Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Qupperneq 42
AÐHAFA GAMAN AFALVÚRU
Júní. Aö öllu jöfnu er júní mánuöur
stuttbuxna og fleginna bola hér í
Provence. Ovissa dyntótts vorsins er
liöin hjá og sólin tekin að beita alræöis-
valdi sínu á lúna menn og sveittar
mýs. Svona yfirleitt. Nema í ár. I ár
horfa flestir Provencebúar (nema
hrísgrjónabændur og náttúruvinir)
votum augum til himins og velta dauft
fyrir sér grárri setteringu lágra
skýjanna, dunda sér viö aö telja
þrumumar eöa orna sér við kaffitár
og eldingarköku.
Kíkt út
Júní. I þessum mánuði ganga
Frakkar líka til kosninga og velja sér
fulltrúa á þing E.B.E., kosningar, sem
þegar þetta er ritaö, viröast ekki
hræra neitt verulega upp í almenningi.
Þó hafa frambjóðendur ekki unnt sér
stundarfriðar undanfamar vikur viö
atkvæðasöfnunina. Fundir út um
hvippinn og hvappinn og rifrildi viö
andstæöinga í f jölmiðlum. Hér eins og í
hinum aöildarlöndunum hefur kosn-
ingabaráttan aöallega snúist um
innlend málefni og minnst um Evrópu.
Þó hafa fjölmiölar opnað nokkra
glugga út í nágrannalöndin meö
stuttum greinum og skotum úr
þjóölífinu í viökomandi landi. Dag-
blaðiö Libération sendi til dæmis einn
af mönnum sínum út á ystu brún
heimskringlunnar, til Osló, í því skyni
aö safna fróðleiksmolum um þetta
skrýtna, langa land. Og eins og viö var
aö búast kom útsendari blaðsins ekki
aö tómum kofunum hjá frændum okk-
ar því aö hann tók viðtal við einn dæmi-
geröan íbúa: stóran svola meö rautt
hár og skegg og þar að auki ásatrúar-
mann. Sá sagði farir sínar ekki renni-
sléttar í viöskiptum sínum viö norsk
yfirvöld sem ekki virtust allsendis sátt
viö ýmislegt í hans fari. Honum sveiö
einkum bann norskra viö því að fórna
hrossum viö trúarathafnir en benti til
samá’nb'uröáriááðtrúbræðuhháhs á Is-'
Jjfvh stfíSit&usááKjs
landi fengju aö slátra hrossum í ró og
næðiaðfornumsið?
Brothætt
samvinna
Vindurinn blæs sumsé heldur í sam-
einingarátt meðal Evrópulandanna og
fólk virðist smám saman vera aö átta
sig á nauðsyn sameinaörar Evrópu.
En margt er eftir ógert og einingin er
brothætt enn sem komið er. Dæmi um
þaö er minningarathöfnin sem fram
fór í Normandí á dögunum í tilefni
fertugsafmælis innrásar bandamanna
— gegn Þjóðverjum. Eöa öllu heldur
gegn nasistum. Þó var Kohl ekki boðið.
Og hann missti ekki af ýkja miklu því
aö athöfnin var líkust saknaöarsúpu
meö belgdum brjóstum og amrísku
kosningakryddi. Hún bar meiri svip af
hugvekju um forna frægö og sælustríö
en endalok sláturtíðar og lágkúru. Því
eins og allir vita er auöveldara aö
stríða en friða, einfaldara aö berjast
en aö ræöast viö. Auk þess sem minnið
fríkkar sífellt andlit fortíöarinnar.
Enda sagöi Hegel: „Sagan sýnir aö
sagansýnirokkur ekkert. ’ ’
Léttir strengir
Heimspekingurinn Cioran er aö sögn
ekki í hóp fyndnari manna eöa
glettnari, ekki frekar en áöurnefndur
starfsbróöir hans. Þó ku hann hafa
lúmskt gaman af því að vera alvar-
legur. Því eins og kunnugt er fylgir
allri alvöru nokkurt gaman.
I bók hans „Af óþægindum hins
fædda” úir allt og grúir af stuttum,
meitluöum setningum. Sannkölluöum
gulikornum sem fjúka inn um augun í
manni og loöa viö heilasellumar. . .
Meö öðrum orðum merkiskarl og
skarpskyggn. „Ottinn er móteitur
gegn leiöanum. Lækningin skal verða
meininu yfirsterkari,” segir hann á
einudi staö. Svona er hann karlinn.
'i .£.Mis.íiÆ.Íj£Kf.fA.i"r - - ■
Voöalegur prakkari innisér. Annaö
dæmi. „Maðurinn sættir sig við
dauðann en ekki dauöastundina. Að
deyja hvenær sem er nema þegar hann
skaldeyja!”
Fyrst maður er farinn aö slá á létta
strengi er ekki úr vegi að minnast á
annað vinsælt efni grínara: kjarnorku-
sprengjuna. I hugum manna er hún á
góöri leiö meö aö veröa að tákni hinnar
fullkomnu þverstæöu (vinsælt bragð
hjá grínurum) og þaö af ýmsum
ástæöum.
I fyrsta lagi vegna þess aö svo hlægi-
lega vill til aö áhrifamáttur hennar
felst einkum í því aö hún sé ekki notuð.
I fyrsta skiptiö í sögunni stendur
maðurinn frammi fyrir þeirri staö-
reynd aö sveröiö heggur best í sliörinu.
Undarleg aöstaða sem veldur því aö
viö neyðumst til aö endurskoða ýmis
hugtök. Til dæmis hugmyndir okkar
um persónugervinga góðs og ills, guð
og djöfulinn. Hingaö til hafa þeir
fengiö aö búa í sérherbergjum sem
köiluö eru himnaríki og helvíti en með
uppfinningu bombunnar neyöir
maðurinn þá félaga í sambýli.
Sprengjan er nefnilega hið illa, hið
algera illa, vegna þess að hún ógnar
stöðugt tilveru okkar. En um leið er
hún hið algóða vegna þess að hún er
eina svarið viö ógninni. Eöa þangað til
menn hafa vit á að koma sér saman
um aö skrúfa hana í sundur og nota
orkuna til blómaræktar. Meöan viö
bíöum eftir þeim framförum er lítil
hætta á að okkur leiðist ef marka má
orð Cioran.
Þversum
Þaö sem er þversum er þaö miðað
við það sem er langsum, svona strangt
tekiö. Annað er algerlega háö hinu.
Árabátur flýtur ekki hema í honum séu
traust þverbönd. Stundum kemur fyrir
aö menn detti um þau og klessi á sér
nefiö því að þau eru varasöm þver-
*%3$4Ái£íAM,
hægt aö leika sér viö aö hoppa á milli
þeirra og hafa gaman af því. Eins og
þaö meö þverstæðurnar í málinu.
Sagt er aö þeir vinimir Plató og
Aristóteles hafi veriö frekar þungir á
bárunni og sáralitiö fyrir aö skaupa
með tilveruna. Þó segir sagan aö eitt
sinn hafi þeir brugöið út af vananum
(kannski átti Plató afmæli?) og fariö í
eftirfarandi oröaleik:
Plató: „Þaö sem Aristóteles segir
héráeftirerósatt.”
Aristóteles: „Þaö sem Plató sagði
hér á undan er satt.”
Svo brostu þeir báðir tveir í kampinn
og þaö var alveg greinilegt að þeir áttu
bágt meö aö skella ekki uppúr. En sem
betur fer stilltu þeir sig því að þeir
vissu sem var aö maður sem hlær er
síður tekinn alvarlega. Og þaö er
ekkert grín fyrir heimspeking...
Þannig getur þverstæðan verið ljóm-
andi huggulegt leikfang. En hún er
ekki síður áhrifamikið áhald til aö ýta
með áfram hugmyndum, velta við
merkingum orða og varpa þannig nýju
ljósi á tilveruna. Af þeim orsökum
hefur hún verið notuö af listamönnum
allra tíma í leit þeirra af svari viö
þverstæðukenndum heimi.
Auk ýmissa orðfimra má nefna
drátthaga menn eins og Magritte eöa
meistara sjónblekkinga og þver-
stæöna, hollenska málarann og stærö-
fræöinginn Escher. Sumar mynda
hans eru þannig gerðar aö taliö er
ráölegt aö hafa hjá sér annaðhvort
áttavita eða lóö í bandi þegar myndir
hand eru barðar augum. Annars er
hætta á að tilveran skreppi þvers og
jafnvelkrusslíka!
Lrtill nafíi
Talandi um myndlist þá dettur mér í
hug erindi sem vel gerður maöur hélt í
viötækiö mitt hér um daginn. Erindi
annijíns fjálláðj ;uto. þroim list-
sköpunnar hér í Frakklandi og breytta
afstööu fólks til listar og listamanna.
Hann sagði frá erfiöleikum listamanna
sem stóöu uppi krúkk þegar búiö var
aö haussneiöa eöa burtflæma aöalsfólk
eftir byltinguna 1789. Síöan greindi
hann frá þróuninni sem átti sér stað í
borgarasamfélagi nítjándu aldar-
innar. Hvernig listir, einkum málara-
listin, voru smám saman lítillækkaöar
meö mælistikum peningamannanna.
Verkin veröa einkum metin út frá
sjónarmiði buddunnar og gróðavon.
Verkið sem slíkt veröur aukaatriöi.
Þróun prentiönaöar hefur í för meö
sér lækkaö verö bóka og meö lestrar-
kunnáttu almennings styrkist goðsögn-
in um listamanninn. Verk rithöfunda
eru lesin og prentuö list stendur í
blóma allt fram til síðasta heimsstríös.
Aö því loknu springur svo „túrista-
sprengjan” með óvæntum
afleiðingum: lestur bóka dregst saman
en fólk fer aö sækja heim staöi þar sem
meira og minna þekktir listamenn
höföu starfaö.
Dæmi um það er lítið myllugrey sem
er hér í vestanveröu Provencehéraöi.
Á síðari hluta síöustu aldar sat þar
maður aö nafni Alphonse Daudet og
skrifaöi lavandersögur og ævintýri úr
sveitinni. Árlega flykkjast þúsundir
feröamanna til aö skoöa mylluna hans
Daudet (sem raunar er snotrasta
bygging), en það er eins og þaö sem
maðurinn haföi aö segja sé oröiö auka-
atriöi því mun fleiri skoöa mylluna en
lesa bækumar hans...
Likt er farið meö kastala sem
stendur á eyjunni If skammt fyrir utan
Marseille. Þangað hópast fólk í þeim
erindum að skoða dýflissuna sem ein
söguhetja Alexandre Dumas átti að
hafa gist. Og hve margir þeirra skyldu
hafa lesið söguna sjálfa?
Júní. Evrópubúar kjósa sér nýtt
þing. Þann sautjánda. Þann dag
heldur líka lýðveldi heimsins minnsta
nafla upp á fertugsafmælið sitt. I blíðu.
Aix, 10. júní,
, Friðrik Bafnssou.