Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR19. JtJU 1984. Gísli hafði lagt fötin sín til þerris við lækjarbakkann. Heimsókn til Gísla á Uppsölum: „Það syngur i henni” Ljðrinn virtist bita vel í höndum Gísla. —segir Gísli um nýju frystikistuna Hann studdi sig við orfið í túnfætin- um, þar sem hann var að slá, og fylgd- ist með okkur er við ókum í hlaðiö. Síð- an tók hann til við að slá aftur og brá ljánum með hægð í hátt grasið. Hann notaði orfiö sem staf er hann fikraöi sig áfram. Þaö var ekki fyrr en við vor- um rétt að segja komin að honum að hann sneri sér viö með velkunnugan hattinn á höfðinu, sítt grátt skeggið og kankvís augu er gægðust undan þykk- um augabrúnunum. Það var Gísli á Uppsölum er heilsaði okkur með for- vitnilegu brosi. Gestakomur að Uppsölum eru sjálf- sagt tíðari nú eftir að Gísli varð lands- frægur úr sjónvarpsþætti Omars Ragnarssonar og ekki er aö vita hvem- ig þær leggjast í hann, manninn sem hefur kosið sér einveruna. En hann tók okkurvel. — Er hún góð sprettan hjá þér, Gísli? „Jú, jú, hún er bara góð. Það hefur verið milt og gott veður. Þetta eru tuttugu til þrjátíu hestburðir. Það er slæmt ef ég fæ ekki það.” — Hvaðhefurþúmargarkindur? ,,Ég var með tólf í vetur. Það verður eitthvaö líkt því næsta vetur. Góð vigt? Ja, ég veit það ekki. Þeir vita það sem áhugahafaá.” — Þúhefurekkiáhugaáþví? „Ekkisvoleiðis.” — Þú hefur sagt að það sé verra að hafa kindur tvílembdar því þá sé ekki eins vænt af þeim kjötið. Var eitthvað tvílembthjáþér? „Nei. Ja — það var ein kind tvílembd en svo var það ein kindin sem missti svo ég vandi annað lambið undir hana.” — Það er talsvert af refabændum hér í næsta nágrenni við þig, Gísli. „Já. Þiö finnið ekki refabúskap hér. Ég hef ekki áhuga á því.” Gísli varð hugsi smástund og bætti síðan við með áherslu. „Mér dettur það bara ekki í hug.” — Viö vorum hálfhikandi aö trufla þig við sláttinn. „Þaö er í lagi. Þaö fer að koma kvöld. — Hefur ekki verið töluvert gest- kvæmt hjá þér eftir að þátturinn kom um þig í sjónvarpinu? „Já, hann Omar kom héma. Hann er góður maður. Hann kom aö taka af mér kvikmyndir. Nei, ég hef ekki áhuga á að sjá þær. Gestir? Ja, það kom hérna gamall maður frá Aust- f jörðum og dóttir hans og svo maöur úr Reykjavík. Annað er þaö nú ekki á bílum.” Það var friðsældin þama að Uppsöl- um. Fjallaþögnin var rofin af mófugla- kvaki annaö slagið og okkur barst anganin af nýslægjunni. Gísla lék for- vitni á að vita hvort ekki væri farið að slá á öðrum bæjum. Kristín Olafsdóttir Hannibalssonar í Selárdal, sem var í för með okkur, sagði honum að það væri líka farið að slá aö Hvestu. Gísli haf ði áhuga á hvort Kristín, ,væri orðin góð í píanóleiknum”, en hún gaf lítið út á það. Gísli leikur sjálfur á orgel eins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.