Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Qupperneq 1
E Frjálst, óháð dagblað DAGBLAÐIÐ — VISIR 194. TBL. — 74. og 10. ÁRG. FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 Fómarlömb réttarkerfisins í félag? i Ekki er ólíklegt aö ýmsir einstakl- ingar, sem eiga undir högg aö sækja þar sem mál þeirra velkjast um í réttarkerfinu svo mánuðum skiptir án þess aö niðurstaða fáist, stofni félag um sameigínleg vandræði sin. Sameiginlegt eiga þessir aðilar allir að vera „venjulegt, alþýölegt fólk sem á enga aö á æðri stöðum”, eins ogþaðsjálftsegir. DV ræðir við þrjá af væntanlegum stofnendum i biaðinu í dag. sjábls. 2 Ekkivökva, ekkiþvo — sjábls. 11 m 1 IMynd þessi er tekin á Mánárbakka á Tjörnesi þar sem japanskir vísindamenn eru aö setja upp rannsóknarstöð sem er ein sex samvirkandi stöðva sem eiga að fylgjast með norðurljósum. í fyrra var slík stöð sett upp í Borgarfirði og sú þriðja verður á ísafirði. Hinar þrjár stöðvarnar verða á \ Suðurskautslandinu. DV-mynd: ingibjörg Magnúsdóttir Dilkakjötá myndböndum — sjábls.8 Mengun alltað kæfaíSovét — sjá bls. 10 klitbeitiland aðveröabúið -sjábls.3 Eistlensku hjóninfáekkí dótturina -sjábls.7 Irokkbuxum ogstrigaskóm -sjá vinsældalistana ábls.37 Landssamband kartöf lubænda og Grænmetisverslunin: Refsiaðgerðir gegn frjálsum” bændum —fá ekki að skila inn kartöf lum til Grænmetisverslunarinnar —verðlækkun líkleg Stjórn Landssambands kartöflu- bænda ákvað í gær á fundi aö þeim bændum sem selja kartöflur sínar beint til kaupmanna yröi ekki leyft að skila kartöflum sínum einnig í Græn- metisverslun landbúnaðarins. „Fram að þessu höfum við fylgt þeirri stefnu að hlutfallslega jafnt sé tekiö af kartöflum frá hverjum bónda og þannig sitji aliir við sama borð. Það sem hefur gerst undanfarið í sölu- málunum hefur raskað töluvert þessu jafnvægi. Með þessum aðgerðum erum við að reyna að fá aftur einhvern jöfn- uð. Og við ætlumst til að Grænmetis- verslunin fari eftir þessari ákvörðun okkar,” sagði Magnús H. Sigurðsson, formaður Landssambandsins, í viðtali viö DV í morgun. Magnús var einnig spurður hvort það væri rétt að Landssambandið ætl- aði að láta lækka verð á kartöflum nið- ur úr öllu valdi, tímabundið. Slíkt hefði í för með sér að þeir bændur sem selja beint yrðu jafnvel að selja alla fram- leiöslu sína á algjöru lágmarksverði. Ákvörðun sem þessi hefði hins vegar lítil áhrif á fjárhagsafkomu þeirra bænda sem skila sinum kartöflum i Grænmetisverslunina því aöeins yrði tekiö lítið brot af kartöflum frá hverj- um bónda á þessu verði. Magnús sagði að þetta væri ekki rétt en hins vegar væri kominn tími til að lækka verðið á kartöflum og sagðist hann búast við því að sú lækkun yrði nokkuð mikil vegna þess að dregist hefði að lækka verðið í nokkurn tima. Hann sagði aö sexmannanefndin kæmi saman nú um helgina og tæki ákvörðun um verðið. Nú stendur fundur Framleiðsluráðs yfir þar sem fjallað verður um þá kröfu bænda að þeir sjálfir fái að stjórna Grænmetisversluninni. „Við sjáum hvað setur og ég vil engu spá um hver verður niðurstaða fram- leiðsluráðsfundarins. Ég vonast eftir jákvæðri umfjöllun um málið,” sagði Magnús. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.