljóður á þetta, sagði að ef
maöurinn hefði verið útlendingur og
farandverkamaður þá væru fingra-
för hans að öllum líkindum til í
bæjarfélaginu þar sem hann byggi.
Hann spurði hvort hann ætti að fjöl-
falda fingraförin og dreifa þeim á
svæðisskrifstofur lögreglunnar í ná-
grenninu.
Það var möguleiki að þeir fyndu
vísbcndingu um hver maðurinn væri
í fötum hans og það var fljótlegra
heldur en að fara í gegnum öll fingra-
för á svæðisskrifstofum í héraðinu.
Niðurstöður fatarannsókna voru
engar. Fötin voru hefðbundin verka-
mannaföt og fengust í mörgum
Iitlum verslunum víðs vegar um
landið. Ekkert þeirra var nýtt.
Maöurinn hafði verið fullklæddur
þegar hann dó. Morðvopnið var talið
vera eitthvað svipað og öxi en mjög
beitt.
Þegar þetta var komið á hreint
hringdi lögreglumaðurinn og lét gera
afrit af fingraförum mannsins og
senda i skrifstofur útlendingaeftir-
litsins á svæðinu umhverfis. Hann
sendi á talsvert marga staði því það
var erfitt að geta sér til um hve langt
líkið hefði borist eftir fljótinu.
Tveim dögum síðar var búið að
bera kennsl á manninn. Hann var
tuttugu og fimm ára gamall Tyrki og
hét Atay Aydogan. Hann hafði búið á
heimili fyrir farandverkamenn í
þorpinu Hieres-sur-Ambi sem var
innan við 15 milur frá Villefrance-
sur-Saone. Aydogan var úr þorpinu
Cayiralan sem var nálægt Ankara í
Tyrklandi. Hann var einhleypur og
hafði verið í Frakklandi frá því 1977.
Hann var ráðinn hjá slátrara í kjöt-
vinnslufyrirtæki.
Lögregluforinginn ályktaði aö
Aydogan hefði verið að skemmta sér
með eiginkonu einhvers Tyrkjans,
vinkonu eöa systur og hefði þegið sín
laun: Tyrkir, hvort sem var í
Frakklandi eða Tyrklandi, hikuðu
ekki við að láta sverfa til stáls ef
kvenfólk var annars vegar.
Lögreglumaðurinn, sem hafði
nokkra reynslu í þessum málum,
sagði að það væri heldur ekki auðvelt
að rannsaka mál þeirra. Þeir hefðu
eigin lög og siði og hefðu litla hliðsjón
af lagaboöum franskra. Venjulega
væri ómögulegt að fá þá til að vitna
gegn hver öörum. Ef þeir rækjust á
misgjörð sem þeim fannst að yrði að
leiðrétta þá gerðu þeir út um málið
persónulega.
Lögregluforinginn vissi auðvitaö
allt um þetta en sagði samt að
aðstæður væru alls ekki vonlausar.
Glæparannsóknardeildin í Lyon
hafði njósnara sem voru í tyrkneska
samfélaginu sem gætu njósnað um
bakgrunn og stöðu fórnariambsins.
Það yrði sennilega ekki mikið mál að
komast að því hjá hverri fómar-
lambið hefði sofið.
Þá hafði lögregluforinginn
samband við glæparannsóknar-
deildina í Lyon og fékk einn njósnara
þeirra að láni.
Lögreglumaðurinn hafði ekki
miklar vonir bundnar við tyrkneska
njósnarann. Það kom honum þvi
mjög á óvart þegar hann birtist fljót-
lega meö nokkuð tæmandi skýrslu
um Atay Aydogan og hvað hefði að
öllum líkindum leitt til dauöa hans.
Framhjáhald
Það var, að því er virtist, fátt sem
fór mjög leynt í samfélagi Tyrkjanna
og það var vel þekkt að frá því í
byrjun ársins hafði Aydogan verið í
ástarsambandi við hina 21 árs gömlu
Emine Kula, fyrrum bekkjarfélaga
sinn heima í Cyiralan og nú eigin-
konu Selahattin Kula, 29 ára gamals
þungavélasölumanns úr sama þorpi.
Þar sem Aydogan og Kula-fólkiö
var úr sama byggðarlagi var ágætis
vinskapur milli þeirra.
Til allrar óhamingju fyrir
Aydogan var hann hrifnari af Emine
heldur en Kula og þegar hann fór
stutta stund á spítala í janúar þaö ár
hafði honum að því virtist tekist að
forfæra hana þegar hún kom að
heimsækja hann á spítalann. Það
varð minniháttar hneyksli þegar
hjúkrunarkona kom inn á herbergi
hans og kom að honum og frú Kula
báðum nöktum í rúminu.
Þrátt fyrir að Aydogan væri
sjálfur Tyrki gerði hann sér augljós-
lega ekki grein fyrir hversu alvar-
lega hluti hann var kominn út í og í
stað þess að þegja yfir þessu ævin-
týri sínu gekk hann um og stærði sig
af því.
Selahattin Kula haföi greinilega
einnig heyrt um þetta og hann hafði
sagt hinum 26 ára gamla Mahmud
Ozaturk, samverkamanni sínum, að
hann vissi að kona sín færi á bak við
sig og með hverjum í þokkabót.
Ozaturk, sem tyrkneski leynilög-
reglumaðurinn hafði talað við, hafði
reynt aö draga úr þessu með því að
segja Selahattin að það væri næstum
ómögulegt fyrir konu með f jögur lítil
börn að hafa elskhuga. Orðrómurinn
væri ekkert annað en skæðar tungur
sem gerðu sér mat úr þeirri
staðreynd að Aydogan og Emine
höfðu gengið í skóla saman.
Selahattin haföi lagt litinn trúnað á
þessa sögu og Ozaturk sagði aö í
febrúariok hefði hann komið að
honum þar sem hann var að brýna
öxi.
Ozaturk hafði þá ekki litist á blik-
una en ekki sagt neitt.
Mánudaginn 23. febrúar haföi Sela-
hattin Kula sagst vera veikur. Þegar
hann kom næsta mánudag var hann í
góðu skapi og sagði Ozaturk að hann
væri nú viss um að kona sín hefði
veriðsértrú.
Ozaturk, sem vissi vel að konan
hafði haldið fram hjá Kula og
grunaði að hann vissi það jafnvel,
var hlessa. Hann vissi hvemig Atay
Aydogan leit út en haföi aldrei talað
við hann.
Húsrannsókn
Þegar tyrkneski leynilögréglu-
maðurinn spurði hvort honum hefði
ekkert fundist það skrýtið að Aydog-
an hvarf skyndilega svaraði hann
því til að hann hefði ekkert vitað til
þess að hann hefði horfið.
Nú tók við að sanna glæpinn. Lög-
reglumaðurinn vissi að erfiðlega
myndi ganga að fá nokkurn Tyrkj-
anna til að bera nokkurt vitni í þessu
máli. Hann fékk því húsrannsóknar-
heimild og leitaði vandlega í híbýlum
Kula-fjölskyldunnar, í herbergi Atay
Aydogans og í herbergi Mahmud
Ozaturk sem átti heima í Villefrance-
sur-Saone.
Lögreglumaðurinn hafði ekki átt
von á að finna neitt í híbýlum Kula. 1
fjrsta lagi var engin ástæöa til að
telja að Aydogan hefði verið myrtur
þar. Jafnvel þó að fingraför hans
hefðu fundist þar hefði það verið full-
komlega eðlilegt því hann heimsótti
hjónin oft. Jafnvel þó að hann hefði
verið myrtur þar var nú liðinn meira
en hálfur mánuður síðan það hafði
gerst.
Þetta reyndist vera rétt. Það
fannst ekkert við leitina. Kula-hjónin
neituðu einnig að hafa komiö nálægt
morði Aydogans og meira að segja
að vita til þess aö hann hefði verið
horfinn. Þegar farið var með þau í
líkgeymslu lögreglunnar sögðust þau
ekki þekkja líkið og að það væri of
illa farið til þess að þau treystust til
að bera kennsl á það.
Ekkert fannst frekar í híbýlum
Mahamud Ozaturks en í hibýlum
Atay Aydogans fannst bréf. A það
var skrifað. „Komdu strax og bjarg-
aðu mér. Maðurinn minn lemur mig.
Við verðum að ræða málin við hann,
við hljótum að geta sannfært hann.”
Rithandarsérfræðingur sagði að
þetta væri skrift frúarinnar, Emine
Kula. Þegar pósturinn sem bar út
bréf þar sem Aydogan bjó var
spurður mundi hann eftir þvi aö hafa
fært honum bréf 26. eða 27. febrúar.
Hann mundi það vegna þess aö þetta
var í eina skiptiö sem Aydogan hafði
fengið bréf þann tíma sem pósturinn
hafði borið út.
Yfirheyrslur
Hjónin voru nú tekin í gæsluvarð-
hald og til yfirheyrslna. Þau stóðu
fastar á því en fótunum að þau hefðu
engan þátt átt í því að drepa Aydog-
an.
Aðrir þættir málsins reyndust
einnig neikvæðir. Mahmud Ozaturk
neitaði aö vitna og neitaði jafnvel að
gangast við segulbandsupptökum
sem voru til með framburði hans.
Enginn annar úr tyrkneska sam-
félaginu fékkst heldur til að játa.
Kula-hjónin voru dregin fyrir rétt
7. maí 1982 og sannanir gegn þeim
voru þá ekki meiri heldur en lög-
reglan hafði haft í fýrstu. Lögreglu-
foringinn taldi ólíklegt að þau yrðu
dæmd. Hann hafði rangt fyrir sér.
Selahattin Kula var dæmdur í 10 ára
fangelsi og konan í tveggja ára skil-
orðsbundið. Kula sat mjög stutt inni
og síðan voru þau send í kyrrþey til
Tyrklands. Þau höfðu aldrei viður-
kennt neitt.
Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál
LOKAÐ í DAG OG ALLA
LAUGARDAGA í SUMAR
JIB
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
| Til sölu
SCOUTIIARG. 1976,
dökkgrænn, 8 cyl., beinskiptur, vökvastýri, aflbremsur, sportfelgur og góð
dekk. Mjög fallegur bfll. Allur nýtekinn í gegn. Góó kjör.
TÖGGURHR
|°™T'L.r SAAB UMBOÐIÐ
I ■VL. H I UHU. Bildshðfða 16 — Símar 81530 og 83104.
M0T0CR0SS M0T0CR0SS
Fyrsta motocrosskeppni sumarsins verður haldin laugar-
dagmn 23. júní kl. 14.00 rétt sunnan við Grindavíkurafleggjar-
ann.
Keppt verður í 125 cc—250 cc og 500 cc, flokkum. Keppnin
gefur stig til Islandsmeistaratitils. Keppendur skrái sig á
staðnum eða í síma 82444 (Kristín).
VÉLHJÓLAÍÞRÚTTAKLÚBBURINN.
Kr. 24.000
[Vf Bus/ness Language/Commerce
10, Business Correspondence/Communications
0 Word Processing or
Introduction to computing or
Optional Buisness Studies
Underwood College er sérhæfður skóll í
vlðskiptagreinum, hann er staðsettur í Bournemouth
á S-Englandi. Skólinn býður þér
3ja vikna námskeið í ofantöldum greinum
dagana 6. - 24. ágúst 1984.
Innifalið í verði er:
Öll námsgögn
Tvær skoðunarferðir
Gisting hjá fjölskyldu
m/morgunmat + kvöldmat.
Anna Ingölfsdóttir —
Löngufit 11 —
Garöabæ —
Sími 52795