Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1984, Blaðsíða 1
Gísli á Uppsölum kominn með f rystikistu:
„Betra en skemmt,
úldiö og mengað”
Gísli á Uppsölum er búinn að fá sér frystikistu. Við brugðum okkur í heimsókn til
hans fyrir skömmu og hann sýndi okkur ánœgður matarforðann í kistunni. Gísli,
sem hefur flesta sína daga nœrst á vel geymdum mat, sagði að það vœri gott að
eiga kost á nýmetinu. „Það er betra en skemmt, úldið og mengað, ” segir hann.
Við birtum myndir af Gísla og viðtal við hann í blaðinu í dag.
-ÞJH/DV-mynd GVA.
— sjá nánar á bls. 36-37
Dómur yfir Baly fálkaeggjaþjófi í dag:
Búast má
við þung-
um dómi
— hinn frægi fuglaþjóf ur Ciecelsky
neitaði að mæta fyrir rétti í gær
Líklegt er talið, að dómur verði
kveðinn upp yfir Mirœlav Peter Baly,
fálkaeggjaþjófinum, i réttinum í Daun
Eifel í dag. Heimildir DV herma að
hann hljóti þungan dóm, ekki síst fyrir
það að „fálkaklíkan” í Þýskalandi
hefur snúið baki við honum og reynir
því allt til aö sverta hann. Er ástæðan
talin sú umfjöQun sem flótti Miroslav
frá Islandi oÚi í f jölmiðlum.
Réttarhöldunum frá í síöustu viku
var framhaldið í gær og standa enn
yfir. Ciecelsky, þeim fræga fálkaþjófi,
var gert að mæta fyrir réttinum í gær,
en mætti ekki. Neitaði hann að koma
og mun verða sektaður fyrir það, en
samkvæmt þýskum lögum er ekki
hægt að sækja vitni með lögregluvaldi.
Enn neitar Miroslav staðfastlega að
segja fyrir hvern hann vinnur. Allar
líkur benda þó til þess að það sé
Ciecelsky sjálfur. -kþ.
Walter Mondale og eiginkona hans, Joan, fagna sigri í for-
kosningum Demókrataflokksins í Bandaríkjunum klukkan
5.30 í nótt. Mondale sigraði með yfirburðum og hlaut 2191
atkvœði á flokksþinginu í San Francisco.
DV-símamynd: Þórir Guðmundsson, San Francisco