Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 48
FRETTASKOTIÐ
687858
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984.
sr Skipað ao sigla
=■ beint tíi Esbierg
Þýski fálkaeggjaþjófurinn Miro-
slav P. Baly er strokinn úr landi og
er nú um borð í þýska flutninga-
skipinu Eliza Heeren sem er á leið til
Hamborgar. Bæði dómsmálaráðu-
neytiö og Hafskip, leigutaki þýska
skipsins sem lagði úr höfn hér á
þriðjudagskvöldið, skipuðu skip-
stjóranum að sigla skipi sínu til
Esbjerg í Danmörku og láta
Miroslav fara þar frá borði, en sam-
kvæmt þýskum lögum má skip-
stjórinn ekki afhenda þýskan þegn
öðrum en þýskum yfirvöldum.
Um kvöldmatarleytið í gærdag
ákvaö skipstjórinn aö hlýða og sigla
skipi sínu til Esbjerg og kemur það
þangaö kl. 3 aðfaranótt sunnudags-
ins. Hafskip mun hafa þurft að hóta
honum að færi hann ekki að fyrir-
mælum þess væri þaö brot á leigu-
samningum og mundi Hafskip ekki
borga þann samning. Lét
skipstjórinn þá undan en hann hafði
sagt ákveðið í samtali við DV fyrr
um daginn að hann væri ákveðinn í
að sigla skipinu áfram til Hamborg-
ar.
Miroslav var á herbergi á
Hjálpræðishemum meðan mál hans
var í rannsókn hér og gaf hann sig
fram við Útlendingaeftirlitið tvisvar
í viku. Á þriðjudagsmorguninn fór
hann frá Hjálpræðishernum og hefur
ekki sést síöan en fullvíst er talið að
hann hafi fengiö að fara með þýska
skipinu er það lét úr höfn en ekki
verið laumufarþegi.
-KÞ/FRI.
DV var bannafl afl mynda sefllaflutningabil Seðlabankans þar sem hann stóð á verkstæfli Bilvangs í gærdag en hins vegar stófl sams konar bíll
fyrir utan verkstæflið. DV-mynd Bj.Bj.
LUKKUDAGAR
23. júní
18646
HLJÓMPLATA FRÁ
FALKANUM AÐ
VERÐMÆTI KR. 400,-
Vinningshafar hringi í síma 20068
Seðlabíll á eina
og hálfa millión
Engdistsundurog
saman eftir málsverð
áHótelSögu:
Matar-
eitrun í
Grillinu
„Þetta var ekki skemmtilegt
kvöld. Við þurftum að bíða lengi
eftir matnum og þegar hann kom
var hann alls ekki góður. En um
þverbak keyrði þó þegar ég kom
heim. Þá veiktist ég hastarlega,
engdist sundur og saman, kastaði
upp, fékk niðurgang og svo leið yfir
mig.”
Eins og sjá má átti Loftur
Þorsteinsson verkfræðingur ekki
skemmtilega kvöldstund í Grillinu
á Hótel Sögu á föstudagskvöldið í
síðustu viku. Hann fárveiktist eftir
að hafa setið þar matarveislu
ásamt 11 félögum sínum og er
læknir vitjaði hans um nóttina
taldi hann víst aö um matareitrun
væri að ræða”, eins og Loftur orðar
það. Einn annar úr hópnum varð
einnig veikur, þ'ó ekki jafnhastar-
lega og Loftur. Þá er vitað um
Dana einn sem einnig varð veikur
þetta kvöld eftir málsverð í Grill-
inu.
Að sögn Wilhelms Wessman
voru tekin sýni úr öllum mat veit-
ingahússins strax og ljóst varð
hvað gerst hafði en enn hefur
ekkert það komið fram sem skýrt
getur hvað olli. „Við höfum kannað
hvað þessir menn átu sem aðrir
neyttu ekki og niðurstaða okkar er
að það hafi verið ferskt grænmetis-
salat. Þjónar okkar tóku sérstak-
lega eftir því hversu mikið Daninn
borðaði af því, ” sagði Wilhelm.
LOKI
Seðlabankinn hefur fest kaup á bíl
frá Sambandinu eða hinu nýja fyrir-
tæki þess, Bílvangi, og er kaupverð
hans 1,5 milljónir kr. Þetta er stór fjór-
hjóladrifsbíll af gerðinni Chevrolet
Suburban og getur hann tekið allt að 8
farþegum.
Stefán Þórarinsson hjá Seölabank-
anum sagði í samtali viö DV aö ætlunin
væri að nota bílinn fyrst og fremst til
seðlaflutninga út um allt land í þær 23
seðlageymslur sem bankinn hefði.
,,Þar sem nú hafa verið geröar aukn-
ar öryggiskröfur um flutninga af þessu
tagi er mikilvægt að bankinn hafi
öruggan bíl í þá,” sagði hann.
„Okkur vantaði auk þess vel útbúinn
bíl með drifi á öllum hjólum til þessara
flutninga þar sem mikið af þeim fer
fram að vetrarlagi og þessi bíll upp-
fyllirþauskilyrði.”
I máli Stefáns kom ennfremur fram
að bankinn hefði kannaö markaöinn
fyrir svona bíla áður en ákvöröun var
tekin um kaup á þessum.
-FRI
„Eg pantaði mér sjávarrétti í for-
rétt, soðinn lax í aðalrétt, afarilla
útlítandi og fékk svo marglitan ís i
eftirrétt,” sagði Loftur Þorsteins-
son sem nú hefur náð fullri heilsu.
Það skal tekið fram að laxinn, sem
er framreiddur í Grillinu, er allur
úr þekktri laxveiðiá á Suðvestur-
landi — Hvítá. .eir.
Farþegartilíslands:
RÚMLEGA13 ÞÚSUND K0MU í MAÍ
Því miður, ég reyndi að
ná í Svavar en það var
á tali.
Alls kom 13.381 farþegi til Islands í
maímánuði, með skipum og flug-
vélum. Þar af voru útlendingar 7.307
talsins en Islendingar 6.074.
Flestir útlendinganna voru Banda-
ríkjamenn, eða 2347. Frá Norður-
löndum komu 926 Danir, 541 Norð-
maður, 815 Svíar og 158 Finnar.
Vestur-Þjóöverjar voru 841 og Bret-.
ar 692. Frá Sviss komu 244, frá
Frakklandi 128 og frá Austurríki 181.
Frá hverju eftirtalinna landa kom
aðeins einn farþegi: Kólumbíu,
Indónesíu, Jamaica, Jórdaníu, Pól-
landi, Sýrlandi, Tyrklandi, Austur-
Þýskalandi og Fiji-eyjum. -pá.