Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1984, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 24. ÁGUST1984.
3
Eins og sést á myndinni nemur hæð skiitanna ekki nema rétt rúmlega hæð
einnar fólksbifreiðar og það afminni gerðinni.
(D V-mynd Kristján Ari)
Hættulegar vegamerkingar á Grandanum:
„Stendur til að
hækka skiltin"
„Ég hélt satt að segja að það væri
búið aö flytja skiltin,” sagði
Guttormur Þormar verkfræðingur,
framkvæmdastjóri umferðarnefndar
borgarverkfræðings, er hann var
spurður um, hvort ekki ætti að lagfæra
vegamerkingarnar vestur á Granda.
Þessi vegamerkingaskilti eru höfð
mjög nálægt vegarkantinum og eru
þar að auki mjög lág. Hætt er viö að
bílar rekist í þessi skilti, en börn á reið-
hjóli og gangandi vegfarendur geta
einnig átt á hættu aö rekast á þau.
Guttormur sagði aö þeim hjá um-
ferðarnefnd hefði verið bent á slæma
staðsetningu skiltanna og hann hefði
beðið sína menn um aö lagfæra þau og
setja á hærri stöng. „Það stendur
sannarlega til að færa skiltin, þau eru
flest of lág. Eg geri ráö fyrir að það
hafi hreinlega ekki unnist tími til þessa
Vilja takavið
stjórn Grænmetis-
verslunarinnar
Fulltrúaráð Landsambands
kartöflubænda hefur óskað eftir við-
ræðum við landbúnaðarráðuneytið um
stjórn Grænmetisverslunarinnar með
það fyrir augum að kartöflubændur
taki alfarið viö stjórn hennar.
Að sögn Guðmundar Sigþórssonar,
skrifstofustjóra í landbúnaðarráðu-
neytinu, munu þessar tillögur verða
ræddar í ráðuneytinu. En til þess að
slík breyting geti átt sér stað verður
annaðhvort að koma til lagabreyting
eða þá að Framleiðsluráð land-
búnaðarins afsali sér stjórnuninni tU
framkvæmdaráðsins.
APH
núna í góðviðrinu. Nú er aUur mann-
skapurinn úti að mála göturnar,”
sagöi Guttormur. „Sem betur fer
vitum við ekki til þess aö slys hafi
hlotist af skiltunum en þau verða vafa-
laust lagfærð mjög bráðlega.”
ÞJH
Stutt í að ekkert
nýtanlegt beiti-
land verði eftir
— segir Hákon
Bjarnason,
fyrrverandi
skógræktarstjóri
„Eg sagði við konuna mína áðan,
þegar ég var búinn að sjá greinina,
að það væri ágætt að útlendingar
væru að benda á þetta því að Islend-
ingar trúa miklu frekar því sem út-
lendingar segja, jafnvel þótt þeir
ljúgi, en því sem Islendingar eru að
reyna að sýna fram á meö rökum,”
sagði Hákon Bjarnason, fyrrverandi
skógræktarstjóri, um fréttir frá
Vestur-Þýskalandi um að sauðkindin
væri að breyta Islandi í eyðimörk.
„Það er ekki nokkur vafi á því aö
þetta er rétt í aðalatriðum. Það er
ómögulegt aö reikna út tímann
nákvæmlega en þess verður ekki
langt að bíöa, ef ofbeitinni verður
fram haldið, að það veröi ekkert
nýtanlegt beitiland eftir.
Þegar árið 1942 þóttist ég í grein í
ársriti Skógræktarfélags Islands
sýna fram á það með rökum að
sauðfé væri of margt í landinu. Þá
brugöust menn reiðir við. I stað þess
að svara málefnalega var svarað í
reiði- og hæðnistón og ég var kallað-
ur óvinur landbúnaöarins.
Núna í seinni tíð hafa margir
komist aö því að landiö hefur veriö
ofbeitt í langan tíma. Of mikiö álag á
beitargróðri er orsök landeyöingar.
Þaö er of mikið af búfé í högum,
Sauðfé er á góðri leið með að éta island upp til agna, sagði í frétt í þýsku blaði
nýlega. Þar er vitnað í doktorsritgerð og sagt að með sama áframhaldi verði
gróðurlendi að mestu horfið um næstu aldamót.
ekki aðeins af sauöfé heldur einnig
hrossum.
Það væri sennilega alveg nóg fyrir
Islendinga að hafa 300 til 400 þúsund
fjár, 10 til 15 þúsund hross og svo eitt-
hvað af holdanautum, svínum og ali-
f uglum. Þetta ætti að geta framfleytt
okkur.
Menn verða líka að athuga að ef fé
fækkaö í högum verða afuröirnar af
hverri kind miklu meiri. Eg get nefnt
sem dæmi að meöan fallþungi dilka
úr Þingvallasveit er 12—13 kíló er
fallþungi dilka úr þjóðgarðinum á
Þingvöllum .18 kíló. Fallþunginn er
5—6 kílóum meiri af því að í
þjóðgarðinum er nóg að bíta.
Það er hörmulegt að vita til þess að
menn skuli enn beita fé á tún bæði
vor og haust og fóðra sæmilega vel
en hafa ekki meira fallþunga heldur
en raun ber vitni um. Eftir mæði-
veikiniðurskurðinn upp úr 1940
komst fallþungi víða upp í 17—18 kíló
þegar beitilöndin höfðu notið
friðunar í eitt til tvö ár.
En tilfellið er að þetta er pólitískt
mál og verður að leysast á pólitískan
hátt. Það eru niðurgreiöslumar sem
gera dæmið svo skakkt. Undirrótin
er kannski kjördæmaskipanin,”
sagðiHákonBjarnason. -KMU.
BILASYNING
SUNNUDAG
LAUGARDAG
KL. 14-17
SAUÐARKROKIA
BIFREIÐAVERKSTÆÐINU ÁKA, í
REYKJAVÍK AÐ MELAVÖLLUM VIÐ RAUÐAGERÐI.
Nissan Patrol með 6 strokka dísilvél, aflstýri, 5
gíra og 7 manna. Verð aðeins kr. 762.700,-
Nissan Stanza 1,8 GL, 5 dyra, framhjóladrifinn lúx-
usbíll, á aðeins kr. 411.300,-
Pétur Einarsson
heildsali:
Éger
saklaus
DV hefur borist eftirfarandi
yfirlýsing frá Pétri Einarssyni
heildsala: „Hér með er þess óskað
að DV birti strax eftirfarandi at-
hugasemd vegna fréttar blaðsins á
forsíðu og bls. 5 þann 22. ágúst sl.
þar sem ég er borinn þungum og
röngum ásökunum.
Ég undirritaður, Pétur Einars-
son, hef aldrei tekið til persónu-
legra nota víxla samþ. og afhenta
af eiginkonu Omars Kristvinssonar
eins og haldið er fram í greindri
frétt. Eg er ekki valdur aö hans
erfiðleikum eins og haldið er fram.
Eins og mál þetta stendur nú
ræði ég það ekki frekar.”
E 10 Subaru, fjórhjóladrifin sendibifreið, 5 gíra og
óstöðvandi í allri ófærð, á aðeins kr. 264.300,-
Nissan Micra 1.0 DX; 4,1 I á hundraðið, sá
sparneytnasti sem völ er á í dag, á aðeins kr.
258.072,-________________________________________
2ja ára ábyrgð á vél, gírkassa og drifi, ársábyrgð á
öllu öðru á öllum Nissan- og Subaru-bílum.
Munið:
20.000 kr. staðgreiðsluafsláttur sé bíllinn borg-
aður upp innan mánaðar.
Hjá okkur er fjölbreytnin mest
og kjörin best.
ra
INGVAR HELGASON HF.
Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.
Baldur Heiðdal, Sauðárkróki.