Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1984, Blaðsíða 23
DV. MANUDAGUR 25. JUNl 1984.
23
íþróttir íþróttir
Coetapaði
fyrir Elliott
— og vafasamt að hann verði valinn í1500 m
hlaupið á ólympíuleikunum
Ekki er víst aö heimsmethafinn
Sebastian Coe verði valinn til aö
hlaupa 1500 m á ólympíuleikunum í
Los Angeles í sumar. í gær tapaði hann
á úrtökumóti fyrir Peter Elliott en þeir
hafa báðir verið valdir til að hlaupa 800
m í L.A. Breska ólympíunefndin velur í
dag eudanlega þátttakendur Bretlands
í hinar einstöku greinar á ólympíuleik-
unum.
Mikil harka var í 1500 metra hlaupinu
á breska AAA meistaramótinu. Coe
var illa hrint tvívegis, næstum felldur,
en hann virtist þó stefna á sigur þegar
hann geystist fram úr Elliott á loka-
beygjunni. Náði allgóðri forystu en
Elliott gafst ekki upp. Hann dró smám
saman á Coe og fór fram úr þegar tíu
metrarvoru eftir.
Heimsmeistarinn í 1500 m hlaupi,
Steve Cram, sigraöi í 800 m hlaupinu á
Chrystal Palace í gær á 1.46,84 mín. en
þó er ekki víst að hann verði tekinn
fram yfir Steve Ovett á þeirri vega-
lengd. Báðir hafa veriö valdir í 1500 m
hlaupið á ólympíuleikunum. Ovett
keppti ekki á mótinu í gær. Steve Cram
haltraöi í mark í gær en hann hefur átt
við meiðsli að stríða og tognaði í hlaup-
inu í gær. Hann taldi þó meiöslin ekki
alvarleg og bjóst viö að keppa í Osló á
fimmtudag. hsim.
Sebastian Coe — úthaldið brást
hornun í lokin og nú er vafi hvort hann
hleypur 1500 m í L.A.
ÞRENNA GUSTAVS
NÆGDIEKKIVAL
Á SEYÐISFIRÐI
STÍGIÐ SKREF FRAM
TIL MEIRA ÖRYGGIS
Eigum ávallt til
afgreiðslu af lager
öryggisskó og
stígvél með stálplötu
í sóla og stálhettu
a ta.
'Dlyjttlili
Skeifan 3h - Sími 82670
— Leiftur í efsta sæti Í3. deild B
Gústav Ómarsson skoraðl þrennu
fyrir Val á Seyðisfirði í 3. deild B á
laugardag gegn Hugin en ekki nægði
það til sigurs. Jafntefli varð, 4—4. Þeir
Sveinbjörn Jóhannsson, tvö, Kristján
Jónsson og Arnar Jónsson skoruðu
mörk Hugins í þessum tvisýna og
skemmtilega leik við Val, Reyðarfirðl.
(Jrsllt í B-riðlinum á laugardag urðu
þessi.
HSÞ —Magni 1—0
Þróttur, N. — LeUtur 1—1
Huginn —Valur 4—4
Jón Gíslason skoraði sigurmark
HSÞ. Birgir Ágústsson skoraði mark
Þróttar úr vítaspyrnu í Neskaupstað
en Kristinn Björnsson fyrir Leiftur.
Staðan er nú þannig.
Leiftur 5 3 2 0 8-3 11
Þróttur, N 5 2 3 0 11-7 9
Magni 6 2 2 2 8-7 8
HSÞ 5 2 2 1 6—5 8
Austri 5 1 3 1 6-6 6
Huginn 5 0 3 2 9—12 3
Tvö íslandsmet
GuðrúnarFemu
íKanada
Guðrún Fema Ágústsdóttir, sund-
konan kunna í Ægi, sem nú stundar
æfingar fyrlr ólympíulelkana í
Edmonton í Kanada, settl í síðustu
viku tvö ný íslandsmet. Hún keppti í
800 m skriðsundi og synti vegalengdina
á 9.50,88 mfn. og bætti sex ára gamalt
íslandsmet. Þá keppti hún einnig í 400
metra fjórsundi og setti þar tslands-
met. Synti vegalengdina á 5.22,72 min.
Guðrún Fema mun keppa í bringu-
sundi á ólympíuleikunum i Los Angeles
í sumar í 100 og 200 metrum. Hún hefur
lagt langmesta rækt við bringusundið
en er einnig mjög f jölhæf og hefur bætt
árangur sinn í skriðsundi verulega í
siðustu mánuðina. hsím.
íþróttir
Valur 5 0 1 4 6—14 1
-hsim.
Maradona malarsk.
St. 3VÍÍ-12 Kr. 1358
Leon
St. 28-35 Kr. 682,-
Sportvoruvers/un
Póstsendum
/ngó/fs Óskarssonar
Laugavegi 69 - simi 11783 Klapparstíg 44 - sími 10330
Fótboltaskór
Pele Santos
St. 31/a - 91/2 Kr. 1025,-
Torero skrúfut. þeir albestu.
St. 4/2-10/2 kr. 2515,-
W. Cup Menotti skrúfut -
St. 5-9/2 kr. 1590,- - Star kr. 1975,-