Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR19. JULl 1984. Fulltrúi Kaupfélag Hvammsfjarðar, Búðardal, óskar eftir að ráða full- trúa kaupfélagsstjóra. Starfssvið: Staðgengill kaupfélagsstjóra, skrifstofustjóm, yfirumsjón bókhalds, umboðsmaður Samvinnutrygginga, umsjón inn- lánsdeildar. Leitað er að manni með haldgóða viöskiptamenntun, æskilegt er aö viökomandi geti hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir kaupfélagsstjóri í síma 93- 4180. KAUPFÉLAG HVAMMSFJARÐAR, Búðardal. Launagjaldkeri Kaupfélag Hvammsfjarðar, Búöardal, óskar eftir að ráða launagjaldkera. Starf launagjaldkera er að sjá um allan launaútreikning í tölvu fyrirtækisins og frágang launa í bók- haldi. Leitað er að aðila með haldgóða viðskiptamenntun, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir kaupfélagsstjóri í síma 93- 4180. KAUPFÉLAG HVAMMSFJARÐAR, Búðardal. Skrifstofustarf Kaupfélag Hvammsfjarðar, Búðardal, óskar eftir að ráða starfskraft til almennra skrifstofustarfa. Starfið er einkum fólgið í símavörslu, merkingu fylgiskjala fyrir tölvubókhald og skjalavörslu. Leitað er aðila með haldgóða viðskiptamenntun, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir kaupfélagsstjóri í síma 93- 4180. KAUPFÉLAG HVAMMSFJARÐAR, Búðardal. PANTANIR SÍMI13010 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. Ástfís við gosbrunninn. DV-mynd GVA. Fallegur garður á Suðureyri: NOTAR FJÁRHÚS- VATNIÐ í GOSBRUNN „ Já, það vex nógur arfi hér á Suður- eyri sem annars staðar,” sagði Ásdís Friðbertsdóttir, þar sem hún kraup við einn blómareitinn í garðinum sínum og reytti illgresið. Og garðurinn ber sannarlega merki ræktarsemi hús- freyjunnar þvi þarna vaxa grósku- miklar skrautjurtir og trjárunnar. 1 garðinum miðjum er lítill gosbrunnur sem við fengum strax augastað á. „Þú ættir kannski ekkert að vera að segja frá gosbrunninum því að hann fékk ég fyrir löngu eftir krókaleiðum frá Noregi. Þegar ég var i þeim hugrenningum að setja hér gosbrunn í garöinn þá fengust ekki slíkir hér á landi,”sagðiÁsdís. Hún sagði að áður fyrr hefði verið hlaða og fjárhús í garðinum, en nú hef ég breytt því. Það hafði veriö lagt vatn hérna til þess að þrífa fjárhúsin en nú nota ég vatnið í gosbrunninn. Það er ekkiverra.” — Það vantar sjálfsagt ekki vætuna á gróðurinn hér á landi? „Nei, það gerir það ekki. Hér hefur verið mun betra veður en í fynra en þrátt fyrir mikið sólskin þá tekst bóndarósinni minni ekki að blómstra. Það gerði hún hins vegar í fyrra í meiri úrkomu.” Ásdís féllst á aö það færi mikil vinna í að viðhalda garðinum. Hún væri samt ekki sú eina sem legði slíka vinnu á sig. Það væru víða fallegir garðar á Suður- eyri. Við sögðum að ef þeir væru allir jafngróskumiklir og hennar hlytu blómálfar að vera á kreiki í bænum. „Það gætu svo sem vel verið blóm- álfar hér. Það er sjálfsagt meira í kringum okkur en við berum skyn- bragð á,” sagði Asdís Friöbertsdóttir, Suöureyri við Súgandaf jörð. -ÞJH. Fótboltastrákar undir 16 ára: Norðurlandameistara mót á Norðurlandi Njótum lands-níðum ei: ÍSAL leggur fram 200 þúsund krónur Norðurlandameistaramót drengja í knattspymu verður haldið á Norðurlandi dagana 22.-29. júlí næstkomandi. Þetta eru drengir fæddir eftir 1. ágúst 1968, það er að segja undir 16 ára aldri. Þeir verða um 150 talsins. Leikið verður á þremur stöðum, Akureyri, Húsavík og Sauðárkróki. Mótið verður sett á íþróttavellinum á Akureyri kl. 16.30 mánudaginn 23. júlí og fyrsti leikurinn verður milli Islands og Svíþjóðar. Sex landslið taka þátt og eru Færeyingar nú með í fyrsta skipti. Mót sem þetta fer fram annað hvert ár og var síðast 1982 í Finn- landi þar sem Danmörk vann meistaratitilinn. Islendingar hafa aldrei náð að sigra. Knattspymusamband Islands stendur fyrir Norðurlandameistara- mótinu og hefur fengið til þess á þriðja hundrað þúsund króna styrk úr norrænum sjóðum. Heildarkostn- aður verður liðlega ein milljón króna. -JBH/Akureyri. Framkvæmdastjórn ISAL hefur ákveðið að verja allt að 200 þúsund krónum til að fegra verksmiðjuna við veginn en þetta mun vera gert í tengsl- um við „Átak 84” sem Ferðamálaráð hefur beitt sér fyrir til að hvetja til bættrar umgengni við landiö og auk- inna ferðalaga innanlands. Fyrir féð er ætlunin að sá beggja vegna girðingar og snyrta í kringum byggingu austur af álverinu. Þá er ráð- g«;rt að ganga frá bflastæði við „Kapell- una” og ennfremur ráðgerir verk- smiðjan að mála daggeyma næsta sumar. -FRI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.